Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hjarðarfell
Bærinn okkar 19. október 2017

Hjarðarfell

Gunnar tekur við af föðurbróður sínum árið 2006, síðan hefur fjósið verið stækkað og nautgripum fjölgað. Fjárfjöldi svipaður.  

Býli:  Hjarðarfell.

Staðsett í sveit:  Í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Ábúendur: Gunnar Guðbjartsson, ásamt foreldrum sínum, Guðbjarti Gunnarssyni og Hörpu Jónsdóttur, rekur hann félagsbú.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Gunnar og Sigurbjörg Ottesen, ásamt dætrum hennar tveimur, Árnýju Stefaníu, 15 ára og Ernu Kristínu, 6 ára. Smalahundurinn Týra, innihundurinn Rómeó og fjósakisan Snælda.

Stærð jarðar?  Um 3.700 hektarar ræktað land, með leigutúnum um 140 hektarar.

Gerð bús? Blandað bú, aðallega nautgriparækt og sauðfjárrækt.

Fjöldi búfjár og tegundir? 540–560 vetrarfóðraðar kindur, 120–130 nautgripir – þar af um 43 mjólkurkýr – alltof mörg hross (hagasláttuvélar), 1 hani, 10 hænur og 2 svín.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 

Dagarnir byrja og enda alla jafna á fjósverkum og gjöfum. Svo eru ýmis verk þar á milli og jafnvel á ókristilegum tímum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur og svo er haustið skemmtilegur tími, en allra leiðinlegast er að mála.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Nýtt fjós og fleiri nautgripir, líkur á að fé muni fækka.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Betur má ef duga skal.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það mun fara eftir því hvort það sé pólitískur vilji til að stuðla að öflugum landbúnaði.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Í hágæða vöru á góðu verði, því ekki keppum við í magninu.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur, rjómi, mjólk og heimagerð sulta af einhverri gerð.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfillet í blaðlauks- og sveppasósu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar kýrin Sletta 230 bar þremur Limosine-blendings kálfum fullfrískum. 

Svo er alveg merkilegt hvað kýr eru duglegar að bera á smaladögum.

3 myndir:

Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...