Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hrossagaukur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu yfir 300.000 varppör. Yfirleitt eru fuglarnir stakir og ekkert sérstaklega félagslyndir. Hann fer gjarnan huldu höfði á jörðu niðri, flýgur seint upp og þá nokkuð snögglega með hröðum vængjatökum og miklum skrækjum. Það er hins vegar á flugi sem hann sýnir listir sínar, þá fljúga þeir í hringi yfir óðalinu sínu og hneggja án afláts. Það gera þeir með því að steypa sér niður og mynda loftstraum sem leikur um ystu stélfjaðrirnar. Hann verpir á jörðinni, hreiðrið er iðulega mjög vel falið í grasi og sinu í mólendi og mýrlendi. Hann er að langmestu leyti farfugl en örfáir fuglar hafa haldið sig í opnum eða heitum lækjum og skurðum yfir vetrarmánuðina. Þeir fuglar sem fara af landinu hafa vetursetu í Vestur-Evrópu.

Skylt efni: fuglinn

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f