Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Innflutningur eykst stöðugt á landbúnaðarafurðum
Fréttir 18. janúar 2018

Innflutningur eykst stöðugt á landbúnaðarafurðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Innflutningur landbúnaðarvara hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár og má búast við að niðurfelling tolla auki þann innflutning enn frekar.  
 
 
Miðað við tölur Hagstofu Íslands um innflutning á búvörum í nóvember síðastliðnum, þá jókst innflutningur á nautakjöti frá áramótum til loka nóvember um 28% frá árinu 2016. Var breytingin á milli ára því 128%. Þá nam aukningin um 33% á svínakjöti og 15% á alifuglakjöti. Þá jókst innflutningur á reyktu, söltuðu og þurrkuðu kjöti um 21%. Eins ríflega tvöfaldaðist innflutningur á pylsum og unnum kjötvörum og var aukningin 106% og breyting þessa 11 mánuði því 206% frá sama tímabili 2016.
 
Veruleg aukning á innflutningi mjólkurafurða
 
Varðandi mjólkurvörur var aukningin mun meiri, eða hvað varðar mjólk, mjólkur- og undanrennuduft og rjóma. Þar var aukningin þessa 11 mánuði milli ára 72%. 
 
Umtalsverð aukning var einnig í innflutningi á sumu grænmeti og var þar t.d. aukning í innflutningi á tómötum um 14%.
 
Aukinn innflutningur vinnur gegn minnkun á CO2
 
Athyglisvert er að skoða þetta í ljósi þess kolefnisspors sem matvælaframleiðsla og flutningar skilja eftir sig og fjallað er um á forsíðu og á blaðsíðum 20 og 21. Þar kemur í ljós að með hliðsjón af losun gróðurhúsalofttegunda, þá er í öllum tilfellum hagstæðara að framleiða vöruna sem næst neytendum og í mörgum tilfellum skilur íslenska framleiðslan eftir sig mun minna kolefnisspor en erlend framleiðsla. Þar spilar hrein orka á Íslandi stóra rullu, sér í lagi í garðræktinni. Aukinn innflutningur á landbúnaðarafurðum vinnur því greinilega gegn markmiðum um að draga úr losun CO2 og annarra gróðurhúsalofttegunda.  
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...