Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Keldudalur
Bærinn okkar 3. nóvember 2016

Keldudalur

Þórarinn er fæddur og uppalinn í Keldudal og tók þátt í bústörfum frá því hann fór að ganga. Guðrún er fædd og uppalin á Kirkjubæjarklaustri II á Síðu. 
 
Eftir útskrift úr Búvísindadeildinni á Hvanneyri árið 1991 fluttum við í Hóla en árið 1993 byggðum við íbúðarhús í Keldudal. Við stofnuðum einkahlutafélag, Keldudal ehf., um búreksturinn og jörðina árið 1996 með Leifi og Kristínu.
 
Við eign­uðumst hlutafélagið að fullu árið 2006. Nautahús var byggt 1994, fjósinu var breytt í lausagöngu árið 1999 og byggt var kálfahús og settur upp 2x5 mjaltabás árið 2000. Byggðir voru við fjósið 30 básar og burðaraðstaða árið 2002. Byggðum 1.800 rúmmetra mykjutank árið 2012. Byggðum 300 fermetra gjafaaðstöðu og korngeymslu árið 2015 og settum upp fóðurblandara og færibönd sem flytja heyið úr blandaranum á fóðurgang hjá kúm og nautum. 
 
Fengum hitaveitu í öll hús árin 2013–14. Á þessum 20 árum hefur mjólkurframleiðslan rúmlega þrefaldast. Byggðum við íbúðarhúsið árið 2007. Byggðum sumarhús á 2 hæðum til útleigu árið 2002 og keyptum gamalt uppgert íbúarhús af Kristínu árið 2014, einnig til útleigu fyrir ferðamenn. 
 
Býli: Keldudalur.
 
Staðsett í sveit:  Hegranesi í Skagafirði.
 
Ábúendur: Guðrún Lárusdóttir og Þórarinn Leifsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þrjú börn, Þórdís, búvísindanemi á Hvanneyri, Sunna, framhaldsskólanemi í FNV og Þorri, grunnskólanemi. Kristín, mamma Tóta, býr einnig á bænum.
Tveir íslenskir fjárhundar, Stokk-Sels Snjó Lína og Gerplu Einir Fróði.
 
Stærð jarðar?  130 ha.
 
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 60 mjólkurkýr auk kálfa, kvígna og geldneyta, 130 fjár, 14 reiðhross, 16 geitur, kanínur og heimilishænur. Auk þess um 1.500 ferðamenn á ári.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Farið í morgunmjaltir milli kl. 6 og 7. Ýmiss konar útréttingar og bókhald eftir morgunkaffið. Síðan það sem hæst ber hverju sinni, getur t.d. verið rúningur, tilhleypingar, sauðburður, fjárrag, jarðvinnsla, dreifa skít eða áburði, heyskapur, þrif eftir ferðamenn, færa til nautgripi, girðingarvinna, taka til, mála og þrífa útihús. Tóti sér um viðhaldið og Gunna um bókhaldið. Vinnudagurinn endar með því að Tóti lítur eftir kúnum um ellefuleytið.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Margt leiðinlegt, en sem betur fer miklu fleira skemmtilegt. Tóta finnst flest allt skemmtilegt.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mjólkurframleiðslan heldur áfram að aukast en óljóst með kjötframleiðsluna. Líklegt að ferðamönnum fjölgi. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Hagsmunagæsla bænda er vinna sem sífellt færri nenna að sinna en margir eru tilbúnir að gagnrýna.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef hægt verður að halda innflutningi á verksmiðjuframleiddum matvælum í lágmarki. Þó svo að íslenskir neytendur vilji halda tryggð við íslenskt þá hafa þeir lítið um það að segja í raun. Stórmarkaðir, innflutningsfyrirtæki, mötuneyti og veitingahúsin taka gjarnan sína hagsmuni fram yfir hagsmuni neytenda.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í framtíðinni verður næg eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarvörum vegna gæða þeirra og hreinleika. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Of langt mál að telja það allt upp. 
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað ærfille, lambahryggur og pitsa.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er svo margt eftirminnilegt en litlu sigrarnir gleðja mest.

4 myndir:

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...