Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
KIA Sorento plug-in-Hybrid.
KIA Sorento plug-in-Hybrid.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 2. nóvember 2021

KIA Sorento plug-in-Hybrid

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Einn söluhæsti bíll landsins síðustu þrjú til fimm ár er 4X4 KIA Sorento. KIA var fyrsti bíllinn sem seldur er með 7 ára ábyrgð á Íslandi sem gefur bílnum meira traust og áreiðanleika.

Í byrjun árs 2021 kom KIA Sorento sem plug in hybrid og samkvæmt uppgefnum bæklingi á hann að komast allt að 57 km á rafhlöðunni áður en bensínvélin tekur við. Fyrir stuttu síðan fékk ég að prófa þennan sjö manna fjórhjóla drifna Hybrid bíl.

Muna að hafa ljósatakkann alltaf kveiktan.

Besta hávaðamæling í db. á bíl með bensínvél

Bíllinn sem prófaður var nefnist KIA Sorento Plug-in-Hybrid og er sjö manna bíll. Vélarnar eru tvær, annars vegar 1,6 bensínvél + rafmagnsmótor sem skila samanlagt 268 hestöflum, skiptingin er sexþrepa sjálfskipting.

Uppgefin drægni á rafhlöðunni, sem er 13,8 kWh, er allt að 57 km miðað við bestu aðstæður. Uppgefin eldsneytiseyðsla í Hybrid bílum er almennt svolítið villandi. Þá er miðað við fullhlaðna rafhlöðu og að bara sé keyrt 100 km og eldsneytiseyðslan um 1,6 lítrar af bensíni við bestu aðstæður.

Þegar ég prófaði bílinn hafði hann verið prófaður af nokkrum viðskiptavinum KIA á undan mér og þegar ég settist upp í bílinn voru ekki nema nokkrir kílómetrar eftir á rafhlöðunni og fljótlega tók bensínvélin við.

Þegar bíllinn var hávaðamældur (eins og allir aðrir bílar sem ég prófa á sama stað á 90) var allt rafmagn búið og því var bíllinn á bensínvélinni þegar mælt var. Mælingin kom vel út og mældist hávaðinn inni í bílnum ekki nema 65,8 db. Með þessari lágu mælingu komst Sorento í topp 10 af öllum bílum. Held reyndar að þetta sé besta mæling á bíl með bensínvél sem ég hef keyrt.

Ef öftustu tvö sætin eru niðri er farangursrýmið með stærstu farangursrýmum sem eru í bílum.

Fjöðrun góð á holóttum malarvegi

Eins og áður hefur komið fram þá var ég fljótur að klára rafmagnið, en í innanbæjarumferðinni hlóðst inn á rafhlöðuna lítilræði af rafmagni sem hjálpaði við að spara bensín. Eftir rúman 50 km akstur innanbæjar var mín bensíneyðsla ekki nema 8,6 lítrar miðað við 100 km akstur.

Næst var það langkeyrsla með malarvegaprófun í leiðinni og í langkeyrslunni sagði aksturstölvan að ég hefði verið að eyða 6,8 lítrum á hundraðið.

Inni í þessari keyrslu var um 10 km malarvegaakstur þar sem ekki var verið að hugsa um sparakstur sérstaklega þegar verið var að prófa fjöðrun og grip í beygjum á holóttum malarveginum. Í langkeyrslunni var lítið stigið á bremsur og hjálpaði rafmagnsmótorinn lítið við að spara bensín.

Fjöðrunin kom vel út á malarveginum, en 19 tommu dekkin gáfu litla fjöðrun. Ef mikið er keyrt á möl og í snjó þá væri betra að vera með 17 tommu felgur til að fá mýkri fjöðrun. Á malbikinu koma 19 tommu dekkin vel út og hreinn unaður að beita bílnum ákveðið í beygjum því gripið var svipað og í sportbíl.

Til að ljósin séu alltaf rétt á bílnum í akstri er best að hafa ljósatakkann alltaf svona. Þrjár stillingar
á skiptingunni og aðrar 3 fyrir undirlag.

Mikið lagt upp úr þægindum og öryggi

Bíllinn er hlaðinn aukabúnaði til þæginda bæði fyrir ökumann og farþega, en eins og í flestum bílum er akreinalesari, árekstravari, hiti í stýri, gott útvarp og 12,3 tommu skjár fyrir bakkmyndavél. Fótarými er mjög gott í fram- og miðsætum, en aðeins síðra í öftustu tveim. Það sama gildir um sætin, þau eru öll góð nema öftustu tvö sem mér fannst ekkert gott að sitja í.

Í bílnum er varadekk sem ég kalla „aumingja“, lítið mjótt dekk sem er undir bílnum að aftan, en varadekk samt, því að í flestum Hybrid bílum er ekkert varadekk. Dekkið er ekki staðsett á skemmtilegasta stað því þegar springur hjá manni er alltaf leiðinlegt veður, maður í sparifötunum og að flýta sér.

Séu öftustu tvö sætin niðurfelld er farangursrýmið mjög stórt. Svo stórt að við fyrstu sýn virðist hægt að koma þar golfsetti langsum.

19 tommu dekkin voru ekki að gefa mikla fjöðrun á holóttum malarveginum, plássið leyfir minni felgur.

Lokaorð, fínn bíll og gott að keyra

Það hjálpar örugglega KIA í vinsældunum að það eru ekki margir mínusar sem maður finnur í Sorento. Helst væri það verðið. Sorento kostar frá 8.590.777 upp í 10.990.777, en á móti því kemur 7 ára ábyrgð KIA.

Eini alvarlegi mínusinn er að þessi Hybrid bíll mun hækka í verði um næstu áramót þegar breyt­ing verður á virðisauka­skatti Hybrid bíla á Íslandi. Samkvæmt mínum útreikningum er það hækkun yfir 500.000 og það eru bara tveir mánuðir til áramóta þannig að nú þarf að hugsa hratt, „annaðhvort að kaupa núna eða strax“.

Nánar er hægt að fræðast um KIA Sorento á vefsíðunni www.kia.is.

Helstu mál og upplýsingar:

Þyngd 2.099 kg
Hæð 1.700 mm
Breidd 1.900 mm
Lengd 4.810mm

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.