Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Iveco 4X4 Crew Cab er fær í flestan sjó.
Iveco 4X4 Crew Cab er fær í flestan sjó.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 7. ágúst 2018

Iveco er tilbúinn í torfærur og vatnasull

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í bílaprófunum mínum hef ég stundum farið í furðulegar og tilgangslausar prófanir á ýmsum farartækjum samanber mótorhjól, buggy-bíla og fleira. Fyrir nokkru ók ég fram hjá Kraftvélum og sá þar fyrir utan mikið breyttan pallbíl og datt í hug hvort ég mætti prófa „dýrið“? Um var að ræða vel útbúinn 40 tommu breyttan, 4X4, Ieco, sjö manna trukk. Óskar Sigmundsson, sölufulltrúi atvinnubifreiða hjá Kraftvélum, tók beiðni minni vel og lánaði mér bílinn eina helgi til prufuaksturs.
 
Þarf meirapróf eða gamla ökuskírteinið til að keyra bílinn
 
Það fyrsta sem ég sá þegar ég kom inn í bílinn var að í honum var akstursmælir (akstursskífa), en kortið mitt var í vinnubílnum svo að ég ók honum allan tímann án korts. Fyrir þann sem hefur tekið bílpróf eftir 1994 þarf hann að auka sín réttindi  til að mega keyra þennan bíl, en þeir sem eru með „gamla prófið“ (ökuréttindi frá fyrir 1994) mega aka bílnum þar sem leyfileg hleðsla bílsins er undir fimm tonnum. Allir bílar sem eru með akstursskífu eiga að vera innsiglaðir á vissan hraða og ef bíllinn er notaður í útselda vinnu þá verður að vera aksturskort í tækinu. Þar sem ég var bara að prófa bílinn taldi ég mig vera réttum megin við lögin með því að prufa bílinn án kortsins.
 
Þægilegur fyrir bílstjórann en frekar hastur fyrir aðra farþega
 
Alls ók ég bílnum rúmlega 70 km á mismunandi vondum og torfærum vegum. Eins og oft áður bauð ég konunni með í prufuaksturinn, en hún prjónar mikið þegar hún situr sem farþegi í bíl, sérstaklega þegar eknir eru malarvegir, en í þessum bíl var lítið prjónað vegna þess að það einfaldlega gekk ekki vegna þess hvað bíllinn var hastur á bögglagrjótsslóðanum sem ég ók. Hins vegar var sæti bílstjórans fínt og ég fann varla neitt fyrir holum og hvörfum í veginum sem frúin kvartaði undan (ég mæli með að fá í bílinn fjaðrandi sæti fyrir farþega í framsætinu sem aukabúnað sem er í boði). Á malbiki var þetta mun betra og leið bíllinn áfram á sléttu malbiki svipað og aðrir bílar fyrir utan að maður sat töluvert hærra og óþægilega mikill hvinur frá 40 tommu dekkjunum.
 
Vel útbúinn og lipur
 
Þó að Iveco sé innsiglaður á hámarkshraðann 90 km á klukkustund er hann ótrúlega lipur í akstri. Beygjuradíus er góður við þröngar aðstæður miðað við stærð bílsins. Séreinkenni bílsins er að fást við erfiðar torfærur og að draga þungt (þó má hann ekki draga þyngri kerru en 3.500 kg á þeirri 50 mm  dráttarkúlu sem hann er með). Gírkassinn er með hátt og lágt drif með aukaúrtak fyrir t.d glussadælu fyrir krana. Einnig er í honum skriðgír sem er enn hægari og prófaði ég að gíra bílinn upp í efsta gír í lága drifinu og var hann þá á 50 km hraða í efsta gír. Bíllinn er að öllu jöfnu í fjórhjóladrifinu, en hægt er að læsa drifinu í mælaborðinu, en sú læsing er glussastýrð (ekki eins og í flestum bílum, þ.e. rafmagnslæsing). Sé til dæmis verið að fara yfir mjög vatnsmikla á þá er hægt að slökkva á kæliviftunni handvirkt í smá tíma (pípir í mælaborðinu á meðan), en þetta er til að maður skemmi ekki viftubúnaðinn. Í miklu vatnasulli er hætta á að vatn komist inn á drif, en í Iveco er öndunin tengd inn í grindina á bílnum þannig að sáralítil hætta er á að vatn komist inn í drifin.
 
Vél og helsti búnaður
 
Iveco er stærsti og þyngsti bíll sem ég hef keyrt sem er með brekkubremsuaðstoð (hill holder assistance) sem getur komið sér vel bæði í umferð og í torfærum. Grunnverðið á Iveco Crew Cab er 11.147.600 kr. (8.990.000 kr. án vsk.). Vélin er 3,0 lítra og skilar 170 hestöflum og togi upp á 430 Nm. Bíllinn sem prófaður var er lengdur og á stærri dekkjum, með aukaljós og fleira sem gert var hjá Arctic Trucks fyrir um þrjár milljónir aukalega. Kostar þá þessi bíll sem prófaður var 15.066.000 kr. (12.150.000 án vsk.).
Allar nánari upplýsingar um bílinn má nálgast á vefsíðunni www.kraftvelar.is eða að hafa beint samband við Óskar sölumann sem veitir allar upplýsingar.
 
Helstu mál (óhefðbundin):
 
Þyngd 5.500 kg
 
Burðargeta 2.260 kg
 
Dráttargeta 3.500 kg
 
Hæð undir lægsta punkt 32 cm
 
 

6 myndir:

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...