Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kjúklingabringur í kókosbaði og kornflexleggir
Matarkrókurinn 20. mars 2014

Kjúklingabringur í kókosbaði og kornflexleggir

Kjúklingur er vinsæll og hentar fyrir alla aldurshópa. Hér eru tvær uppskriftir þar sem bringur eru baðaðar í kókosmjólk og síðan kjúklingaleggir í kornflöguhjúpi. Uppskrift að hummus úr kjúklingabaunum fylgir í kaupbæti.
Fyrir þá sem eru ævintýragjarnir er óhætt að krydda kjúklinginn með framandi kryddum til þess að hrista upp í hversdeginum.


Það er stundum hagkvæmt að kaupa heila kjúklinga og ágætis úrbeiningaræfing að skera bringurnar úr og hluta fuglinn í parta.

Sesamgljáð kjúklingabringa

 • 4 kjúklingabringur
 • 1 búnt basil eða önnur kryddjurt
 • 50 ml ólífuolía
 • Salt og pipar
 • 400 g sætar kartöflur
 • 400 g gulrætur
 • 50 ml sojasósa
 • 1 dós kókosmjólk

Kjúklingurinn er brúnaður á heitri pönnu í olíu og kryddaður til með salti og pipar. Eldað í ofni þar til kjarnahiti er orðinn 70 °C eða í um 12 mín. í 190 °C heitum ofni.
Setjið bringurnar aftur á pönnu eftir eldun, hellið kókosmjólkinni og sojasósunni yfir þær ásamt ristuðum sesamfræjum.


Sætu kartöflurnar og gulræturnar ristaðar á pönnu og loks bakaðar í ofni þar til þær eru orðnar mjúkar. Kryddið með salti og pipar.

Kjúklingalæri í stökkum raspi

 • 8-10 kjúklingaleggir eða heill
 • kjúklingur bitaður niður
 • 5 dl kornflögur
 • 2 egg
 • salt og pipar
 • 2 msk. hvítlaukur
 • 2 msk. olía

Hitið ofninn í 200 °C. Myljið kornflögurnar smátt og veltið upp úr eggi sem búið er að blanda saman við krydd. Þerrið kjúklingaleggina og kryddið þá með salti og pipar.


Blandið olíunni og hvítlauknum saman og veltið leggjunum upp úr blöndunni. Veltið þeim síðan upp úr muldu kornflögunum og þrýstið þeim vel að leggjunum.


Raðið leggjunum í eldfast fat og dreifið afganginum af flögunum yfir. Setjið í ofninn og bakið í 35 mínútur eða þar til leggirnir eru gegnsteiktir.


Gott er að bera leggina fram með maísflögum.

Mexíkómeðlæti: Tómatsalsa, sýrður rjómi og avókadó (lárpera) ásamt góðu salati.

Hummus

 • 1 dós soðnar kjúklingabaunir
 • 1 msk. sítrónusafi
 • 1 pressað hvítlauksrif
 • 1 tsk. salt
 • 1 tsk. svartur pipar
 • ¼ tsk. cayenne-pipar
 • 1 tsk. kummin
 • 1½ msk. tahini (sesammauk)
 • handfylli söxuð steinselja
 • örlítið vatn

Kjúklingabaunirnar maukaðar í matvinnsluvél. Öllu hinu blandað saman við og hrært eða maukað vel saman.

4 myndir:

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...