Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigrún Sigurðardóttir, Óskar Þór Óskarsson, séra Gunnar Jóhannesson og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands. Myndir / ÓÞÓ
Sigrún Sigurðardóttir, Óskar Þór Óskarsson, séra Gunnar Jóhannesson og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands. Myndir / ÓÞÓ
Líf og starf 5. september 2019

Kapella vígð að Stóragerði í Ölfusi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Séra Gunnar Jóhannesson og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígðu þann 11. ágúst kapellu að Stóragerði í Ölfusi. Kapellan tekur tuttugu manns í sæti og verður hún opin gestum og gangandi sem vilja heimsækja hana. Altaristaflan í kapellunni er gluggi sem sýnir guðsgræna sköpunarverkið fyrir utan.

Hjónin Óskar Þór Óskarsson og Sigrún Sigurðardóttir hafa um tíma gengið með þá hugmynd í maganum að reisa kapellu á jörðinni Stóragerði í Ölfusi.

Kapellan að Stóragerði.

„Hugmyndin kom til mín á sólríkum sumarmorgni og konan tók vel í hana og við hófum framkvæmdir fyrir alvöru haustið 2017 og kapellan kláruð og fullbúin og vígð í sumar.“

Óskar segir að bygging kapellunnar sé ekki endilega trúarleg en að það hafi alltaf verið talið gott að eiga guðshús. „Fyrst eftir að hugmyndin kom upp var bygging kapellunnar áhugamál okkar hjónanna. Sumir spila golf, skera út eða fara á skíði en við ákváðum að byggja kapellu til að stytta okkur stundir eftir að við hættum að vinna.“

Hönnun kapellunnar er þeirra hjóna og ekki unnin eftir teikningu og segir Óskar að hönnunin hafi lítið sem ekkert breyst frá því að bygging hennar hófst. „Efnið í kapelluna er að mestu afgangsefni og endurunnið úr öðrum byggingum.

Hugmyndin er að kapellan verði öllum opin sem vilja koma og skoða hana eða setjast niður í ró og fara með bæn.“

Altaristaflan er úr gleri og sýnir sköpunarverkið fyrir utan.

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.