Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kjúklingabringur í kókosbaði og kornflexleggir
Matarkrókurinn 20. mars 2014

Kjúklingabringur í kókosbaði og kornflexleggir

Kjúklingur er vinsæll og hentar fyrir alla aldurshópa. Hér eru tvær uppskriftir þar sem bringur eru baðaðar í kókosmjólk og síðan kjúklingaleggir í kornflöguhjúpi. Uppskrift að hummus úr kjúklingabaunum fylgir í kaupbæti.
Fyrir þá sem eru ævintýragjarnir er óhætt að krydda kjúklinginn með framandi kryddum til þess að hrista upp í hversdeginum.


Það er stundum hagkvæmt að kaupa heila kjúklinga og ágætis úrbeiningaræfing að skera bringurnar úr og hluta fuglinn í parta.

Sesamgljáð kjúklingabringa

 • 4 kjúklingabringur
 • 1 búnt basil eða önnur kryddjurt
 • 50 ml ólífuolía
 • Salt og pipar
 • 400 g sætar kartöflur
 • 400 g gulrætur
 • 50 ml sojasósa
 • 1 dós kókosmjólk

Kjúklingurinn er brúnaður á heitri pönnu í olíu og kryddaður til með salti og pipar. Eldað í ofni þar til kjarnahiti er orðinn 70 °C eða í um 12 mín. í 190 °C heitum ofni.
Setjið bringurnar aftur á pönnu eftir eldun, hellið kókosmjólkinni og sojasósunni yfir þær ásamt ristuðum sesamfræjum.


Sætu kartöflurnar og gulræturnar ristaðar á pönnu og loks bakaðar í ofni þar til þær eru orðnar mjúkar. Kryddið með salti og pipar.

Kjúklingalæri í stökkum raspi

 • 8-10 kjúklingaleggir eða heill
 • kjúklingur bitaður niður
 • 5 dl kornflögur
 • 2 egg
 • salt og pipar
 • 2 msk. hvítlaukur
 • 2 msk. olía

Hitið ofninn í 200 °C. Myljið kornflögurnar smátt og veltið upp úr eggi sem búið er að blanda saman við krydd. Þerrið kjúklingaleggina og kryddið þá með salti og pipar.


Blandið olíunni og hvítlauknum saman og veltið leggjunum upp úr blöndunni. Veltið þeim síðan upp úr muldu kornflögunum og þrýstið þeim vel að leggjunum.


Raðið leggjunum í eldfast fat og dreifið afganginum af flögunum yfir. Setjið í ofninn og bakið í 35 mínútur eða þar til leggirnir eru gegnsteiktir.


Gott er að bera leggina fram með maísflögum.

Mexíkómeðlæti: Tómatsalsa, sýrður rjómi og avókadó (lárpera) ásamt góðu salati.

Hummus

 • 1 dós soðnar kjúklingabaunir
 • 1 msk. sítrónusafi
 • 1 pressað hvítlauksrif
 • 1 tsk. salt
 • 1 tsk. svartur pipar
 • ¼ tsk. cayenne-pipar
 • 1 tsk. kummin
 • 1½ msk. tahini (sesammauk)
 • handfylli söxuð steinselja
 • örlítið vatn

Kjúklingabaunirnar maukaðar í matvinnsluvél. Öllu hinu blandað saman við og hrært eða maukað vel saman.

4 myndir:

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...