Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenskir kjötframleiðendur eiga í harðri samkeppni við ört vaxandi innflutning.
Íslenskir kjötframleiðendur eiga í harðri samkeppni við ört vaxandi innflutning.
Mynd / HKr.
Fréttir 9. október 2018

Hlutdeild innflutts kjöts fer vaxandi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Innflutningur á kjöti og unnum kjötvörum hefur farið vaxandi undanfarin ár. Þegar skoðuð eru síðustu 3 ár sést aukning á öllum vörum öðrum en nautakjöti en þar hefur innlend framleiðsla aukist eftir slakt ár 2015.
 
Nær allur innflutningur á kjöti og kjötvörum er af úrbeinuðu kjöti. Ef sá innflutningur er umreiknaður í kjöt með beini til samræmis við hvernig innlendar framleiðslu- og sölutölur eru settar fram, skýrist myndin enn frekar. 
 
Hér á eftir er notast við sömu umreikniaðferðir og notaðar voru í skýrslu starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá desember 2014.
 
Hlutdeild innflutnings í alifuglakjötssölu, svínakjötssölu og nautakjötssölu, þegar búið er að umreikna innflutning í kjöt með beini eftir þessum aðferðum, hefur þróast eins og sést á mefylgjandi töflum. 
Þannig var hlutdeild innflutts alifuglakjöts á síðasta ári 19% og var orðið 13% á fyrstu sjö mánuðum ársins 2018. 
 
Í svínakjötinu var hlutfall innflutts kjöts umreiknað með beini 27% á árinu 2017. Var það hlutfall komið í 24% eftis fyrstu sjö mánuðina 2018. 
 
Í nautakjötinu var hlutfallið 22% í fyrra og var komið í 21% á fyrstu sjö mánuðum yfirstandandi árs. 
 
Margfaldur innflutningur miðað við tollkvóta ESB og WTO
 
Rétt er að undirstrika að inn­flutningur þessara kjöttegunda er margfaldur í magni á við það sem tollkvótar í samningum við ESB og WTO kveða á um. Stórfelldur innflutningur, einkum á svína- og nautakjöti, er á lægri tollum sem opnað er fyrir þegar skilgreindur er skortur á markaði samkvæmt XII kafla búvörulaga. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...