Fyrstu nautin fædd 2017 komin í framhaldsnotkun
Nýtt kynbótamat var keyrt núna í mars að loknu uppgjöri skýrslna fyrir febrúar. Fagráð í nautgriparækt ákvað í kjölfarið að gera nokkrar breytingar á reyndum nautum í dreifingu. Eldri kappar í þeim hópi hverfa úr notkun enda búnir að vera lengi í dreifingu og inn koma ný og efnileg naut.