Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kerlingardalur
Bóndinn 22. febrúar 2018

Kerlingardalur

Í Kerlingardal eru hefðbundin bústörf á jörðinni. Ábúendurnir Karl Pálmason og Victoria Reinholdsdóttir reka auk þess lítið sambýli fyrir fatlaða og hafa gert frá 1997, sem skapar þrjú til fjögur störf. Victoria er grunnskólakennari við Víkurskóla. 
 
Býli:  Kerlingardalur.
 
Staðsett í sveit: Mýrdalshreppi.  
 
Ábúendur: Karl Pálmason og Victoria Reinholdsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Karl, Victoria, Ásrún, Andrea, Eyjólfur, Karl Anders, Olof Jóhann og hundurinn Lappi.
 
Gerð bús? Blandaður búrekstur ásamt rekstri á litlu sambýli fyrir fatlaða.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 380 kindur, 80 holdanautgripir og 14 aliendur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Hefðbundin bústörf eftir árstíðum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Vorið, burðurinn og smölun þegar vel gengur.Leiðinlegust er girðingarvinna í vondu veðri.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaður búskapur ásamt ferðaþjónustu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þurfa að bretta upp ermar á flestum sviðum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi höndla menn að efla hann og þróa.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Geta verið á mörgum sviðum en þarfnast meiri eftirfylgni.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, egg, tyttu­berjasulta og tómatssósa.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kindasteik og nautasteik.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Sauðburður í öskufalli í Grímsvatnagosi.

6 myndir:

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...