Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Karl G. Kristinsson prófessor.
Karl G. Kristinsson prófessor.
Fréttir 7. apríl 2017

Innflutningur á ferskum matvælum – hver er áhættan?

Á undanförnum misserum hafa verið nokkuð harðar deilur um hver sé áhættan af innflutningi á ferskum matvælum og hvort núverandi sjúkdómastaða sé einhvers virði. Ljóst er að hér á landi eru vandamál sem fylgja lyfjaónæmi mjög lítil miðað við það sem víða gerist, ekki síst í suður Evrópu. Mikilvægt er að þessi umræða byggi á rannsóknum og upplýsingum eins og þær geta bestar orðið.

Óvíða er jafn stórt hlutfall samfélagsins og í Eyjafirði sem lifir á landbúnaði, úrvinnslu og þjónustu við hann. Mikilvægi þess að þær vörur sem hér eru framleiddar njóti sannmælis vegna hreinleika, bæði hvað varðar takmarkaða notkun lyfja og eiturefna. Á þessum fundi flytja sérfræðingar í fremstu röð erindi um þá hættu sem það hefur í för með sér að flytja fersk matvæli til landisins.

Karl G. Kristinsson prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans mun halda erindi sem nefnist: „Stafar lýðheilsu Íslendinga hætta af innflutningi á ferskum matvælum?“ á fundi sunnudaginn 9. apríl kl. 11-13, á Hótel Kea Akureyri sem ber yfirskriftina: Innflutningur á ferskum matvælum – hver er áhættan?

Vilhjálmur Svansson dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er með erindi sem nefnist: „Núverandi sjúkdómastaða er auðlegð sem okkur ber að verja.“

Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson fyrrverandi alþingismaður.

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...