Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Innflutningur eykst stöðugt á landbúnaðarafurðum
Fréttir 18. janúar 2018

Innflutningur eykst stöðugt á landbúnaðarafurðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Innflutningur landbúnaðarvara hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár og má búast við að niðurfelling tolla auki þann innflutning enn frekar.  
 
 
Miðað við tölur Hagstofu Íslands um innflutning á búvörum í nóvember síðastliðnum, þá jókst innflutningur á nautakjöti frá áramótum til loka nóvember um 28% frá árinu 2016. Var breytingin á milli ára því 128%. Þá nam aukningin um 33% á svínakjöti og 15% á alifuglakjöti. Þá jókst innflutningur á reyktu, söltuðu og þurrkuðu kjöti um 21%. Eins ríflega tvöfaldaðist innflutningur á pylsum og unnum kjötvörum og var aukningin 106% og breyting þessa 11 mánuði því 206% frá sama tímabili 2016.
 
Veruleg aukning á innflutningi mjólkurafurða
 
Varðandi mjólkurvörur var aukningin mun meiri, eða hvað varðar mjólk, mjólkur- og undanrennuduft og rjóma. Þar var aukningin þessa 11 mánuði milli ára 72%. 
 
Umtalsverð aukning var einnig í innflutningi á sumu grænmeti og var þar t.d. aukning í innflutningi á tómötum um 14%.
 
Aukinn innflutningur vinnur gegn minnkun á CO2
 
Athyglisvert er að skoða þetta í ljósi þess kolefnisspors sem matvælaframleiðsla og flutningar skilja eftir sig og fjallað er um á forsíðu og á blaðsíðum 20 og 21. Þar kemur í ljós að með hliðsjón af losun gróðurhúsalofttegunda, þá er í öllum tilfellum hagstæðara að framleiða vöruna sem næst neytendum og í mörgum tilfellum skilur íslenska framleiðslan eftir sig mun minna kolefnisspor en erlend framleiðsla. Þar spilar hrein orka á Íslandi stóra rullu, sér í lagi í garðræktinni. Aukinn innflutningur á landbúnaðarafurðum vinnur því greinilega gegn markmiðum um að draga úr losun CO2 og annarra gróðurhúsalofttegunda.  
 
Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...