Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Innflutningur á erfðaefni holdanautagripa heimilaður
Fréttir 25. september 2015

Innflutningur á erfðaefni holdanautagripa heimilaður

Höfundur: smh
Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hafi í dag undirritað reglugerð sem heimilar innflutning á erfðaefni nautgripa til Íslands.
 
Í tilkynningunni segir ennfremur:
Samkvæmt henni verður heimilt að flytja inn sæði og fósturvísa holdanauta. Tilgangurinn er að efla innlenda framleiðslu á nautakjöti, en Landsamband kúabænda hefur þrýst mjög á að innflutningurinn verði heimilaður. Innflutningur erfðaefnis og eldi á nautgripum, sem af því vaxa, verður háð ströngum skilyrðum og mun Matvælastofnun fylgjast með því að þeim verði framfylgt.  Eingöngu má nota erfðaefnið á sérstökum einangrunarstöðvum sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar. 
 
Gangi áætlanir Landssambands kúabænda eftir má gera ráð fyrir að fyrstu gripirnir sem vaxa af innfluttu erfðaefni muni fæðast næsta vor. Eftir það verða að líða 9 mánuðir áður en heimilt verður að flytja gripina af einangrunarstöð.
 
Framleiðsla á nautakjöti innanlands hefur undanfarin ár ekki náð að anna eftirspurn og nam innflutningur á nautakjöti rúmum 1.000 tonnum í fyrra. Stefnir í að meira þurfi að flytja inn til að mæta sífellt meiri eftirspurn. Ekki síst vegna fjölgunar erlendra ferðamanna.
 
Haft er eftir ráðherra að forsenda fyrir aukinni framleiðslu á nautakjöti sé að fá inn til landsins nýtt erfðaefni.  „Spurn eftir nautakjöti hefur aukist stórlega á undanförnum árum og ákvörðunin er í samræmi við stjórnarsáttmálann þar sem segir að ríkisstjórnin muni gera íslensum landbúnaði kleift að nýta þau sóknartækifæri sem greinin standi frammi fyrir. Aukin framleiðsla á nautakjöti er svo sannarlega eitt þeirra tækifæra,“ segir ráðherra.
Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...