Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Kjúkingaborgarar með tómatyndi og hakkbollur
Matarkrókurinn 17. júlí 2014

Kjúkingaborgarar með tómatyndi og hakkbollur

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Kjúklingaborgarar með „tómatyndi“ (e. relish) eru flottir á grillið eða á grilli pönnu. Þegar fólk fer að nota tómatyndi á hamborgara er erfitt að snúa aftur í vegabúllu­majóneshamborgarasósuna.Og ef fólk notar gróft brauð ætti samviskan ekki að skemma fyrir þessum bragðgóða borgara.

Í þennan rétt er hægt fara 4 stk. úrbeinuð kjúklingalæri, gott að slá létt með buffhamri og fylla með osti, það er bæði hægt að nota skinnið eða sleppa því ef fólk vill hollari rétt.

Tómatyndi

Hráefni:

2 saxaðir  plómutómatar
1 stk. saxaður rauðlaukur
½ búnt söxuð steinselja
1 jalapeno-pipar, fræhreinsaður og saxaður
1 matskeið gott edik
½ tsk.  kóríanderfræ mulin
½ tsk.  sinnepsfræ
¼ tsk. salt
ferskur pipar úr kvörn

Aðferð

Hrærið saman í  skál, tómat, lauk, steinselju, jalapenopipar ,ediki, kóríander og sinnepsfræjum, salt og pipar.

Grillið  hamborgara á olíubornu grilli á miðlungsháum hita; Lokið grillinu og eldið þangað til ekki er lengur bleikur safi inni kjötinu og  hitamælir sýnir 85 °C, um 15 mínútur.

Raðið auka meðlæti að eigin vali, til dæmis salat, paprikur og ögn af sýrðum rjóma.

Tilvalið að hugsa um heilsuna og sleppa frönsku kartöflunum og skera kaldar bökunarkartöflur í svipaðar stærðir og frönsku kartöflurnar og krydda með ólífuolíu og límónusafa, og framreiða með lárperu og kóríander til að fá sumarbragð og ferskleika.

Hakkbollur úr alifuglakjöti

Hráefni:

450g alifuglahakk (hægt að taka kjúklinga­kjöt í matvinnsluvél)
2 stk. skalottlaukar
1 egg
½ dl heilhveitibrauð raspur
Extra virgin ólífuolía
Ögn af  hakkaðri  myntu
¼ tsk. salt
Ferskmalaður pipar

Aðferð

Blandið  saman egg, brauð rasp, myntu, salt og pipar. Bætið í kjúkling og blandið vel. Með blautum höndum skiptið hrærunni í fjórðunga og búið til  4 bollur. Pressið niður í kringlótt   form eða bolla og gott er að hafa plastfilmu eða poka yfir. Hver bolla á að vera um 1 cm þykkt. Setjið í kæli í allt að 4 klst. eða vefjið í plastfilmu og frystið í loftþéttum umbúðum í allt að 2 vikur.

3 myndir:

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f