Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Starfsfólk Haga og þeirra átta frumkvöðlafyrirtækja sem fengu styrk úr nýsköpunarsjóðnum „Uppsprettunni“, þegar tilkynnt var um styrkina á dögunum.
Starfsfólk Haga og þeirra átta frumkvöðlafyrirtækja sem fengu styrk úr nýsköpunarsjóðnum „Uppsprettunni“, þegar tilkynnt var um styrkina á dögunum.
Mynd / Hagar
Fréttir 6. ágúst 2021

Íslensk matvælaframleiðsla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hagar hafa veitt átta frumkvöðla­fyrirtækjum styrk að verðmæti 11 milljóna króna til að vinna að nýsköpunarverkefnum í matvælaiðnaði.

Peningarnir koma úr nýsköpunarsjóðnum „Uppspretta“ hjá Högum, sem hefur það markmið að styðja við frumkvöðla til þróunar og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu. Alls bárust tugir umsókna um styrk í sjóðinn og valdi matsnefnd átta verkefni til styrkveitingar.

Verkefnin sem hlutu styrkveitingu eru eftirfarandi:

  • The Optimistic Food Group framleiðir ferskar og góðar grænkeravörur. Þeirra fyrsta vara á markað verður Happyroni.
  • Responsible Foods vinnur að framleiðslu á ostasmánaslinu Crunchy Toppers sem er framleitt með nýstárlegri tækni og eykur nýtingu á hráefnum við framleiðslu á þurrkuðu ostanasli.
  • Vegangerðin framleiðir matvörur sem innihalda engar dýraafurðir úr nærumhverfi. Fyrsta vara Vegangerðarinnar verður Tempeh sem er kolvetnarík grænkeravara.
  • Kokteilaskólinn hlaut styrk til framleiðslu á kokteilasírópi í hæsta gæðaflokki. Sírópið er ætlað að auðvelda gerð kokteila, bæði óáfengra og áfengra.
  • Plantbase Iceland vinnur að framleiðslu á næringarríku kjötlíki úr plönturíkinu og nota til þess náttúrulega gerjunarferla. Bongó Bongó verður fyrsta próteinríka vara Plantbase á markað.
  • Livefood ehf. vinnur að framleiðslu á hágæða íslenskum grænkeraostum. Ostarnir verða unnir úr íslenskum kartöflum og því einstakir á heimsvísu.
Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...