Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ísland er önnur umhverfisvænasta þjóð í heimi
Fréttir 8. september 2016

Ísland er önnur umhverfisvænasta þjóð í heimi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ísland er önnur umhverfisvænsta þjóð í heimi samkvæmt Yale-vísitölu (Yale's Environmental Performance Index (EPI) fyrir árið 2016. Samkvæmt þeirri vísitölu er Finnland númer 1, Ísland númer 2, Svíþjóð númer 3, Danmörk númer 4 og Slóvenía númer 5.
 
Það sem dregur okkur niður fyrir Finna í þessari vísitölu eru slakari loftgæði. Væntanlega má þar kenna um svifryki af hálendi landsins sem stafar m.a. af jarðvegsfoki og eldfjallaösku. 
 
 
Það vekur nokkra athygli að Noregur skuli ekki einu sinni komast á lista yfir tíu efstu þjóðirnar þar sem landið lendir í 17. sæti. Er Noregur þar langt á eftir Danmörku vegna mikillar kolefnismengunar. Olíuiðnaðurinn spilar eflaust töluverða rullu en einnig er tekið fram að það sé líka vegna „slæmra vinnubragða í landbúnaði“. Væntanlega má þá ýmislegt segja um landbúnað í þeim löndum sem á eftir koma. 
 
Efstu löndin í þessari EPI-vísitölu eru næst því að geta talist kolefnis­hlutlaus. 
 
Tilbúið köfnunarefni stór áhrifavaldur í náttúrunni
 
Köfnunarefnisnotkun sem áburður á tún og akra skiptir líka miklu máli í þessu samhengi að mati vísindamanna Yale-háskóla. Köfnunarefni er nauðsynlegur þáttur í allri ræktun. Jurtir vinna það úr andrúmsloftinu, en hægt er að auðvelda þeim ferlið með tilbúnu köfnunarefni. Ofnotkun köfnunarefnis leiðir hins vegar oft bæði til mengunar andrúmslofts og grunnvatns. Aðeins 20% þjóða heims mæta kröfum um að fylgjast með skilvirkri notkun köfnunarefnis samkvæmt úttektinni. Er þetta mælt sem köfnunarefnis-skilvirkni, eða „Nitrogen Use Efficiency (NUE)“. 
 
Alvarlegar afleiðingar af ofnotkun köfnunarefnis
 
Í skýrslu Yale-háskóla kemur fram að stóraukin notkun köfnunarefnis og þrautpíning á jarðvegi sé að hafa alvarlegar afleiðingar. Það leiði m.a. til mengunar jarðvegs og neysluvatns og versnandi heilsu fólks. Þar er m.a. um að ræða aukna tíðni asma, ofnæmi af ýmsum toga og blóðsjúkdóma. Þá leiði þessi mengun oft til súrefnisþurrðar í vatni og ozon-myndunar við jörðu (Ground-level ozone) sem aftur leiði til útrýmingar dýrategunda. Þá verði til súrt regn vegna köfnunarefnissambanda sem fari út í andrúmsloftið og allt ýti þetta undir loftslagsbreytingar. 
 
Kostnaður talinn á við tvöfaldan ávinning bænda 
 
Kostnaðurinn vegna margbreytilegra áhrifa sem köfnunarefnismengunin hefur í löndum Evrópusambandsins er talinn vera  á bilinu 70 til 320 milljarða evra á ári. Það er meira en tvöföld sú upphæð sem bændur í ESB-löndunum ávinna sér í tekjuauka fyrir þá auknu framleiðslu sem fæst af köfnunarefnisnotkuninni. 

Skylt efni: mengun

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...