Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Avókató, Avozilla
Avókató, Avozilla
Fréttir 30. júlí 2018

Höfuðstórt avókadó­afbrigði ræktað í Ástralíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lengi vel var sagt að allt væri stórt í Ameríku og enn stærra í Texas en nú hafa Ástralir skotið Könunum ref fyrir rass og sett á markað stærsta avókadóafbrigði sem sögur fara af.

Lengi vel var sagt að allt væri stórt í Ameríku og enn stærra í Texas en nú hafa Ástralir skotið Könnunum ref fyrir rass og sett á markað stærsta avókadó afbrigði sem sögur fara af.

Afbrigðið sem hefur fengið heitið Avozilla og höfuðið á japanska skrímslinu Gozilla vegur rúmt eitt og hálft kíló og er á stærð við meðal mannshöfuð. Þeir sem bragðað hafa á Avozilla segja að það sé eins og venjulegt avókadó og líti út eins og avókadó en bara margfalt stærra og, ef eitthvað er, mýkra undir tönn.

Avozilla kom fyrst fram í Suður-Afríku og hefur verið lítillega ræktað þar og hefur aldið verið fáanlegt í verslunum á Bretlandseyjum annað slagið.

Frá Suður-Afríku barst afbrigði til Ástralíu 1957 en það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að farið er að rækta aldinið í stórum stíl og selja á almennum markaði.

Samkvæmt Heimsmetabók Guinness vó þyngsta avókadó sem skráð er 2,3 kíló. Ekki kemur fram í skráningu Heimsmetabókarinnar hvert afbrigðið er og er það miður.

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...