Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kjúklingaleggir og -vængir með HM
Matarkrókurinn 8. júní 2018

Kjúklingaleggir og -vængir með HM

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Kjúkling má elda á marga vegu og eru vængir og leggir vinsælir yfir sjónvarpinu þegar mikilvægir íþróttaleikir eru sýndir.  Nú þegar Heimsmeistaramótið í fótbolta er á næsta leiti er ekki seinna vænna að finna bestu uppskriftina. Gott er að reka endahnútinn á góða kjúklingamáltíð með hollu nammi með fullt af stökkum hnetum í.
 
Gott er að hluta vængina niður með því að klippa á milli liðamóta og dýfa efri hlutanum í eina gerð af sósu og neðri hlutanum í kryddblöndu eða annars konar sósu. Svo er gott að framreiða með fersku íslensku hráu grænmeti.  
 
Buffaló-sósa:
  • 1 msk. ósaltað smjör, brætt
  • 1/4 tsk. cayenne pipar
  • 1/4 tsk. ferskt malaður svartur pipar
  • 1/4 tsk. salt
  • 1/4 bolli heit chili sósa (má blanda saman tómatsósu og chilisósu)
 
Aðferð
 
Blandið fyrstu fjórum innihalds­efnunum í miðlungsskál; látið standa í fimm mínútur. Hrærið í chili-sósu saman við eftir smekk. 
 
Athugið að hægt er að gera þetta viku fram í tímann. Geymt í kæli.
 
Engifer-soja gljái: 
  • 1/4 bolli hunang
  • Tvær msk. sojasósa
  • 3 stór hvítlauksrif, marin eða söxuð fínt
  • Tvisar sinnum eins sentimetra stykki af engifer, skrælt og sneitt niður
 
Aðferð
 
Öllum hráefnum blandað saman ásamt 1/4 bolla af vatni, látið sjóða í litlum potti. Hrærið til að leysa hunangið upp. Lækkið hitann alveg niður á minnsta straum, látið malla og hrærið öðru hvoru þar til vökvinn hefur minnkað í 1/4 bolla í um 7–8 mínútur. Setjið í skál. Látið sitja í 15 mínútur svo þetta þykkni aðeins.
 
Athugið að þetta er hægt að gera fimm daga fram í tímann. Setjið plastfilmu yfir svo ekki myndist skán.
 
Vængir:
  • 1 pakki kjúklingavængir, endinn fjarlægður („kjuðaðir“) og efri vængir teknir í sundur og kryddaðir úr hvorri kryddblöndunni
  • 2 msk. jurtaolía
  • 1 msk. salt
  • 1/2 tsk. ferskur malaður svartur pipar
Aðferð
 
Hitið ofninn að 200 gráðum. Setjið grind með bökunarpappír inn í ofn og bakka undir fyrir umfram safa. Setjið hvorn kryddlög hvorn í sína skálina. Dreifðu vængjunum á bökunarplötuna svo þeir festist ekki saman og bakist rétt og jafnt.
 
Bakið vængina þar til þeir eru full eldaðir og stökkir – gæti tekið 45–50 mínútur. En það þarf að snúa þeim og hugsa vel um að gljáinn brenni ekki.
 
Gott er að pensla með engifersósunni eða olíu og baka aðrar 8–10 mínútur.
 
Penslið helminginn aftur með buffalósósu. Berið fram strax (engin þörf á að baka aftur).
 
Hægeldaðir kjúklingaleggir með sætchili- og hnetusósu
 
Sæt chili- og engifersósa á einstaklega vel með með kjúklingi og auðvelt er að gera  góðan asískan kjúklingarétt með slíkri sósu á stuttum tíma.
 
  • 2/3 bolli af  sætri sojasósu
  • 2/3 bolli Thai sætri chilisósu
  • 2 tsk. fiskisósa eða ostrusósa
  • Smá af ferskri  engiferrót, skræld og hökkuð
  • 2 pakkar kjúklingaleggir
  • Ferskur saxaður kóríander, til að skreyta með (valfrjálst)
  • Saxaðar hnetur, til að skreyta með (valfrjálst)
 
Aðferð
 
Í stórt ílát er sett sojasósa, sæt chilisósa, fiskisósa og engifer. Setjið kjúklinginn ofan í og blandið saman. Setjið það í kæli og látið kjúklinginn liggja í kryddinu í um þrjár klukkustundir eða yfir nótt. Þegar tilbúið er að elda, látið þá í ofn í um 150–170 gráður og látið bakast í gegn um klukkustund.
 
Penslið með ögn meiri sósu úr dallinum og stráið söxuðum hnetum, kasjú- eða salthnetum. Setjið grillið í gang í um þrjár mínútur á hvorri hlið og snúið einu sinni og penslið yfir með meiri sósu. Takið úr ofninum og skreytið með kóríander og meiri söxuðum hnetum, ef þess er óskað.
 
Gott að bera fram með þunnsneiddu grænmeti og radísum.
 
Poppkorn með súkkulaði, kókosolíu og hnetum
 
Það getur stundum verið erfitt að lifa heilbrigðum lífsstíl en hægt að velja aðeins hollara millimál en bland í poka. Eftirfarandi poppuppskrift er auðveld og góð.
 
  • 100 g lífrænn poppmaís
  • 3 msk. lífræn kókosolía
  • 1 stk.  ósykrað súkkulaði eða annað gott súkkulaði 
  • 3 msk. ljóst agave sýróp eða ögn hrásykur
  • 1 msk. hnetu Nutella 
  • 2 msk. ósykraður rifinn kókos eða blandaðar hnetur (valfrjálst)
 
Aðferð
 
Hitið ofninn í 150 gráður.
 
Poppaðu poppmaís í örbylgjuofni eða í potti með loki (ef settur er hrásykur rétt áður en maísinn er settur í pottinn þarf að hafa hröð handtök í að sturta innihaldinu á bökunarplötu áður en karamellan brennur).
Setjið kókosolíu, súkkulaði, agave og vanillu á steikarpönnu og setjið í ofninn meðan það er forhitað.
Takið pönnu úr ofni þegar allt er brætt og hrærið innihaldsefnin saman til að blandan verði jöfn.
Bætið poppkorni og hnetum við súkkulaðiblönduna og hrærið saman við þar til allt er hjúpað.
 
Bakið í þrjár til sex mínútur, hrærið í þessu á tveggja mínútna fresti.
Kælið. Setjið poppkornið í loftþétt ílát og hrærið rifnum kókos saman við ef þess er óskað.
 
Njótið!
Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...