Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Marta gerði tvo ramma úr íslenskri ösp, fyllta með afgangs ull, sem nýtast til þess að bæta hljóðvist. Annar var klæddur með þæfðri ull á meðan hinn er klæddur með prjónuðu garni.
Marta gerði tvo ramma úr íslenskri ösp, fyllta með afgangs ull, sem nýtast til þess að bæta hljóðvist. Annar var klæddur með þæfðri ull á meðan hinn er klæddur með prjónuðu garni.
Fréttir 16. september 2022

Hljóðdempandi lausnir úr afgangsull og íslenskum við

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nemendur sem útskrifuðust úr búfræði í vor þurftu að skila af sér lokaverkefni á síðustu önninni.

Nemendur höfðu mjög frjálsar hendur við efnistök svo lengi sem hægt væri að tengja viðfangsefnið við búrekstur og landbúnað.

Marta Guðlaug Svavarsdóttir gerði lokaverkefni sem sneri að verðmætasköpun aukaafurða sem falla til við vinnslu á íslenskri
ull. Hún smíðaði því hljóðdempandi ramma fyllta með garnafgöngum og sem voru samhliða því nýttir sem viðfangsefni í heimildaritgerð.

Hugmyndina að verkefninu fékk Marta þegar hún var við verknám hjá Huldu og Tyrfingi sem reka smáspunaverksmiðjuna Uppspuna í Lækjartúni.

„Ég var að hjálpa til í spuna­ verksmiðjunni og sá þá þennan haug af garnafgöngum sem átti að fara í ruslið og ég hugsaði með mér að það hlyti að vera hægt að nýta þetta eitthvað. Eftir verknámið fékk ég fullan ruslapoka af þessu til að vinna með. Mín nálgun var allan tímann að nýta aukaafurðir úr íslenskri ullarvinnslu þar sem það kostar mikið að vinna ullina og það er mikið sem endar í ruslinu,“ segir Marta.

Í hávaðanum sem myndast af vélunum í spunaverksmiðjunni spratt upp sú hugmynd að nýta garnafgangana til þess að bæta hljóðvist.

Marta gerði tvær frumgerðir af hljóðdempandi römmum sem eru hugsaðir til að hengja upp á veggi innandyra þar sem þörf er á betri hljóðvist. Skólastofur, matsalir, skrifstofur og lesstofur eru dæmi um rými þar sem lausnir sem þessar eru nýttar.

Rammarnir voru af mismunandi stærð til þess að geta gert samanburð á hljóðdempandi eiginleikum. Einnig voru þeir klæddir hvor með sínu áklæðinu; annar með þæfðri ull og hinn úr prjónuðu garni sem Marta spann og tvinnaði sjálf. Timbrið var íslensk ösp frá Skógarafurðum ehf. í Fljótsdal, en þar sem öspin er mjúkur viður dregur hún í sig hljóðbylgjur.

Til greina kom að senda rammana í mælingar þar sem hljóðísogseiginleikar þeirra væru mældir. Aðgengi að þeim rannsóknarstofum er þó takmarkað og því brá Marta á það ráð að láta reikna út hljóðdempunina í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu.

Aðspurð segist Marta ekki hafa tekið verkefnið lengra eftir útskrift enda ekki langur tími liðinn, en útilokar þó ekkert með framhaldið.

Skylt efni: ull | afgangsull

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....