Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hvanná 2
Bærinn okkar 6. apríl 2017

Hvanná 2

„Við keyptum jörðina sumarið 2016 og fluttum inn á Þorláksmessu. Við vorum með jörðina á leigu frá 2012 til vorsins 2016. Tókum við sauðfjárbúinu 2012 ásamt að leigja jörðina þar til við keyptum hana. 
 
Amma og afi hans Agnars voru ábúendur á undan okkur en Agnar er frá bænum Hofteigi sem er næsti bær við Hvanná 2. Agnar er því Jökuldælingur, fæddur og uppalinn í Jökuldal. Hann er einnig sjálfstæður verktaki, sinnir áburðardreifingu fyrir bændur á Austurlandi og hefur í samstarfi við föður sinn séð um að binda rúllur fyrir bændur í Jökuldal.
 
Sjálf er ég fædd og uppalin á Selfossi og hafði verið mikið í sveit sem barn og unglingur,“ segir Lilja Björnsdóttir á Hvanná 2.
 
Býli:  Hvanná 2.
 
Staðsett í sveit: Jökuldal (Fljótsdalshérað). 
 
Ábúendur: Agnar Benediktsson og Lilja Björnsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 2 fullorðnir, hundurinn Tóta og kanínan Bella.
 
Stærð jarðar?  43 ha ræktað land.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 570 ær, 20 hrútar, 4 hestar, 1 hundur og 1 kanína.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Við gefum morgungjöfina saman, svo er farið í önnur tilfallandi verk á milli gjafa. 
Lilja er í háskólanámi og reynir að sinna því á milli gjafa þegar ekki eru erfið verk sem þarf að vinna úti. Einnig reynum við að stíla á að gefa kvöldgjöfina saman en það er ekki alltaf heilagt. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Agnar: Það er allt skemmtilegt. Miskrefjandi eftir árstíðum. Það eru ekki til nein leiðinleg verk í sveitinni. 
Lilja: Sauðburður, fjárat á haustin og heyskapur er skemmtilegast. Leiðinlegast er að þrífa og bóna bíla og tæki. 
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sem blómlegasta þrátt fyrir krefjandi verkefni næstu ára. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Okkar skoðun er sú að félagsmálakerfið er of stórt, of mörg félög sem okkur finnst vera stefna að sömu markmiðum og endar yfirleitt á sama fólkinu í sveitunum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Maður vill vera bjartsýnn. Vonandi vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Að lambakjöt verði ekki selt sem einn flokkur eins og er í dag. 
 
Að hafa upprunamerkingar í kjöti. Markaðssetja kjötið sem gæðavöru eins og kjötið er.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Grænmetissósa fyrir Agnar og Pepsi Max fyrir Lilju.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steiktir súpukjötsbitar af veturgamalli rollu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Lilja getur verið óheppin á haustin og ætti helst ekki að vera í kringum hesta eða fjórhjól. Hefur tvisvar rifið sig úr axlarlið við að keyra fjórhjól og náði að afreka eitt haustið að velta smalahestinum sínum ofan í gjótu. Síðasta haust var hún mestmegnis á bíl eða gangandi og hefur ekki slasað sig við þá iðju ennþá.
 
 
 
 
Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...