Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Pálmi Viðar Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur við fyrstu bílunum frá Kristmanni Frey Dagssyni, sölustjóra Öskju.
Pálmi Viðar Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur við fyrstu bílunum frá Kristmanni Frey Dagssyni, sölustjóra Öskju.
Mynd / Bílaleiga Akureyrar
Líf og starf 20. október 2021

Keyptu 70 rafbíla á einu bretti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Höldur-Bílaleiga Akureyrar festi kaup á 70 rafbílum á dögunum, en um er að ræða stærstu einstöku kaup á rafbílum hér á landi.

Fyrirtækið leggur mikla áherslu á orkuskipti í bílaflota sínum, en um 15% bílanna nú eru raf- eða tvinnbílar. Stefnt er að því að fjórðungur bílaflotans verði raf- eða tvinnbílar á næsta ári, að sögn Steingríms Birgissonar, framkvæmdastjóra félagsins.

Bílarnir eru af gerðinni Kia-Niro og er bróðurpartur þeirra, um 60 bílar, þegar komnir til landsins og komnir í útleigu. Steingrímur segir að félagið hafi smám saman verið að fjölga umhverfisvænum bílum í sínum flota og vildu gjarnan gera það hraðar. Það sem hamlar helst er að innviði skorti hér og hvar um landið, við hótel og gististaði vanti fleiri hleðslustöðvar.

Viðskiptavinir vilji gjarnan leigja rafbíla, en enn sem komið er nýtir einungis innlendi markaðurinn þá bíla. Þeir erlendu ferðamenn sem eru á ferð um landið geti ekki nýtt sér þá þar sem ekki er á vísan að róa með hleðslu á gististað. Steingrímur vonar að úr því rætist en Orkusjóður hafi auglýst styrki til gististaða sem vilja byggja upp hleðslustöðvar við fyrirtæki sín.

50 milljónir í hleðslustöðvar

Steingrímur segir að vissulega sé dýrt að koma upp hleðslustöðvum. Höldur-Bílaleiga Akureyrar hefur undanfarin misseri staðið í uppbyggingu á slíkum stöðvum.

Við nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík, í Skútuvogi 8, er búið að setja upp 26 stöðvar en gert ráð fyrir við uppbygginguna að hægt verði að fjölga þeim upp í 100.

Við Reykjavíkurflugvöll voru settar upp 6 hleðslustöðvar og þær eru jafnmargar á Akureyri, en dreifast á þrjá staði.

„Við erum með 38 hleðslustöðvar núna og ljóst að við munum fjölga þeim umtalsvert á næstunni,“ segir Steingrímur. Fjárfesting við uppbygginguna nemur um 50 milljónum króna, en 6 til 8 milljóna króna styrkur fékkst úr Orkusjóði. 

Skylt efni: rafbílar

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...