Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hvað skilar árangri?
Mynd / BBL
Skoðun 11. maí 2017

Hvað skilar árangri?

Höfundur: Sindri Sigurgeirsson
Auðhumla, samvinnufélag íslenskra kúabænda, stóð fyrir kynnisferð til Noregs fyrr í mánuðinum. Nokkrum aðilum var boðið að taka þátt í ferðinni og gerði ég það fyrir hönd Bændasamtakanna. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér mjólkurframleiðslu og mjólkuriðnaðinn í Noregi og hvernig markaðurinn er skipulagður þar í landi. Ferðin kom meðal annars til vegna orða ráðherra landbúnaðarmála þess efnis að það væri horft til norska fyrirkomulagsins, þegar hún kynnti hugmyndir að breytingum á starfsskilyrðum mjólkurframleiðslunnar hérlendis í mars síðastliðnum.
 
Fyrsti viðkomustaður var Landbúnaðar­háskólinn að Ási. Þar er nýlegt rannsóknafjós sem kostaði 3,5 milljarða íslenskra króna. Byggingin er mjög fullkomin og hægt að framkvæma þar fjölbreyttar rannsóknir tengdar kúabúskap. Þar er meðal annars gjafaróbót sem vigtar allt fóður í hverja kú. Hægt er að skoða meltanleika fóðursins ásamt fleiri gögnum sem tengjast fóðruninni. Sömuleiðis er nákvæmur tæknibúnaður til að fylgjast með mjöltum og öðru sem hefur þýðingu við rannsóknir.
 
Tíföld framleiðsla miðað við Ísland
 
En að markaðnum í Noregi. Mjólkur­framleiðslan er um  það bil 10 sinnum meiri en hér heima. Framleiðendur eru um 8.300 en meðalbúið er mun minna, eða 25 mjólkurkýr og ársframleiðslan að jafnaði um 170 þúsund lítrar.
Helstu aðilar sem koma að mjólkurframleiðslunni eru fyrirtækið TINE, Búnaðarstofan (Landbruksdirektøratet) og TINE Råvarer. Síðastnefnda félagið annast söfnun mjólkur, gæðaeftirlit og fleiri innviðaverkefni tengd mjólk áður en hún kemur til vinnslu í afurðastöðvum. Félagið sækir mjólk til nær allra bænda í Noregi en vegalengdir í landinu eru miklar. Sem dæmi er fjarlægð frá Osló til nyrstu hluta landsins svipuð og fjarlægðin frá Osló til Rómar. TINE sjálft er samvinnufélag kúabænda í Noregi. TINE er gríðarlega stórt fyrirtæki og hefur mikla umsetningu og er með stóran hluta markaðarins. Fyrirtækið má bera saman við Mjólkursamsöluna á Íslandi þó það sé margfalt stærra. Í Noregi eru þó fleiri en TINE í mjólkurvinnslu, stærstir þeirra eru Synnøve Finden, Q-meierierne, Normilk og Rørosmeieriet. Einnig eru enn minni aðilar sem falla undir skilgreiningu sem heimavinnsla. Aðilar á mjólkurmarkaði í Noregi eru alveg í sömu stöðu og þeir sem starfa á Íslandi.  
 
Í fyrirlestri fulltrúa norsku búnaðarstofunnar kom fram að markaðurinn fyrir mjólk og mjólkurafurðir í Noregi er mjög skipulagður. Í gildi eru samningar á milli Búnaðarstofunnar og TINE Råvarer, sem sér um að sækja mjólk alls staðar á landinu, til að skilja á milli söfnunar og vinnslu mjólkur. Einnig eru samningar við TINE um verkefni sem fyrirtækið annast til að tryggja birgðastýringu og framboð allra mjólkurvara allt árið um kring um allan Noreg. TINE Råvarer er sjálfstæð rekstrareining og veitir ráðgjöf um mjólkurgæði, sér um öll flutningatæki, á alla mjólkurtankana og sér um að borga bændunum fyrir framleidda mjólk. Þar gildir umsamið verð til bænda, með svipuðum hætti og verðlagsnefnd ákveður hér á Íslandi. Það er einnig samið um verð til allra afurðastöðva, þannig að TINE kaupir á nákvæmlega sama verði eins og allar minni vinnslurnar, líkt og hérlendis. Árlega er samið um það milli ríkis og bænda um hvaða verð skuli greitt til bænda. Um leið er samið um hvað verðið skuli vera til mjólkuriðnaðarins sem kaupir mjólk til frekari vinnslu.
 
Þá gildir verðmiðlunarkerfi sem er eins konar pottur. Það er dreginn ákveðinn aurafjöldi af verði hvers mjólkurlítra og lagður í púkkið. Öll fyrirtæki sem kaupa hráefni af TINE Råvarer eru skyldug til þátttöku í verðmiðlunarkerfinu, sem virkar þannig að mjólkurvinnslufyrirtækin fá ýmist greitt eða þurfa að greiða, eftir því hvaða vörur eru framleiddar úr mjólkinni sem um ræðir og hvaða verðþol þær hafa á markaði. Kerfið tekur einnig að hluta tillit til ólíkra svæða í Noregi og er ekkert ósvipað því fyrirkomulagi sem notað er á Íslandi. Þessi verðjöfnun, eða framlegðarskipting, er samkvæmt opinberri gjaldskrá og mun flóknari en á Íslandi. En kerfið er fyrirsjáanlegt þar sem breytingar eru sjaldgæfar.   
 
Tilgangurinn að ná jafnvægi á markaðnum
 
Mjólkurframleiðslu í Noregi er stýrt með kvótakerfi og stutt við framleiðslu hjá bændum eins og á Íslandi. Stuðningsaðferðir eru þó fjölbreyttari og stuðningurinn er að hluta mismunandi eftir svæðum í Noregi. Það er alveg klárt að tilgangurinn með þessu öllu saman er að ná jafnvægi á markaðnum, ná sem bestu verði til neytenda og sem hæstu verði til bænda.
 
Það er alltaf gagnlegt að kynna sér hlutina frá fyrstu hendi. Þó ég hafi skoðað þessi mál talsvert við gerð búvörusamninganna þá bætti ferðin heilmiklu við og var mjög gagnleg. Reynslan af henni undirstrikar að víða í heiminum sjá menn færi í því að skipuleggja markaði með búvörur til að ná ákveðinni bestun milli framleiðenda annars vegar og neytenda hins vegar. Niðurstaðan er hagræðing og hagkvæmni fyrir alla aðila. Það hefur tekist í Noregi og einnig hér á Íslandi. Þriggja milljarða hagræðing síðustu ára í íslenskum mjólkuriðnaði hefur skilað sér að einum þriðja til bænda og að tveimur þriðju til neytenda. Þeir sem vilja snúa því á haus þurfa að færa betri rök fyrir því en hingað til hafa komið fram.
Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...