Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslensk sauðfjárrækt og kolefnisspor
Mynd / Bbl
Fréttir 23. september 2020

Íslensk sauðfjárrækt og kolefnisspor

Höfundur: Sveinn Hallgrímsson og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson

Í Bændablaðinu 20. ágúst er fjallað um skýrslu Environice um ,,Sauðfjárrækt og loftlagsmál“ (Birna Sigrún Hallsdóttir og Stefán Gíslason 2017). Í skýrslunni er gerð tilraun til að reikna kolefnisspor íslenskrar sauðfjárræktar. Þau nota skammstöfunina GHL um eftirfarandi lofttegundir: Koldíoxið(CO2), metan (CH4), glaðloft (N2O), vetnisflúorkolefni (HFC), perflúorkolefni (PFC), brennisteins­hexaflúor (SF6), og köfnunar­efnistriflúorið (NF3). Hér á eftir er átt við þessar lofttegundir þegar skammstöfunin GHL kemur fyrir.

Á að reikna losunina kg á kg? Sigrún og Stefán reikna losunina kg á kg, það er kg GHL á framleitt kg kindakjöts. Er það vísindaleg nálgun að nota skilgreininguna á losun kg/kg, þegar borin er saman losun á kg kjöts og t. d. grænmetis, sem dæmi? Er ekki réttara að tala um losun á kg næringarefna, á orkueiningu eða kg þurrefnis?

Næringarefnin hafa mismikla orku og mismunandi innihald hinna ýmsu næringarefna, til dæmis próteins. Prótein er lífsnauðsynlegt næringarefni fyrir vaxandi ungviði, og reyndar fyrir okkur öll. Verð á próteini á heimsmarkaði er mun hærra en á kolvetnum, svo tekið sé dæmi. Spyrja má líka hvort verðmeta eigi fæðutegundir út frá næringargildi við mat á kolefnisspori fæðu. Það verður ekki gert í þessari grein. Hins vegar er ætlunin að skoða orkuinnihald, þurrefnisinnihald og prótein í mismunandi fæðutegundum. Skoðum lambakjöt og grænmeti (Næringartöflur 2003). Þessar fæðutegundir eru teknar hér til samanburðar þar sem algengt er að heyra sagt, að kolefnisspor „grænmetis“ sé miklu lægra en kjöts. Grænmeti sé umhverfisvænni afurð fæðutegund en kjöt. Þá er átt við losun GHL á kg kjöts og á kg grænmetis.

Kolefnisspor á næringargildi

Ekki er hægt að bera saman kolefnis­­spor á kg kjöts og kg grænmetis. Kjöt, einkum rautt kjöt, er hágæða prótein fæða, auk þess að vera steinefnarík og innihalda vítamín og t. d. járn í ríkum mæli.

Það hlýtur því að vera krafa við samanburð á kolefnisspori fæðu­tegunda að borið sé saman næringargildi, ekki bara kg á móti kg. Þá er ljóst að til að hægt sé að halda því fram að grænmeti sé ,,umhverfisvænna“ en kindakjöt, þarf kolefnisspor þess að vera minni en 1/7,76 eða 12,9% af kolefnisspori kindakjöts sé samanburðurinn á grundvelli orku! Kolefnisspor á próteineiningu í grænmeti þarf sömuleiðis að vera minna en 1/8,52, eða 11,7 % af kolefnisspori kindakjöts. Þá verður líka að spyrja; hvernig á að verðleggja næringargildi kolvetna, próteins og annara næringarefna í slíkum samanburði?

Lambakjöt; Tekið er meðaltal af súpukjöti, læri og hrygg.
Grænmeti; Tekið er meðaltal af rauðri papriku, grænkáli og gulrót.
Þegar litið er á þessar tölur hér að ofan sést að
orka er 7,76 sinnum meiri í kindakjöti en í grænmeti.
Prótein er 8,52 sinnum meira í kindakjöti en í grænmeti.
Þurrefni er 3,41 sinnum meira í kindakjöti en í grænmeti.

Tilvitnanir:
Birna Sigrún Hallsdóttir og Stefán Gíslason 2017. Sauðfjárrækt og loftslagsmál. Fjölrit 24 bls.
Næringartöflur, næringargildi matvæla. 5. Útgáfa 2003
Sveinn Hallgrímsson og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson: Íslensk sauðfjárrækt og kolefnisspor hennar, Bændablaðið 26. árg., 16. tbl. 2020. Bls. 43


Höfundar:

Sveinn Hallgrímsson
er dr. sient í kynbótafræði og fyrrverandi ráðunautur í sauðfjárrækt

Eyjólfur Kristinn Örnólfsson
er líffræðingur frá HÍ og kennari við LbhÍ

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...