Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Holt varð Caterpillar
Á faglegum nótum 23. janúar 2018

Holt varð Caterpillar

Höfundur: Vilmundur Hansen
Vagnhesta­framleiðandinn Holt hóf framleiðslu á dráttarvélum á beltum árið 1882. Beltavélar Holt voru eitt helsta vopn bandamanna í fyrri heimsstyrjöldinni. Árið 1925 var nafni fyrirtækisins breytt í Caterpillar og í dag er það eitt af tvö hundruð stærstu fyrirtækjum í heimi.
 
Árið 1883 stofnaði Benjamín Holt Stockton Wheel Service í Kaliforníu sem sérhæfði sig í smíði vagnhjóla. Orðstír fyrirtækisins óx hratt þar sem vagnhjólin þóttu einstaklega vönduð og endingargóð.
 
Fyrsta árið voru framleidd sex þúsund vagnhjól og mest af hjóli sem var þrír metrar að þvermáli og notað undir hestvagna við skógarhögg á rauðaviði. 
 
Níu árum seinna var nafni fyrirtækisins breytt í Holt Manufacturing Company og hóf fyrir þá framleiðslu á dráttarvélum á járnbeltum.
 
Fyrirtækið er það fyrsta sem hóf framleiðslu á beltadráttarvélum og átti Benjamín Holt einkaleyfi á framleiðslu þeirra um tíma. Í upphafi tuttugustu aldarinnar var fyrirtækið leiðandi í framleiðslu á kornþreskivélum.
 
Holt Caterpillar Company 
 
Velgengni Holt jókst jafnt og þétt og árið 1909 keypti það aflóga landbúnaðartækjaframleiðanda, Colean Manufacturing Company, og breytti jafnframt nafni móðurfyrirtækisins í Holt Caterpillar Company. Holt fékk einkaleyfi á nafninu Caterpillar 1910. 
 
Fyrirtækið sérhæfði sig í framleiðslu landbúnaðartækja árið 1916 sem seld voru víða um heim. Eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út hóf það framleiðslu farartækja til hernaðar. Holt Caterpillar beltavélar voru mikið notaðar til að flytja hergögn bandamanna í stríðinu og er sagt að Holt 75 Gun Tractor hafi átt stóran þátt í sigri bandamanna í stríðinu.
 
Verkfræðingar Holt áttu einnig stóran þátt í hönnun skriðdrekanna sem notaðir voru í fyrri heimsstyrjöldinni og skipti engu hvort þeir væru franskir, enskir eða þýskir. 
 
Holt 75 Gun Tractor
 
Holt 75 beltatraktorinn var í framleiðslu í tíu ár, frá 1914 til 1924, og rúmlega 4.100 slíkir framleiddir.
 
Traktorinn var knúinn áfram af tveimur stórum járnbeltum að aftan en með stálhjól að framan og þung í snúningum. Vélin var fjögurra strokka og bensínknúin. Tveir gírar áfram og einn aftur á bak, 75 hestöfl við 550 snúninga og gríðarlegur bensínhákur og hávaðaseggur.
 
Umframframleiðsla
 
Við lok heims­styrjaldarinnar fyrri sat Holt Caterpillar uppi með talsverða umframframleiðslu af beltadráttarvélum sem voru óhentugar til landbúnaðar. Markaðsdeild þessi lagði því áherslu á að selja dráttarvélarnar til stórra verktaka sem unnu við vega- og stíflugerð. 
 
Vandi fyrirtækisins jókst enn meira í kreppunni 1920 til 1921 en með aðhaldi og alls kyns brellum tókst fyrirtækinu að komast út úr vandanum. 
 
Árið 1925 var Holt-nafnið fellt úr nafni fyrirtækisins og eftir stóð Caterpillar Tractor Company. 
 
Áhersla á stórar vinnuvélar
 
Caterpillar hætti framleiðslu landbúnaðartækja og lagði áherslu á framleiðslu stórra og kraftmikilla vinnuvéla.
 
Árið 2010 var Caterpillar Inc eitt af tvö hundruð stærstu fyrirtæki í heimi og markaðsmetið á rúmlega 45 milljarða bandaríkjadali, eða tæpa 4.750 milljarða íslenskra króna.
Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...