Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar á Hesti (annar frá vinstri), ásamt Guðbjörgu, Jónasi og Guðmundi Jóhannesbörnum, sem fengu verðlaun fyrir besta nautið í árgangi 2013.
Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar á Hesti (annar frá vinstri), ásamt Guðbjörgu, Jónasi og Guðmundi Jóhannesbörnum, sem fengu verðlaun fyrir besta nautið í árgangi 2013.
Mynd / Íris Þórlaug Ármannsdóttir
Fréttir 30. apríl 2021

Jörfi frá Jörfa í Borgarbyggð stendur nú hæstur allra nauta í kynbótamati

Höfundur: GJ - HKr.

Í síðustu viku afhenti Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nauta­stöðvarinnar, verðlaun fyrir besta nautið fætt 2013. Eins og kunnugt er hlaut Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð þessa nafnbót en afhending verðlaunanna hefur tafist vegna COVID-19 faraldursins. Það var því ekki fyrr en nú sem verðlaunin voru afhent þeim systkinum og ræktendum Jörfa, Jónasi, Guðbjörgu og Guðmundi Jóhannesarbörnum.

Segja má að tímasetningin hafi hins vegar verið með ágætum því kýrnar á Jörfa eru nýfluttar í nýtt legubásafjós sem börn Jónasar byggðu en þau hafa nú tekið við búrekstri á Jörfa. Sveinbjörn sagði við þetta tækifæri að Jörfi væri eitt þeirra fáu nauta sem næði þeim vinsældum meðal bænda að sæði úr honum kláraðist. Það er í góðu samræmi við gæði Jörfa sem endurspeglast kannski hvað best í dómsorðum hans:

„Dætur Jörfa eru fremur mjólkurlagnar með há efnahlutföll í mjólk. Þetta eru meðalstórar og háfættar kýr, bolgrunnar, ekki útlögumiklar en yfirlína er bein. Malirnar eru fremur grannar, beinar og nokkuð flatar. Fótstaða er nokkuð bein og gleið. Júgurgerðin er frábær, geysimikil festa, áberandi júgurband og júgrin einstaklega vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilegir að lengd og þykkt og mjög vel settir. Mjaltir þessara kúa eru í góðu meðallagi og gallar í mjöltum fátíðir. Skapið er um meðallag.“

Jörfi frá Jörfa.

Hæstur allra nauta í kynbótamati

Þess má geta að Jörfi stendur nú hæstur allra nauta í kynbótamati fyrir júgur og endingu og er eitt af alhæstu nautum í heildareinkunn. Jörfi var undan hinu mikla kynbótanauti Birtingi 05043 Gústu 643 Skurðsdóttur 02012. Gústa var fædd á Brúnastöðum í Flóa en keypt sem kvíga að Jörfa þar sem hún ól sinn fyrsta kálf. Jörfi á því ekki langt að sækja afbragðsgóða júgurgerð og góða byggingu en þess má geta að móðuramma hans, Þvara 500 á Brúnastöðum, fékk á sínum tíma 92 stig í útlitsdómi sem þótti á þeim tíma einstakt.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Nautastöð BÍ óska Jónasi, Guðbjörgu og Guðmundi innilega til hamingju og senda þeim sínar bestu kveðjur og þakkir fyrir ræktun Jörfa fyrir hönd íslenskra kúabænda. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...