Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hrísgrjón til Kína
Fréttir 11. ágúst 2017

Hrísgrjón til Kína

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að Kína framleiði allra þjóða mest af hrísgrjónum er framleiðslan í landinu ekki næg til að uppfylla þarfir innanlandsmarkaðar.

Kínverjar ætla því að flytja inn talsvert magn af hrísgrjónum frá Bandríkjunum.

Í fyrsta sinn sem Kína kaupir af Bandaríkjamönnum

Fyrir skömmu gerðu Kína og Banda­ríkin með sér viðskiptasamning sem gerir ráð fyrir innflutningi á miklu magn af hrísgrjónum til Kína frá Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn sem Kína kaupir hrísgrjón þaðan. Samningaviðræður um kaupin hafa staðið í meira en áratug.

Þrátt fyrir að Kínverjar framleiði tuttugu sinnum meira af hrísgrjónum en Bandaríkin þá eru þeir einnig talsvert fleiri og neyta mun meira af hrísgrjónum á mann en Bandaríkjamenn. Undanfarin ár hafa Kínverjar flutt inn um fimm milljón tonn af hrísgrjónum fyrir ríflega miljarð Bandaríkjadala, rúmlega 105 miljarða íslenskra króna, á ári og er því eftir talsverðum viðskiptum að slægjast.

Gríðarlegt magn

Árlegur útflutningur Bandaríkjanna á hrísgrjónum er þrjú til fjögur milljón tonn. Það er því ljóst að Bandaríkin geta ekki fullnægt innflutningsþörf Kínverja jafnvel þótt þeir seldu hvert einasta grjón sem þeir framleiða til Kína.

Kínverjar munu því halda áfram að vera stórkaupandi og innflytjandi hrísgrjóna frá öðrum löndum þrátt fyrir samninginn við Bandaríkin. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...