Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Höfundur: Steinn Jóhannsson, rektor frá Tjörn í Þykkvabæ

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á milli margra frambjóðenda.

Steinn Jóhannsson

Hvort frambjóðandi hafi þekkingu eða reynslu af íslenskum landbúnaði er líklega eitthvað sem lesendur Bændablaðsins velta fyrir sér. Mig langar því að vekja athygli á að Baldur Þórhallsson, prófessor frá Ægissíðu í Rangárvallasýslu, er í framboði. Forseti mun ekki leysa þau vandamál sem íslenskur landbúnaður glímir við en miklu skiptir að hann skilji líf og störf bænda og þess vegna er mikilvægt að kjósendur kynni sér vel Baldur og hans stefnumál.

Baldur er í grunninn sveitastrákur og því með reynslu af landbúnaði og sem dæmi þá sá hann um sauðfjárbúskap afa síns þegar hann veiktist en þá var Baldur 13 til 17 ára gamall. Einnig starfaði hann ungur að aldri í skeifnaverksmiðju í tvö ár og hefur auk þess komið að fjölbreyttum landbúnaðarstörfum á Ægissíðu, t.d. kartöflurækt, hestamennsku, o.fl. Síðustu ár hefur Baldur, ásamt fjölskyldu sinni, rekið Hellana á Hellu sem eru í landi föður hans þar sem þau hafa einnig leigt út smáhýsi. Því má segja að hann sé hálfgerður ferðaþjónustubóndi í hlutastarfi.

Að hafa frambjóðanda sem hefur jafn víðtæka reynslu af landbúnaðarstörfum og Baldur eru forréttindi fyrir kjósendur. Baldur skilur svo sannarlega hvað íslenskir bændur eru að glíma við og þau verkefni sem koma daglega við sögu.

Ekki spillir fyrir að Baldur hefur gríðarlega þekkingu á stjórnkerfi landsins og alþjóðamálum og er einn mesti sérfræðingur heims í smáríkjafræðum. Allir þessir ofangreindu kostir gera Baldur mjög hæfan sem forseta nái hann kjöri.

Kjörorð Baldurs í kosninga­baráttunni er „vinnum saman“ og það lýsir einmitt Baldri. Hann er ósérhlífinn og gengur í öll störf og leggur öllum lið. Hann væri sterkur liðsmaður íslensks landbúnaðar sem forseti á Bessastöðum. Kjósum Baldur og tryggjum að komandi forseti hafi þekkingu og reynslu af íslenskum landbúnaði.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...