Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hrísgrjón til Kína
Fréttir 11. ágúst 2017

Hrísgrjón til Kína

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að Kína framleiði allra þjóða mest af hrísgrjónum er framleiðslan í landinu ekki næg til að uppfylla þarfir innanlandsmarkaðar.

Kínverjar ætla því að flytja inn talsvert magn af hrísgrjónum frá Bandríkjunum.

Í fyrsta sinn sem Kína kaupir af Bandaríkjamönnum

Fyrir skömmu gerðu Kína og Banda­ríkin með sér viðskiptasamning sem gerir ráð fyrir innflutningi á miklu magn af hrísgrjónum til Kína frá Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn sem Kína kaupir hrísgrjón þaðan. Samningaviðræður um kaupin hafa staðið í meira en áratug.

Þrátt fyrir að Kínverjar framleiði tuttugu sinnum meira af hrísgrjónum en Bandaríkin þá eru þeir einnig talsvert fleiri og neyta mun meira af hrísgrjónum á mann en Bandaríkjamenn. Undanfarin ár hafa Kínverjar flutt inn um fimm milljón tonn af hrísgrjónum fyrir ríflega miljarð Bandaríkjadala, rúmlega 105 miljarða íslenskra króna, á ári og er því eftir talsverðum viðskiptum að slægjast.

Gríðarlegt magn

Árlegur útflutningur Bandaríkjanna á hrísgrjónum er þrjú til fjögur milljón tonn. Það er því ljóst að Bandaríkin geta ekki fullnægt innflutningsþörf Kínverja jafnvel þótt þeir seldu hvert einasta grjón sem þeir framleiða til Kína.

Kínverjar munu því halda áfram að vera stórkaupandi og innflytjandi hrísgrjóna frá öðrum löndum þrátt fyrir samninginn við Bandaríkin. 

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...