Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jarðarber – gómsæt uppskera
Á faglegum nótum 4. september 2018

Jarðarber – gómsæt uppskera

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ein af þeim krásjurtum sem rækta má með góðum árangri hér á landi eru jarðarber. Ræktun þeirra krefst að vísu góðra skilyrða eða vermireits ef uppskeran á að vera góð, en þeir sem ná góðum árangri geta fengið góða uppskeru.

Nú er upplagður tími til að undirbúa jarðarberjaræktun næsta árs með því að fá græðling eða renglu hjá nágrannanum, vini eða bara kaupa plöntu í næstu gróðrarstöð.

Þurfa sól

Þegar rækta á jarðarber þarf fyrst að huga að staðsetningunni. Berin þurfa mikla sól, því meiri sól, því meiri uppskera. Jarðvegurinn má heldur ekki vera of þurr og nauðsynlegt er að vökva reglulega í þurrkatíð. Plönturnar þola samt ekki að standa þar sem vatn safnast fyrir því að þá fúna ræturnar og skemmast.

Gróðursetja skal plönturnar með tuttugu til þrjátíu sentímetra millibili og gæta þess að setja þær ekki of djúpt. Byrja skal á því að grafa holur og bleyta jarðveginn vel áður en plönturnar eru gróðursettar.

Jarðarberjaplöntur gefa yfirleitt best af sér á öðru ári og ekki er ráðlegt að nýta plönturnar lengur en fjögur til fimm ár. Með því að þreifa rótarhálsinn má finna hvað plantan er orðin gömul. Harður og trénaður rótarháls gefur til kynna að hún sé komin til ára sinna og rétt að skipta um plöntu.

Umhirða og áburður

Jarðarberjarækt krefst nokkurrar natni. Það verður að reyta burt allt illgresi um leið og það stingur upp kollinum og gera ráðstafanir til að verja berin fyrir sniglum og jafnvel geitungum. Gott er að gefa plöntunum áburð að minnsta kosti tvisvar yfir sumarið, á vorin og um miðjan júlí því á haustin þroska plönturnar blómvöxt næsta árs og þá kemur áburðurinn sér vel.

Taka má renglur af plöntum og gróðursetja þær í reit þar sem þær eru geymdar yfir veturinn, þannig verða alltaf nýjar plöntur til gróðursetningar á hverju vori. Móðurplantan má ekki mynda of margar renglur því að það dregur úr magni berja. Renglur sem ekki á að framrækta er best að klippa burt reglulega allt sumarið.

Uppskera og geymsla

Berin eru viðkvæm og því verður að vanda til verka þegar þau eru tínd. Taka skal varlega um stilkinn fyrir ofan berið og toga það varlega af stilknum og honum snúið um leið. Ef geyma á berin er gott að tína þau snemma morguns eða á svölum skýjuðum degi. Ber sem tínd eru þegar heitt er í veðri merjast frekar og geymast verr. Ber sem hafa verið tínd á réttan hátt má geyma í ísskáp í nokkra daga.

Ef frysta á berin á að skola þau vel með því að láta vatn renna á þau í sigti. Síðan eru berin lögð á eldhúspappír og látin þorna. Því næst er þeim komið fyrir í íláti og smávegis af sykri er stráð yfir, ílátinu lokað og hrist varlega. Að lokum er ílátið sett í frysti.

Haft er eftir enskum sautjándu aldar rithöfundi að Guð hefði eflaust getað skapað betri ber en jarðarber en einfaldlega ekki gert það.

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...