Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslenskir kjötframleiðendur eiga í harðri samkeppni við ört vaxandi innflutning.
Íslenskir kjötframleiðendur eiga í harðri samkeppni við ört vaxandi innflutning.
Mynd / HKr.
Fréttir 9. október 2018

Hlutdeild innflutts kjöts fer vaxandi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Innflutningur á kjöti og unnum kjötvörum hefur farið vaxandi undanfarin ár. Þegar skoðuð eru síðustu 3 ár sést aukning á öllum vörum öðrum en nautakjöti en þar hefur innlend framleiðsla aukist eftir slakt ár 2015.
 
Nær allur innflutningur á kjöti og kjötvörum er af úrbeinuðu kjöti. Ef sá innflutningur er umreiknaður í kjöt með beini til samræmis við hvernig innlendar framleiðslu- og sölutölur eru settar fram, skýrist myndin enn frekar. 
 
Hér á eftir er notast við sömu umreikniaðferðir og notaðar voru í skýrslu starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá desember 2014.
 
Hlutdeild innflutnings í alifuglakjötssölu, svínakjötssölu og nautakjötssölu, þegar búið er að umreikna innflutning í kjöt með beini eftir þessum aðferðum, hefur þróast eins og sést á mefylgjandi töflum. 
Þannig var hlutdeild innflutts alifuglakjöts á síðasta ári 19% og var orðið 13% á fyrstu sjö mánuðum ársins 2018. 
 
Í svínakjötinu var hlutfall innflutts kjöts umreiknað með beini 27% á árinu 2017. Var það hlutfall komið í 24% eftis fyrstu sjö mánuðina 2018. 
 
Í nautakjötinu var hlutfallið 22% í fyrra og var komið í 21% á fyrstu sjö mánuðum yfirstandandi árs. 
 
Margfaldur innflutningur miðað við tollkvóta ESB og WTO
 
Rétt er að undirstrika að inn­flutningur þessara kjöttegunda er margfaldur í magni á við það sem tollkvótar í samningum við ESB og WTO kveða á um. Stórfelldur innflutningur, einkum á svína- og nautakjöti, er á lægri tollum sem opnað er fyrir þegar skilgreindur er skortur á markaði samkvæmt XII kafla búvörulaga. 
Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...