Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Íslenskt hráefni með indverskum áhrifum
Matarkrókurinn 10. október 2014

Íslenskt hráefni með indverskum áhrifum

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Víða um lönd er hefð fyrir því að nota ódýrt hráefni með fínni og dýrari hráefnum. Þá verða gjarnan til „verkamannaréttir“ sem verða að uppáhaldsréttum fólks úr öllum stéttum. Þannig mótast matarhefðin í hverju landi fyrir sig – nærtækt er að nefna ítölsku pitsumenninguna eða amerísku hamborgarana.

Hér gerum við indverskt brauð með steik og er það frábær leið til að láta afganga verða að veislu fyrir bragðlaukana. Hægt er að nota hvaða kjöt sem er en það er upplagt að bræða saman ólíkar matarhefðir og gera skemmtilegan og ódýran málsverð.

Ég ætla líka að leggja til uppskrift að mjaðmasteik úr lambi. Lambamjöðm úr læri er bragðgóður vöðvi sem er frábær í eldun, í leirpotti eða í gamla steikarpottinum og þá er gufusteiking málið. Soðið er upplagt í sósuna.

Naan-samloka með Brie-osti, nautasteik og mangó chutney
Hráefni:
1 nautasteik, þunnt skorin í sneiðar
2 stykki Naan brauð (sjá uppskrift)
1 msk. hvítlaukssmjör
4 msk. mangó chutney
4 Brie-ostur, skorinn í sneiðar
Salat að eigin vali
Aðferð
Steikið nautakjötið á snarpheitri pönnu í um 2 mín. á hvorri hlið. Látið hvíla fyrir skurð í nokkrar mínútur.
Pönnusteikið  Naan-brauðið, smyrjið með þunnu lagi af smjöri. Setjið tvær matskeiðar af mangó chutney  á aðra hlið á Naan brauðinu. Svo ostinn og steikina ásamt  salati. Það má gjarnan tína fleira til úr kælinum, t.d. sveppi eða beikon.


Naan-brauð
Hráefni:
150 ml mjólk
10 g sykur (má sleppa)
10 g þurrger
450 g hveiti
3 g salt
5 g lyftiduft
30 g olía
150 g  jógúrt eða ab-mjólk
1 stk. egg
Aðferð
Allt hnoðað saman og látið hefast í 30 mín. Fletjið út í þunnar kökur og steikið á pönnu við háan hita báðum megin. Penslið með hvítlaukssmjöri fyrir framreiðslu.
Lambamjöðm úr læri með indverskum kryddum
Hráefni:
6–800 g lambamjöðm úr læri
2 tsk. ferskt  túrmerik
1/2 tsk. chilikrydd
2 tsk. cumin
3 hvítlauksrif
1 rautt chili (með eða án fræja)
3 cm af ferskri engiferrót, afhýdd og   skorin gróft
Safi úr 1 sítrónu
Maldonsalt eftir smekk
Aðferð
Takið til kryddið og merjið í morteli eða matvinnsluvél.
Nuddið maukinu vel í kjötið, snöggsteikið kjötið á pönnu í stuttan tíma og setjið svo í leirpott (eða ofnpott). Gufusteikið með ögn af vatni í botninum. Steikið í 60–90 mín. eftir smekk. Að lokum er kjötið sett undir grillið og steikt áfram í 15–20 mín til að kjötið fái gulbrúnan lit.
Bætið í pottinn kartöflusmælki og gulrótum rétt áður en kjötið er tilbúið. Setjið lokið á og látið grænmetið gufusjóðast í 20 mín. Bætið svo vorlauk út í til að fá fallegan grænan lit. Framreiðið með sósu að eigin vali eða bara jógúrt með hvítlauk.

4 myndir:

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...