Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kerlingardalur
Bærinn okkar 22. febrúar 2018

Kerlingardalur

Í Kerlingardal eru hefðbundin bústörf á jörðinni. Ábúendurnir Karl Pálmason og Victoria Reinholdsdóttir reka auk þess lítið sambýli fyrir fatlaða og hafa gert frá 1997, sem skapar þrjú til fjögur störf. Victoria er grunnskólakennari við Víkurskóla. 
 
Býli:  Kerlingardalur.
 
Staðsett í sveit: Mýrdalshreppi.  
 
Ábúendur: Karl Pálmason og Victoria Reinholdsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Karl, Victoria, Ásrún, Andrea, Eyjólfur, Karl Anders, Olof Jóhann og hundurinn Lappi.
 
Gerð bús? Blandaður búrekstur ásamt rekstri á litlu sambýli fyrir fatlaða.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 380 kindur, 80 holdanautgripir og 14 aliendur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Hefðbundin bústörf eftir árstíðum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Vorið, burðurinn og smölun þegar vel gengur.Leiðinlegust er girðingarvinna í vondu veðri.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaður búskapur ásamt ferðaþjónustu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þurfa að bretta upp ermar á flestum sviðum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi höndla menn að efla hann og þróa.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Geta verið á mörgum sviðum en þarfnast meiri eftirfylgni.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, egg, tyttu­berjasulta og tómatssósa.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kindasteik og nautasteik.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Sauðburður í öskufalli í Grímsvatnagosi.

6 myndir:

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...