Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Íslenskir kjötframleiðendur eiga í harðri samkeppni við ört vaxandi innflutning.
Íslenskir kjötframleiðendur eiga í harðri samkeppni við ört vaxandi innflutning.
Mynd / HKr.
Fréttir 9. október 2018

Hlutdeild innflutts kjöts fer vaxandi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Innflutningur á kjöti og unnum kjötvörum hefur farið vaxandi undanfarin ár. Þegar skoðuð eru síðustu 3 ár sést aukning á öllum vörum öðrum en nautakjöti en þar hefur innlend framleiðsla aukist eftir slakt ár 2015.
 
Nær allur innflutningur á kjöti og kjötvörum er af úrbeinuðu kjöti. Ef sá innflutningur er umreiknaður í kjöt með beini til samræmis við hvernig innlendar framleiðslu- og sölutölur eru settar fram, skýrist myndin enn frekar. 
 
Hér á eftir er notast við sömu umreikniaðferðir og notaðar voru í skýrslu starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá desember 2014.
 
Hlutdeild innflutnings í alifuglakjötssölu, svínakjötssölu og nautakjötssölu, þegar búið er að umreikna innflutning í kjöt með beini eftir þessum aðferðum, hefur þróast eins og sést á mefylgjandi töflum. 
Þannig var hlutdeild innflutts alifuglakjöts á síðasta ári 19% og var orðið 13% á fyrstu sjö mánuðum ársins 2018. 
 
Í svínakjötinu var hlutfall innflutts kjöts umreiknað með beini 27% á árinu 2017. Var það hlutfall komið í 24% eftis fyrstu sjö mánuðina 2018. 
 
Í nautakjötinu var hlutfallið 22% í fyrra og var komið í 21% á fyrstu sjö mánuðum yfirstandandi árs. 
 
Margfaldur innflutningur miðað við tollkvóta ESB og WTO
 
Rétt er að undirstrika að inn­flutningur þessara kjöttegunda er margfaldur í magni á við það sem tollkvótar í samningum við ESB og WTO kveða á um. Stórfelldur innflutningur, einkum á svína- og nautakjöti, er á lægri tollum sem opnað er fyrir þegar skilgreindur er skortur á markaði samkvæmt XII kafla búvörulaga. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...