Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kjúklingur, naut og skyr í grillveisluna
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 21. júní 2019

Kjúklingur, naut og skyr í grillveisluna

Höfundur: Bjarni gunnar Kristinsson
Til að grillveisla í garðinum geti orðið góð þarf vini eða fjölskyldu – og að sjálfsögðu eitthvað gott á grillið. 
 
Það þarf ekki að vera neitt sérstakt tilefni – bara löngunin til að fagna vinskap, góðum mat og sumrinu. Vonandi gefast fleiri dagar en bara helgidagar til þess í sumar.
 
Kjúklingavængir í grillsósu
 
Hráefni
  • 2–3 pakkar kjúklingavængir
  • 200 ml grillsósa (BBQ) 
  • Kjúklingakrydd
  • Salt og pipar
Aðferð
Klippum kjúklingavængina í tvennt á brjóskinu og tökum fremsta hlutann (þann stutta og mjóa) frá og fleygjum honum. Röðum vængjunum í ofnskúffu, kryddum með kjúklingakryddi eða salti og pipar og hitum við 180 gráður í hálftíma. Bökum þá í ofnskúffunni  og hellum vökvanum af bakkanum í vaskinn. Mökum svo grillsósunni yfir vængina og setjum inn í ofninn í um tíu mínútur. Stillum ofninn á grill í lokin og látum grillsósuna karamellast á vængjunum. Líka gott á grillið.
 
Japönsk sósa
 
Hráefni
  • 100 ml sæt sojasósa
  • 50 ml ostrusósa
  • Safi og börkur af einni sítrónu
  • 10 ml sesamolía
Sósan er notuð til að pensla fisk eða grillkjöt fyrir framreiðslu, til dæmis þunnskorinn lax eða lúðu.  Eða allt grillkjötið. Prófið að dýfa kjúklingavængjum í hana.
 
Appelsínugrillsósa
  • 200 g appelsínumarmelaði
  • 50 ml sítrónusafi
  • 50 ml bolli sojasósa
  • 1 saxað hvítlauksrif
Blöndum öllu saman. Frábært að pensla kjúkling og grillkjöt með leginum.

 
Grillað nautafile með kartöflum
 
Hráefni
  • 800 g nautafile
  • 4  kartöflur (sætar eða venjulegar)
  • Grillsósa (BBQ)
  • Olía 
  • Salt og pipar
Aðferð
Skrælum og skerum sætu kartöflurnar í þunnar sneiðar og steikjum þær á pönnu eða á útigrilli á báðum hliðum þar til þær eru fulleldaðar. Penslum með matarolíu á meðan grillað er. Kryddum með salti og pipar. Grillum nautakjötið eftir smekk (fyrir millisteikt kjöt; tvær mínútur á hvorri hlið við snarpan hita og láta kjötið hvíla í um 10 mínútur áður en það er borið fram). Penslum kjötið með grillsósunni í lokin. 
 
Framreiðum með kartöflunni.
 
Skyrmiso
 
Hráefni
  • 3 stk. matarlímsblöð 
  • 300 ml mjólk 
  • 100 g sykur 
  • 170 g skyr 
  • 250 ml rjómi 
  • Hunang eða sykur á berin (má sleppa) 
  • Vanilla (má sleppa) 
Þetta frauð er einstaklega ferskt og fer vel með berjum, eða kaffi.Skraut
  • (Ber)
  • 300 ml kaffi   
  • 100 g svampbotn
  • 100 kakóduft
Aðferð
Leggjum matarlímið í bleyti í kalt vatn í smá stund. Setjum 100 ml af mjólkinni (og vanillu) og sykurinn í pott og hitum. Tökum pottinn af hitanum, setjum matarlímið út í og hrærum þar til það er bráðnað. Hrærum saman skyrið og afganginn af mjólkinni, þeytum rjómann og blöndum varlega saman við.
 
Blöndum svo saman við matarlímið og setjum í ílát eftir smekk og framreiðum með kaffibleyttum svampbotnum eða bara ferskum berjum.
 
Sigtum kakóduft yfir til skrauts.

4 myndir:

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...