Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kjúklingur, naut og skyr í grillveisluna
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 21. júní 2019

Kjúklingur, naut og skyr í grillveisluna

Höfundur: Bjarni gunnar Kristinsson
Til að grillveisla í garðinum geti orðið góð þarf vini eða fjölskyldu – og að sjálfsögðu eitthvað gott á grillið. 
 
Það þarf ekki að vera neitt sérstakt tilefni – bara löngunin til að fagna vinskap, góðum mat og sumrinu. Vonandi gefast fleiri dagar en bara helgidagar til þess í sumar.
 
Kjúklingavængir í grillsósu
 
Hráefni
 • 2–3 pakkar kjúklingavængir
 • 200 ml grillsósa (BBQ) 
 • Kjúklingakrydd
 • Salt og pipar
Aðferð
Klippum kjúklingavængina í tvennt á brjóskinu og tökum fremsta hlutann (þann stutta og mjóa) frá og fleygjum honum. Röðum vængjunum í ofnskúffu, kryddum með kjúklingakryddi eða salti og pipar og hitum við 180 gráður í hálftíma. Bökum þá í ofnskúffunni  og hellum vökvanum af bakkanum í vaskinn. Mökum svo grillsósunni yfir vængina og setjum inn í ofninn í um tíu mínútur. Stillum ofninn á grill í lokin og látum grillsósuna karamellast á vængjunum. Líka gott á grillið.
 
Japönsk sósa
 
Hráefni
 • 100 ml sæt sojasósa
 • 50 ml ostrusósa
 • Safi og börkur af einni sítrónu
 • 10 ml sesamolía
Sósan er notuð til að pensla fisk eða grillkjöt fyrir framreiðslu, til dæmis þunnskorinn lax eða lúðu.  Eða allt grillkjötið. Prófið að dýfa kjúklingavængjum í hana.
 
Appelsínugrillsósa
 • 200 g appelsínumarmelaði
 • 50 ml sítrónusafi
 • 50 ml bolli sojasósa
 • 1 saxað hvítlauksrif
Blöndum öllu saman. Frábært að pensla kjúkling og grillkjöt með leginum.

 
Grillað nautafile með kartöflum
 
Hráefni
 • 800 g nautafile
 • 4  kartöflur (sætar eða venjulegar)
 • Grillsósa (BBQ)
 • Olía 
 • Salt og pipar
Aðferð
Skrælum og skerum sætu kartöflurnar í þunnar sneiðar og steikjum þær á pönnu eða á útigrilli á báðum hliðum þar til þær eru fulleldaðar. Penslum með matarolíu á meðan grillað er. Kryddum með salti og pipar. Grillum nautakjötið eftir smekk (fyrir millisteikt kjöt; tvær mínútur á hvorri hlið við snarpan hita og láta kjötið hvíla í um 10 mínútur áður en það er borið fram). Penslum kjötið með grillsósunni í lokin. 
 
Framreiðum með kartöflunni.
 
Skyrmiso
 
Hráefni
 • 3 stk. matarlímsblöð 
 • 300 ml mjólk 
 • 100 g sykur 
 • 170 g skyr 
 • 250 ml rjómi 
 • Hunang eða sykur á berin (má sleppa) 
 • Vanilla (má sleppa) 
Þetta frauð er einstaklega ferskt og fer vel með berjum, eða kaffi.Skraut
 • (Ber)
 • 300 ml kaffi   
 • 100 g svampbotn
 • 100 kakóduft
Aðferð
Leggjum matarlímið í bleyti í kalt vatn í smá stund. Setjum 100 ml af mjólkinni (og vanillu) og sykurinn í pott og hitum. Tökum pottinn af hitanum, setjum matarlímið út í og hrærum þar til það er bráðnað. Hrærum saman skyrið og afganginn af mjólkinni, þeytum rjómann og blöndum varlega saman við.
 
Blöndum svo saman við matarlímið og setjum í ílát eftir smekk og framreiðum með kaffibleyttum svampbotnum eða bara ferskum berjum.
 
Sigtum kakóduft yfir til skrauts.

4 myndir:

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...