Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Í upphafi skyldi endinn skoða
Mynd / smh
Skoðun 11. nóvember 2015

Í upphafi skyldi endinn skoða

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Íslenskur landbúnaður hefur notið mikil stuðnings meðal almennings í landinu þrátt fyrir nær látlausa umræðu ákveðinna hagsmunaafla gegn þessari atvinnugrein.
 
Í nýrri skýrslu sem Rannsókna­miðstöð Háskólans á Akureyri gerði fyrir landbúnaðarráðuneytið, um markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings, kemur fram að stuðningur almennings jókst á árunum 2007 til 2010. Í könnun Capacent Gallup árið 2007 sögðu 94% svarenda að frekar eða mjög miklu máli skipti að landbúnaður yrði stundaður á Íslandi til framtíðar. Í annarri könnun sama fyrirtækis sem gerð var 2010, var hlutfallið 96%. Þetta er þrátt fyrir mikla neikvæða umræðu m.a. um styrkjakerfi landbúnaðarins og þann stuðning sem þessi grein nýtur í tollvörnum. 
 
Nú standa yfir viðræður um nýja búvörusamninga fyrir sauðfjárbúskap og aðrar greinar. Það liggur fyrir að bændur standa nú frammi fyrir miklum áskorunum sem geta haft dramatískar afleiðingar fyrir landbúnað á Íslandi. 
 
Búið er að boða samning við Evrópusambandið um afnám tolla sem í raun ryður úr vegi nær öllum hindrunum sem menn sáu fyrir sér varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Eftir stendur þá sjávarútvegurinn. Þar gæti afstaðan hæglega mótast af peningahagsmunum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna, sem sum hver eru þegar með umfangsmikla starfsemi innan ESB. 
 
Tollaafnám getur hægleg þýtt dauða búgreina á borð við svína- og alifuglarækt. Lítið virðist þar tekið tillit til athugasemda erlendra sem innlendra sérfræðinga um áhættuna sem felst í auknum innflutningi á afurðum frá löndum sem nota sýklalyf við framleiðsluna í miklu óhófi.
 
Virðist einblínt á hagsmuni innflytjenda sem beita óspart fyrir sig að aukinn innflutningur verði einungis til hagsældar fyrir neytendur. Reynslan sýnir þó allt annan veruleika. Þá má spyrja hver hagur neytenda verður þegar ákveðnar matvælaframleiðslugreinar leggjast af og innflytjendur hafa enga innlenda samkeppni við að etja. Þetta þekkja Finnar og Svíar vel á eigin skinni. Væri ekki ráð að hugsa málið aðeins betur og skoða í botn þjóðhagslegar afleiðingar af slíkum gjörningi? Það snýst ekki bara um bændur, heldur snýst það um þjóðarhag í víðum skilningi, m.a. lýðheilsumál og mögulega stóraukinn kostnað heilbrigðiskerfisins. Einnig þarf að hafa í huga að landbúnaðargreinar sem fórnað er í dag verða ekki endurreistar svo auðveldlega þótt neyðin kunni að hrópa á slíkt. 
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...