Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Iveco 4X4 Crew Cab er fær í flestan sjó.
Iveco 4X4 Crew Cab er fær í flestan sjó.
Mynd / HLJ
Fræðsluhornið 7. ágúst 2018

Iveco er tilbúinn í torfærur og vatnasull

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í bílaprófunum mínum hef ég stundum farið í furðulegar og tilgangslausar prófanir á ýmsum farartækjum samanber mótorhjól, buggy-bíla og fleira. Fyrir nokkru ók ég fram hjá Kraftvélum og sá þar fyrir utan mikið breyttan pallbíl og datt í hug hvort ég mætti prófa „dýrið“? Um var að ræða vel útbúinn 40 tommu breyttan, 4X4, Ieco, sjö manna trukk. Óskar Sigmundsson, sölufulltrúi atvinnubifreiða hjá Kraftvélum, tók beiðni minni vel og lánaði mér bílinn eina helgi til prufuaksturs.
 
Þarf meirapróf eða gamla ökuskírteinið til að keyra bílinn
 
Það fyrsta sem ég sá þegar ég kom inn í bílinn var að í honum var akstursmælir (akstursskífa), en kortið mitt var í vinnubílnum svo að ég ók honum allan tímann án korts. Fyrir þann sem hefur tekið bílpróf eftir 1994 þarf hann að auka sín réttindi  til að mega keyra þennan bíl, en þeir sem eru með „gamla prófið“ (ökuréttindi frá fyrir 1994) mega aka bílnum þar sem leyfileg hleðsla bílsins er undir fimm tonnum. Allir bílar sem eru með akstursskífu eiga að vera innsiglaðir á vissan hraða og ef bíllinn er notaður í útselda vinnu þá verður að vera aksturskort í tækinu. Þar sem ég var bara að prófa bílinn taldi ég mig vera réttum megin við lögin með því að prufa bílinn án kortsins.
 
Þægilegur fyrir bílstjórann en frekar hastur fyrir aðra farþega
 
Alls ók ég bílnum rúmlega 70 km á mismunandi vondum og torfærum vegum. Eins og oft áður bauð ég konunni með í prufuaksturinn, en hún prjónar mikið þegar hún situr sem farþegi í bíl, sérstaklega þegar eknir eru malarvegir, en í þessum bíl var lítið prjónað vegna þess að það einfaldlega gekk ekki vegna þess hvað bíllinn var hastur á bögglagrjótsslóðanum sem ég ók. Hins vegar var sæti bílstjórans fínt og ég fann varla neitt fyrir holum og hvörfum í veginum sem frúin kvartaði undan (ég mæli með að fá í bílinn fjaðrandi sæti fyrir farþega í framsætinu sem aukabúnað sem er í boði). Á malbiki var þetta mun betra og leið bíllinn áfram á sléttu malbiki svipað og aðrir bílar fyrir utan að maður sat töluvert hærra og óþægilega mikill hvinur frá 40 tommu dekkjunum.
 
Vel útbúinn og lipur
 
Þó að Iveco sé innsiglaður á hámarkshraðann 90 km á klukkustund er hann ótrúlega lipur í akstri. Beygjuradíus er góður við þröngar aðstæður miðað við stærð bílsins. Séreinkenni bílsins er að fást við erfiðar torfærur og að draga þungt (þó má hann ekki draga þyngri kerru en 3.500 kg á þeirri 50 mm  dráttarkúlu sem hann er með). Gírkassinn er með hátt og lágt drif með aukaúrtak fyrir t.d glussadælu fyrir krana. Einnig er í honum skriðgír sem er enn hægari og prófaði ég að gíra bílinn upp í efsta gír í lága drifinu og var hann þá á 50 km hraða í efsta gír. Bíllinn er að öllu jöfnu í fjórhjóladrifinu, en hægt er að læsa drifinu í mælaborðinu, en sú læsing er glussastýrð (ekki eins og í flestum bílum, þ.e. rafmagnslæsing). Sé til dæmis verið að fara yfir mjög vatnsmikla á þá er hægt að slökkva á kæliviftunni handvirkt í smá tíma (pípir í mælaborðinu á meðan), en þetta er til að maður skemmi ekki viftubúnaðinn. Í miklu vatnasulli er hætta á að vatn komist inn á drif, en í Iveco er öndunin tengd inn í grindina á bílnum þannig að sáralítil hætta er á að vatn komist inn í drifin.
 
Vél og helsti búnaður
 
Iveco er stærsti og þyngsti bíll sem ég hef keyrt sem er með brekkubremsuaðstoð (hill holder assistance) sem getur komið sér vel bæði í umferð og í torfærum. Grunnverðið á Iveco Crew Cab er 11.147.600 kr. (8.990.000 kr. án vsk.). Vélin er 3,0 lítra og skilar 170 hestöflum og togi upp á 430 Nm. Bíllinn sem prófaður var er lengdur og á stærri dekkjum, með aukaljós og fleira sem gert var hjá Arctic Trucks fyrir um þrjár milljónir aukalega. Kostar þá þessi bíll sem prófaður var 15.066.000 kr. (12.150.000 án vsk.).
Allar nánari upplýsingar um bílinn má nálgast á vefsíðunni www.kraftvelar.is eða að hafa beint samband við Óskar sölumann sem veitir allar upplýsingar.
 
Helstu mál (óhefðbundin):
 
Þyngd 5.500 kg
 
Burðargeta 2.260 kg
 
Dráttargeta 3.500 kg
 
Hæð undir lægsta punkt 32 cm
 
 

6 myndir:

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...