Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kenía er mesta mjólkurframleiðsluland Afríku
Á faglegum nótum 13. mars 2019

Kenía er mesta mjólkurframleiðsluland Afríku

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt upplýsingum af vef Food Business Afrika, er Kenía öflugasta og þróaðasta mjólkurframleiðsluland Afríku. Áætluð ársframleiðsla á mjólk er um 5 milljarðar lítra. 
 
Mjólkuriðnaðurinn er mikilvægur hlekkur í efnahagskerfi landsins og sömuleiðis hvað varðar framleiðslu á næringu fyrir landsmenn. Kenía hefur þá sérstöðu meðal Afríkuríkja að vera sjálfu sér nægt um mjólkurframleiðslu og selur auk þess talsvert af mjólkurvörum úr landi. 
 
Mjólkuriðnaðurinn í landinu stendur fyrir um 14% af vergri landbúnaðarframleiðslu og um 6–8% af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt tölum USAID hjálparsamtakanna standa kúabændur beint undir launum um einnar milljónar manna í sveitunum, auk starfa um 500 þúsund landbúnaðarverkamanna og 750.000 afleiddum störfum sem framleiðslunni tengist. 
 
Kenískir kúabændur hafa þurft að takast á við margvíslegar áskoranir á liðnum árum fyrir utan þann vanda sem náttúran býður upp á. Hefur ríkisstjórn landsins m.a. haft uppi áætlanir um að sækja aukna skatta í vasa kúabænda með álagningu virðisaukaskatts. Hefur það vakið litla hrifningu meðal bænda. 
 
Keníabúar neyta mest af mjólkurvörum af öllum íbúum svonefndra þróunarlanda. Samkvæmt könnunum USAID eru Keníabúar almenn mjög jákvæðir gagnvart neyslu á mjólkurvörum. Er þessi staðreynd talin gefa mönnum tilefni til bjartsýni um að mjólkuriðnaðurinn eigi mikla möguleika til frekari þróunar í landinu.  
 
Um ein milljón fjárfesta eiga í Kenía stærstu mjólkurkúahjörð Afríku og er þær mjólkurkýr fleiri en allar mjólkurkýr í Suður-Afríku. Eru þær um 3,5 milljónir talsins. Veltir mjólkuriðnaðurinn í landinu um 2 milljörðum dollara samkvæmt gögnum USAID.
 
Auk mjólkurkúnna eru sagðir vera um 9 milljón zebus nautgripir í landinu, 12 milljón geitur og 900.000 kameldýr. Nautgripir standa fyrir um 88% af mjólkurframleiðslu Kenía en afgangurinn skiptist á kameldýr og geitur. 
Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...

Salmonella í Fellshlíð
Fréttir 12. júní 2025

Salmonella í Fellshlíð

Salmonella hefur greinst á kúabúinu Fellshlíð í Eyjafirði. Matvælastofnun hefur ...

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt...

Nýtt mælaborð í Jörð
Fréttir 11. júní 2025

Nýtt mælaborð í Jörð

Mælaborði hefur verið bætt í skýrsluhaldskerfið Jörð.is og auðveldar það bændum ...

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki
Fréttir 10. júní 2025

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki

Gúmmíiðnaðurinn hefur verið að þróast, m.a. í viðleitni til að minnka kolefnisfó...