Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá vinstri: Kristján G. Kristjánsson, Bergsveinn Símonarson, Magnús Helgi Sigurðsson,Thorvald Imsland, Níels Viðar Hjaltason, Ingólfur Þ. Baldvinsson, Björn Christiansen, Jón Magnússon og Tómas Kristinsson.
Frá vinstri: Kristján G. Kristjánsson, Bergsveinn Símonarson, Magnús Helgi Sigurðsson,Thorvald Imsland, Níels Viðar Hjaltason, Ingólfur Þ. Baldvinsson, Björn Christiansen, Jón Magnússon og Tómas Kristinsson.
Mynd / HKr.
Líf og starf 3. mars 2015

Kátt á hjalla í 25 ára afmæli MFK

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna (MFK) hélt upp á 25 ára afmæli sitt á Hótel Reykjavík Natura laugardaginn 14. febrúar, en áður hafði verið haldinn aðalfundur þar sem stjórnin var að mestu endurkosin. 
 
Fyrr um daginn var haldinn aðalfundur félagsins og þar  var kosin stjórn til eins árs. Þar var Halldór Jökull Ragnarsson endurkjörinn formaður, Oddur Arnórsson varaformaður, Magnús Friðbergsson ritari og meðstjórnandi Kristján Kristjánsson. Varamenn eru Þorsteinn Þórhallsson, formaður fagkeppnisnefndar, Kjartan Bragason og einnig er Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson meðreiðarsveinn stjórnarmanna. 
 
Komnir með svarta kúluhatta
 
Halldór formaður þakkaði traustið og fjölda gjafa sem félaginu hafði borist í tilefni af afmælinu. Það vakti athygli gesta að kjötiðnaðarmeistararnir voru flestir með svarta kúluhatta á höfði. Halldór segir að ákveðið hafi verið að taka upp þennan höfuðfatnað í stað hvítu hattanna sem flestir þekkja, en þessi siður er sóttur til kolleganna í Danmörku og í Bretlandi. Hann segir að kúluhattarnir verði þó einungis notaðir við hátíðleg tækifæri. Þá er meiningin að bæta einnig við hátíðarbúning kjötiðnaðarmanna á næsta ári, en þá munu þeir íklæðast blaser-jökkum og með bindi með merki félagsins. 
 
Kjartan Bragason, fyrrverandi formaður, segir að félagsskapurinn snúist einkum um að efla fagmennsku í greininni, en um leið sé þetta vettvangur fyrir kjötiðnaðarmeistara til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Það skipti miklu máli. Liður í því er að félagsmenn ferðast um allt land með grillvagn Landssambands sauðfjárbænda og grilla lambakjöt á bæjarhátíðum og á ýmsum öðrum samkomum. Fyrsti grilldagur þeirra félaga er einmitt um næstu helgi í tengslum við setningu Búnaðarþings. Segir Kjartan það vera bæði félagsmönnum í hag og bændum, en góð kynning á lambakjötinu skipti stétt kjötiðnaðarmanna miklu máli. 
 
Þrem fyrrv. formönnum veitt gullmerki félagsins
 
Í lögum MFK er ákvæði um að félagið veiti gullmerki fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Að þessu sinni fengu eftirtaldir gullmerki MFK:     
Björk Guðbrandsdóttir, en hún var formaður félagsins 2004–2008 og er í dag ritari fagkeppnisnefndar.
Kjartan Bragason, en hann var formaður MFK 2010 til 2014 og situr nú í varastjórn félagsins og er tengiliður félagsins við Landssamband sauðfjárbænda. 
Níels Hjaltason, en hann var formaður MFK frá 2000 til 2004. Hann er nú annar tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins. 
Þegar Halldór formaður hafði lokið við að næla gullmerkjum í jakkaboðunga, voru aðrir heiðursfélagar MFK og handhafar gullmerkja sem á samkomunni voru líka kallaðir upp á svið.

7 myndir:

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...