Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kenía er mesta mjólkurframleiðsluland Afríku
Á faglegum nótum 13. mars 2019

Kenía er mesta mjólkurframleiðsluland Afríku

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt upplýsingum af vef Food Business Afrika, er Kenía öflugasta og þróaðasta mjólkurframleiðsluland Afríku. Áætluð ársframleiðsla á mjólk er um 5 milljarðar lítra. 
 
Mjólkuriðnaðurinn er mikilvægur hlekkur í efnahagskerfi landsins og sömuleiðis hvað varðar framleiðslu á næringu fyrir landsmenn. Kenía hefur þá sérstöðu meðal Afríkuríkja að vera sjálfu sér nægt um mjólkurframleiðslu og selur auk þess talsvert af mjólkurvörum úr landi. 
 
Mjólkuriðnaðurinn í landinu stendur fyrir um 14% af vergri landbúnaðarframleiðslu og um 6–8% af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt tölum USAID hjálparsamtakanna standa kúabændur beint undir launum um einnar milljónar manna í sveitunum, auk starfa um 500 þúsund landbúnaðarverkamanna og 750.000 afleiddum störfum sem framleiðslunni tengist. 
 
Kenískir kúabændur hafa þurft að takast á við margvíslegar áskoranir á liðnum árum fyrir utan þann vanda sem náttúran býður upp á. Hefur ríkisstjórn landsins m.a. haft uppi áætlanir um að sækja aukna skatta í vasa kúabænda með álagningu virðisaukaskatts. Hefur það vakið litla hrifningu meðal bænda. 
 
Keníabúar neyta mest af mjólkurvörum af öllum íbúum svonefndra þróunarlanda. Samkvæmt könnunum USAID eru Keníabúar almenn mjög jákvæðir gagnvart neyslu á mjólkurvörum. Er þessi staðreynd talin gefa mönnum tilefni til bjartsýni um að mjólkuriðnaðurinn eigi mikla möguleika til frekari þróunar í landinu.  
 
Um ein milljón fjárfesta eiga í Kenía stærstu mjólkurkúahjörð Afríku og er þær mjólkurkýr fleiri en allar mjólkurkýr í Suður-Afríku. Eru þær um 3,5 milljónir talsins. Veltir mjólkuriðnaðurinn í landinu um 2 milljörðum dollara samkvæmt gögnum USAID.
 
Auk mjólkurkúnna eru sagðir vera um 9 milljón zebus nautgripir í landinu, 12 milljón geitur og 900.000 kameldýr. Nautgripir standa fyrir um 88% af mjólkurframleiðslu Kenía en afgangurinn skiptist á kameldýr og geitur. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...