Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kerlingardalur
Bærinn okkar 22. febrúar 2018

Kerlingardalur

Í Kerlingardal eru hefðbundin bústörf á jörðinni. Ábúendurnir Karl Pálmason og Victoria Reinholdsdóttir reka auk þess lítið sambýli fyrir fatlaða og hafa gert frá 1997, sem skapar þrjú til fjögur störf. Victoria er grunnskólakennari við Víkurskóla. 
 
Býli:  Kerlingardalur.
 
Staðsett í sveit: Mýrdalshreppi.  
 
Ábúendur: Karl Pálmason og Victoria Reinholdsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Karl, Victoria, Ásrún, Andrea, Eyjólfur, Karl Anders, Olof Jóhann og hundurinn Lappi.
 
Gerð bús? Blandaður búrekstur ásamt rekstri á litlu sambýli fyrir fatlaða.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 380 kindur, 80 holdanautgripir og 14 aliendur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Hefðbundin bústörf eftir árstíðum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Vorið, burðurinn og smölun þegar vel gengur.Leiðinlegust er girðingarvinna í vondu veðri.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaður búskapur ásamt ferðaþjónustu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þurfa að bretta upp ermar á flestum sviðum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi höndla menn að efla hann og þróa.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Geta verið á mörgum sviðum en þarfnast meiri eftirfylgni.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, egg, tyttu­berjasulta og tómatssósa.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kindasteik og nautasteik.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Sauðburður í öskufalli í Grímsvatnagosi.

6 myndir:

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...