Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Íslendingabyggð  á öðrum hnetti
Skoðun 31. mars 2015

Íslendingabyggð á öðrum hnetti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 1919 gaf Guðmundur Davíðsson frá Hraunum, bróðir Ólafs þjóðsagnasafnara, út hefti sem heitir „Íslendingabygð á öðrum hnetti“.

Í heftinu, sem er tileinkað dr. Helga Pjeturss með mestu virðingu, pára framliðnir í gegnum Guðmund lýsingu á bústað sínum á öðrum hnetti.Guðmundur segir að þeir sem noti hönd sína séu faðir hans, tengdafaðir og Ólafur bróðir hans. Í heftinu er að finna bráðskemmtilega og greinargóða lýsingu á verustað Íslendinga eftir að þeir yfirgefa þennan heim og flytja á plánetuna Fjörgyn eða Karitatata eins og hún nefnist á handan heima íslensku. Fjörgyn mun vera í 369 ljósára fjarlægð frá jörðinni og í næsta nágrenni við stjörnu sem nefnist Aldebaram. Íslendinganýlendan gengur í kringum tvær sólir og kemur önnur upp þegar hin sest þannig að íbúarnir búa við eilífan dag.

Ólafur Davíðsson, bróðir Guðmundar, er duglegur að skrifa í gegnum hann og lýsa náttúrunni á Fjörgyn. „Afarlangt frá okkur, svo langt að við aðeins sjáum með berum augum, er geysistór hnöttur – sól.“  Sólin er svo stór að þótt allt sólkerfi sem við búum í væri horfið inn í hana miðja þá væri ekki hálfnað út að brúnum hennar frá ystu reikistjörnunni.

„Dýrin eru, mörg hver, samskonar og hjá ykkur, og þar er skemst frá að segja, að mörg þeirra eru sömu dýrin, sem þið hafið þekt og ykkur hefir þótt vænt um.“  Ólafur segir Guðmundi síðan að uppáhaldshesturinn hans, reiðskjótinn Svanar, bíði eftir honum í vörslu góðra manna. Hann áréttar að öll dýr öðlist ekki framhaldslíf og að örlög sálar málleysingjans fari fyrir margar nefndir sem annaðhvort gefi þeim grænt ljós eða sameini þau alheims sálinni og afmái einstaklingsvitundina.

Af upprunalegum dýra-tegundum á Fjörgyn skrifar Ólafur um „nokkurskonar hesta, sem eru með sex fótum. Þeir eru miklu stærri en ykkar hestar; þeir eru ákaflega meinlausir og ekki eins greindir og ykkar hestar. Þeir hafa fax eftir öllu bakinu og tagl þeirra er mjög langt. Sjálf rófan nær niður á konungsnef, og draga þeir taglið, þegar það fær að vera sjálfrátt. Eyrun eru mjög lítil og sjást tæplega fyrir faxinu. Þeir er fjögurra álna háir og gildir eftir því.“ Á Fjörgyn eru einnig hyrndir villihestar og skepnur sem líkjast gíröffum sem ganga sjálfala á völlunum.
Skáldið og náttúrufræðingur­inn Jónas Hallgrímsson kemur einnig við sögu í tengslum við ósjálfráða skrift Guðmundar. Í einu bréfi sem þjóðskáldið skrifaði í gegnum hin andsetna ritara segir Jónas frá garðinum sínum. „Ég á í garðinum mínum blá blóm, með gyltum, ekki gulum, kollum og gylt, ekki gul, blóm með bláum kollum. Sumar blómakrónurnar eru 2–3 fet að þvermáli og sum blómin ennþá stærri.“

Annar ónefndur rithöfundur segir að í sínum garði séu raðir af trjám. Í einni röðinni  eru nokkurs konar fíkjutré. Í annarri brauðaldintré og í þeirri þriðju kartöflutré. „Aldinin á því tré, eða kartöflualdinin, sem við svo nefnum eru lík kartöflunum ykkar að útliti og á stærð við eins punds kartöflu; en þeir eru dísætir og afar ljúffengir.“ Ritandinn heldur áfram og lýsir m.a. pálmatrjám, eikum og trjám sem á vaxa gullepli.

Skylt efni: Íslendingar

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...