Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hólabær og Gunnsteinsstaðir
Bóndinn 13. júní 2019

Hólabær og Gunnsteinsstaðir

Rúnar Aðalbjörn Pétursson og Auður Ingimundardóttir keyptu Hólabæ og Gunnsteinsstaði um síðustu áramót af foreldrum Rúnars, Pétri Péturssyni og Þor­björgu Bjarnadóttur. 
 
Rúnar er fimmti ættliðurinn sem býr á jörðunum. 
 
Býli:  Hólabær og Gunnsteins­staðir.
 
Staðsett í sveit:  Langadal í Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Auður Ingimundar­dóttir og Rúnar Aðalbjörn Pétursson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum soninn Pétur Inga sem er 1 árs. Á bænum eru hundarnir Skotta og Týra ásamt köttunum Snældu og Sinnep.
 
Stærð jarðar? Heildarstærð jarðarinnar er um 2.300 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað bú, kýr og kindur.
Fjöldi búfjár og tegundir? 70 nautgripir, þar af 24 mjólkurkýr, og 360 vetrarfóðraðar ær.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Allir vinnudagar byrja og enda í fjósinu. Þess á milli er gefið í fjárhúsum og gengið í önnur verk sem falla til, misjöfn eftir árstímum. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest bústörfin eru skemmtileg en þó eru smalamennskur og fjárrag í sérstöku uppáhaldi. Leiðinlegast er þegar vélar og tæki bila eða skepnur veikjast.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en vonandi með bættri aðstöðu í mjólkurframleiðslunni og auknum afurðum.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félags­málum bænda? Við höfum áhyggjur af minnkandi þátttöku bænda í félagsmálum en erum þakklát því fólki sem er tilbúið að verja tíma sínum í að berjast fyrir hagsmunum bænda.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Við erum bjartsýn fyrir hönd íslensks land­búnaðar.
 
En til þess að honum vegni vel er nauðsynlegt að bændur þjappi sér saman og vinni að hagsmunum okkar sem ein heild. 
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Þar er hreinleikinn númer eitt, tvö og þrjú. Við eigum að markaðssetja íslenskar afurðir sem gæðavöru, gæði umfram magn.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, kæfa og pítusósa.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri með sveppasósu og brúnuðum kartöflum.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við höfum nú ekki verið bændur lengi og því er líklega eftirminnilegast þegar við tókum við búrekstrinum um síðustu áramót.
Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...