Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Holt varð Caterpillar
Fræðsluhornið 23. janúar 2018

Holt varð Caterpillar

Höfundur: Vilmundur Hansen
Vagnhesta­framleiðandinn Holt hóf framleiðslu á dráttarvélum á beltum árið 1882. Beltavélar Holt voru eitt helsta vopn bandamanna í fyrri heimsstyrjöldinni. Árið 1925 var nafni fyrirtækisins breytt í Caterpillar og í dag er það eitt af tvö hundruð stærstu fyrirtækjum í heimi.
 
Árið 1883 stofnaði Benjamín Holt Stockton Wheel Service í Kaliforníu sem sérhæfði sig í smíði vagnhjóla. Orðstír fyrirtækisins óx hratt þar sem vagnhjólin þóttu einstaklega vönduð og endingargóð.
 
Fyrsta árið voru framleidd sex þúsund vagnhjól og mest af hjóli sem var þrír metrar að þvermáli og notað undir hestvagna við skógarhögg á rauðaviði. 
 
Níu árum seinna var nafni fyrirtækisins breytt í Holt Manufacturing Company og hóf fyrir þá framleiðslu á dráttarvélum á járnbeltum.
 
Fyrirtækið er það fyrsta sem hóf framleiðslu á beltadráttarvélum og átti Benjamín Holt einkaleyfi á framleiðslu þeirra um tíma. Í upphafi tuttugustu aldarinnar var fyrirtækið leiðandi í framleiðslu á kornþreskivélum.
 
Holt Caterpillar Company 
 
Velgengni Holt jókst jafnt og þétt og árið 1909 keypti það aflóga landbúnaðartækjaframleiðanda, Colean Manufacturing Company, og breytti jafnframt nafni móðurfyrirtækisins í Holt Caterpillar Company. Holt fékk einkaleyfi á nafninu Caterpillar 1910. 
 
Fyrirtækið sérhæfði sig í framleiðslu landbúnaðartækja árið 1916 sem seld voru víða um heim. Eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út hóf það framleiðslu farartækja til hernaðar. Holt Caterpillar beltavélar voru mikið notaðar til að flytja hergögn bandamanna í stríðinu og er sagt að Holt 75 Gun Tractor hafi átt stóran þátt í sigri bandamanna í stríðinu.
 
Verkfræðingar Holt áttu einnig stóran þátt í hönnun skriðdrekanna sem notaðir voru í fyrri heimsstyrjöldinni og skipti engu hvort þeir væru franskir, enskir eða þýskir. 
 
Holt 75 Gun Tractor
 
Holt 75 beltatraktorinn var í framleiðslu í tíu ár, frá 1914 til 1924, og rúmlega 4.100 slíkir framleiddir.
 
Traktorinn var knúinn áfram af tveimur stórum járnbeltum að aftan en með stálhjól að framan og þung í snúningum. Vélin var fjögurra strokka og bensínknúin. Tveir gírar áfram og einn aftur á bak, 75 hestöfl við 550 snúninga og gríðarlegur bensínhákur og hávaðaseggur.
 
Umframframleiðsla
 
Við lok heims­styrjaldarinnar fyrri sat Holt Caterpillar uppi með talsverða umframframleiðslu af beltadráttarvélum sem voru óhentugar til landbúnaðar. Markaðsdeild þessi lagði því áherslu á að selja dráttarvélarnar til stórra verktaka sem unnu við vega- og stíflugerð. 
 
Vandi fyrirtækisins jókst enn meira í kreppunni 1920 til 1921 en með aðhaldi og alls kyns brellum tókst fyrirtækinu að komast út úr vandanum. 
 
Árið 1925 var Holt-nafnið fellt úr nafni fyrirtækisins og eftir stóð Caterpillar Tractor Company. 
 
Áhersla á stórar vinnuvélar
 
Caterpillar hætti framleiðslu landbúnaðartækja og lagði áherslu á framleiðslu stórra og kraftmikilla vinnuvéla.
 
Árið 2010 var Caterpillar Inc eitt af tvö hundruð stærstu fyrirtæki í heimi og markaðsmetið á rúmlega 45 milljarða bandaríkjadali, eða tæpa 4.750 milljarða íslenskra króna.
Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...