Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kjúklingur, naut og skyr í grillveisluna
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 21. júní 2019

Kjúklingur, naut og skyr í grillveisluna

Höfundur: Bjarni gunnar Kristinsson
Til að grillveisla í garðinum geti orðið góð þarf vini eða fjölskyldu – og að sjálfsögðu eitthvað gott á grillið. 
 
Það þarf ekki að vera neitt sérstakt tilefni – bara löngunin til að fagna vinskap, góðum mat og sumrinu. Vonandi gefast fleiri dagar en bara helgidagar til þess í sumar.
 
Kjúklingavængir í grillsósu
 
Hráefni
  • 2–3 pakkar kjúklingavængir
  • 200 ml grillsósa (BBQ) 
  • Kjúklingakrydd
  • Salt og pipar
Aðferð
Klippum kjúklingavængina í tvennt á brjóskinu og tökum fremsta hlutann (þann stutta og mjóa) frá og fleygjum honum. Röðum vængjunum í ofnskúffu, kryddum með kjúklingakryddi eða salti og pipar og hitum við 180 gráður í hálftíma. Bökum þá í ofnskúffunni  og hellum vökvanum af bakkanum í vaskinn. Mökum svo grillsósunni yfir vængina og setjum inn í ofninn í um tíu mínútur. Stillum ofninn á grill í lokin og látum grillsósuna karamellast á vængjunum. Líka gott á grillið.
 
Japönsk sósa
 
Hráefni
  • 100 ml sæt sojasósa
  • 50 ml ostrusósa
  • Safi og börkur af einni sítrónu
  • 10 ml sesamolía
Sósan er notuð til að pensla fisk eða grillkjöt fyrir framreiðslu, til dæmis þunnskorinn lax eða lúðu.  Eða allt grillkjötið. Prófið að dýfa kjúklingavængjum í hana.
 
Appelsínugrillsósa
  • 200 g appelsínumarmelaði
  • 50 ml sítrónusafi
  • 50 ml bolli sojasósa
  • 1 saxað hvítlauksrif
Blöndum öllu saman. Frábært að pensla kjúkling og grillkjöt með leginum.

 
Grillað nautafile með kartöflum
 
Hráefni
  • 800 g nautafile
  • 4  kartöflur (sætar eða venjulegar)
  • Grillsósa (BBQ)
  • Olía 
  • Salt og pipar
Aðferð
Skrælum og skerum sætu kartöflurnar í þunnar sneiðar og steikjum þær á pönnu eða á útigrilli á báðum hliðum þar til þær eru fulleldaðar. Penslum með matarolíu á meðan grillað er. Kryddum með salti og pipar. Grillum nautakjötið eftir smekk (fyrir millisteikt kjöt; tvær mínútur á hvorri hlið við snarpan hita og láta kjötið hvíla í um 10 mínútur áður en það er borið fram). Penslum kjötið með grillsósunni í lokin. 
 
Framreiðum með kartöflunni.
 
Skyrmiso
 
Hráefni
  • 3 stk. matarlímsblöð 
  • 300 ml mjólk 
  • 100 g sykur 
  • 170 g skyr 
  • 250 ml rjómi 
  • Hunang eða sykur á berin (má sleppa) 
  • Vanilla (má sleppa) 
Þetta frauð er einstaklega ferskt og fer vel með berjum, eða kaffi.Skraut
  • (Ber)
  • 300 ml kaffi   
  • 100 g svampbotn
  • 100 kakóduft
Aðferð
Leggjum matarlímið í bleyti í kalt vatn í smá stund. Setjum 100 ml af mjólkinni (og vanillu) og sykurinn í pott og hitum. Tökum pottinn af hitanum, setjum matarlímið út í og hrærum þar til það er bráðnað. Hrærum saman skyrið og afganginn af mjólkinni, þeytum rjómann og blöndum varlega saman við.
 
Blöndum svo saman við matarlímið og setjum í ílát eftir smekk og framreiðum með kaffibleyttum svampbotnum eða bara ferskum berjum.
 
Sigtum kakóduft yfir til skrauts.

4 myndir:

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...

Heilsteikt nautalund
10. nóvember 2022

Heilsteikt nautalund

Tími haustlaukanna
29. ágúst 2014

Tími haustlaukanna

Siggi Dan gegn Sævari
4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Metinnflutningur á nautakjöti í júlí
12. september 2024

Metinnflutningur á nautakjöti í júlí

Fjár- og stóðréttir 2023
24. ágúst 2023

Fjár- og stóðréttir 2023