Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Avókató, Avozilla
Avókató, Avozilla
Fréttir 30. júlí 2018

Höfuðstórt avókadó­afbrigði ræktað í Ástralíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lengi vel var sagt að allt væri stórt í Ameríku og enn stærra í Texas en nú hafa Ástralir skotið Könunum ref fyrir rass og sett á markað stærsta avókadóafbrigði sem sögur fara af.

Lengi vel var sagt að allt væri stórt í Ameríku og enn stærra í Texas en nú hafa Ástralir skotið Könnunum ref fyrir rass og sett á markað stærsta avókadó afbrigði sem sögur fara af.

Afbrigðið sem hefur fengið heitið Avozilla og höfuðið á japanska skrímslinu Gozilla vegur rúmt eitt og hálft kíló og er á stærð við meðal mannshöfuð. Þeir sem bragðað hafa á Avozilla segja að það sé eins og venjulegt avókadó og líti út eins og avókadó en bara margfalt stærra og, ef eitthvað er, mýkra undir tönn.

Avozilla kom fyrst fram í Suður-Afríku og hefur verið lítillega ræktað þar og hefur aldið verið fáanlegt í verslunum á Bretlandseyjum annað slagið.

Frá Suður-Afríku barst afbrigði til Ástralíu 1957 en það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að farið er að rækta aldinið í stórum stíl og selja á almennum markaði.

Samkvæmt Heimsmetabók Guinness vó þyngsta avókadó sem skráð er 2,3 kíló. Ekki kemur fram í skráningu Heimsmetabókarinnar hvert afbrigðið er og er það miður.

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...