Innflutningur á ferskum matvælum – hver er áhættan?
Á undanförnum misserum hafa verið nokkuð harðar deilur um hver sé áhættan af innflutningi á ferskum matvælum og hvort núverandi sjúkdómastaða sé einhvers virði. Ljóst er að hér á landi eru vandamál sem fylgja lyfjaónæmi mjög lítil miðað við það sem víða gerist, ekki síst í suður Evrópu. Mikilvægt er að þessi umræða byggi á rannsóknum og upplýsingum eins og þær geta bestar orðið.
Óvíða er jafn stórt hlutfall samfélagsins og í Eyjafirði sem lifir á landbúnaði, úrvinnslu og þjónustu við hann. Mikilvægi þess að þær vörur sem hér eru framleiddar njóti sannmælis vegna hreinleika, bæði hvað varðar takmarkaða notkun lyfja og eiturefna. Á þessum fundi flytja sérfræðingar í fremstu röð erindi um þá hættu sem það hefur í för með sér að flytja fersk matvæli til landisins.
Karl G. Kristinsson prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans mun halda erindi sem nefnist: „Stafar lýðheilsu Íslendinga hætta af innflutningi á ferskum matvælum?“ á fundi sunnudaginn 9. apríl kl. 11-13, á Hótel Kea Akureyri sem ber yfirskriftina: Innflutningur á ferskum matvælum – hver er áhættan?
Vilhjálmur Svansson dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er með erindi sem nefnist: „Núverandi sjúkdómastaða er auðlegð sem okkur ber að verja.“
Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson fyrrverandi alþingismaður.