Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Avókató, Avozilla
Avókató, Avozilla
Fréttir 30. júlí 2018

Höfuðstórt avókadó­afbrigði ræktað í Ástralíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lengi vel var sagt að allt væri stórt í Ameríku og enn stærra í Texas en nú hafa Ástralir skotið Könunum ref fyrir rass og sett á markað stærsta avókadóafbrigði sem sögur fara af.

Lengi vel var sagt að allt væri stórt í Ameríku og enn stærra í Texas en nú hafa Ástralir skotið Könnunum ref fyrir rass og sett á markað stærsta avókadó afbrigði sem sögur fara af.

Afbrigðið sem hefur fengið heitið Avozilla og höfuðið á japanska skrímslinu Gozilla vegur rúmt eitt og hálft kíló og er á stærð við meðal mannshöfuð. Þeir sem bragðað hafa á Avozilla segja að það sé eins og venjulegt avókadó og líti út eins og avókadó en bara margfalt stærra og, ef eitthvað er, mýkra undir tönn.

Avozilla kom fyrst fram í Suður-Afríku og hefur verið lítillega ræktað þar og hefur aldið verið fáanlegt í verslunum á Bretlandseyjum annað slagið.

Frá Suður-Afríku barst afbrigði til Ástralíu 1957 en það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að farið er að rækta aldinið í stórum stíl og selja á almennum markaði.

Samkvæmt Heimsmetabók Guinness vó þyngsta avókadó sem skráð er 2,3 kíló. Ekki kemur fram í skráningu Heimsmetabókarinnar hvert afbrigðið er og er það miður.

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...