Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Heyrt fyrir norðan
Lesendarýni 3. febrúar 2015

Heyrt fyrir norðan

Góðir lesendur, gleðilegt nýtt ár og megi ykkur ganga allt í haginn á nýju ári. Það viðrar vel til bjartsýni í mjólkurframleiðslu og aldrei hefur framleiðsla og sala mjólkurafurða gengið eins vel og farsællega og á undangengnu ári 2014.
Kristján Gunnarsson.
 
Sala á feitum mjólkurafurðum með ólíkindum mikil, já svo mikil að  rætt hefur verið í fullri alvöru hvort rétt væri og hvort það mundi skila árangri að hækka greiðsluhlutfall fitu í grundvallarverði  úr 50% og upp í 75%, en fyrir 3 árum síðan var fitugreiðsluhlutfall grundvallar mjólkur 25% og 75% prótein, sem sé hugað var að algjörum viðsnúningi greiðsluhlutfalls í verðlagningu mjólkur frá framleiðendum.
 
Til allrar hamingju hafa þeir sem þetta ræddu, að ég held, komið aftur niður á jörðina og látið nægja að halda áfram með 50/50 fitu og prótein enda hefði annað í raun verið heljarinnar mistök því ræktun og framfarir í erfðum og mótun nautgriparæktarinnar á Íslandi hefur síðustu 15 árin miðast við að ná fram hækkun á próteini í mjólk, hærri nyt og betri júgurbyggingu.
 
Enginn hugsaði um að halda upp á fituna á þessum árum. Svo voru að sjálfsögðu „aukafídusar“ þessi gömlu áhersluatriði svo sem betra skap, betri júgurfesting og ýmsir áhrifavaldar til skrokkbyggingar íslensku kýrinnar.
 
Það er ekki svo að bændur geti snúið einhverjum handföngum og stutt á takka á kúnum eins og mixara, meiri fitu-handfangið er ekki til nema að menn geri sér að góðu önnur 15–20 ár í ræktun.
Bændur hafa visst svigrúm til aukningar fitu í mjólk með fóðrunarformúlum en aðeins upp að vissu marki og oft með áhættuþáttum sem geta orsakað vissa fóðrunar- og eða álagssjúkdóma. En frá þessum leiðindum í aðra sálma.
 
Mjaltaþjónum rignir til Íslands
 
Mjólkurframleiðendur, sem flestir eru ungir að árum, hafa í tugavís farið út í miklar fjárfestingar til að auka vinnuhagræði í fjósum og með stefnuna á auknar afurðir kúa sinna með breyttri mjaltatækni. 
Mjaltaþjónum hreinlega rignir til Íslands, fjölda fjósa er verið að breyta í legubásafjós, nær öll með mjaltaþjón eða mjaltaþjóna og ný fjós líta dagsins ljós hvert af öðru.
 
Ekki eru þó eingöngu þarna að verki ungir bændur heldur einnig miðaldra bændur sem standa á tímamótum, margir um fimmtugt og eru að létta sér síðustu 15–20 árin og margir eru í leiðinni að búa í haginn fyrir áhugsama arftaka sem líta ekki við básafjósi með rörmjaltakerfi.
 
Nýju fjósin með allri tækni og sjálfvirkni sem boðið er upp á, segjum  1000 m2 fjós með 70 legubása fyrir mjólkandi kýr, einum mjaltaþjóni, flórþjark, legubása fyrir geldneyti og stálpaða kálfa auk sjúkra- og burðarstíu, hálmstíum fyrir smákálfa og haughúsi undir nær öllu kostar á bilinu 140–160 milljónir og meðalbreyting á eldra fjósi, sams konar tækni, hlaðan tekin undir og hugsanlega einnig byggt lítillega við kostar að meðaltali 60–80 milljónir og sum mun meira.
 
Þetta eru tölur sem greinarhöfundur hefur hlerað hjá bændum í framkvæmdum.
Þetta eru miklar fjárhagslegar skuldbindingar og trúlega sjá þessir áhugasömu dugnaðarforkar ekki fram á skuldleysi í nánustu framtíð.
En þarna er líka verið að búa sig undir sífellt meiri kröfur og strangari reglugerðir sem framfylgt er af hálfu MAST.
Þær kröfur, margar bæði gáfulegar og sjálfsagðar en einnig nokkrar lakari og jafnvel vanhugsaðar að mati greinarhöfundar og móta stefnuna gangvart núverandi og komandi kynslóð bænda.
 
Allt er svo gott sem samið er í ES, eða hvað? 
 
Því miður eru margar ES-reglur þannig gerðar og einnig túlkaðar hér að halda mætti að hluti reglugerðarsmiða ES hefðu aldrei í fjós komið, sk. bókstafstrúarmenn þ.e. „Þetta stendur hér skrifað og þá hlýtur það að vera rétt.“
 
Og oftar en ekki eru þessir bókstafstrúarmenn lögfræðingar en ekki dýralæknar. Nefni hér nokkrar góðar en aðrar slæmar málsgreinar i nýju aðbúnaðarreglugerðinni, tek fram að þetta er persónulegt mat greinarhöfundar. Nefni gott innlegg:
„Allir nautgripir, að undan­skildum graðnautum, skulu komast á beit á grónu landi í átta vikur hið minnsta, á tímabilinu frá 15. maí til 15. október ár hvert. Aðgangur að útigerði uppfyllir ekki kröfu um útivist á grónu landi.“  Fínt mál nema fyrir graða bola blessaðan, hann má húka í stíunni sinni alla ævi [Athugasemd KG.]
 
„Gripir skulu vera hreinir og ekki klepróttir.“
- Ef gripir eru hreinir, þá eru þeir örugglega ekki klepraðir? [Athugasemd KG.]
 
„Klaufir skulu vera vel hirtar og gripum haldið hreinum og klipptir eftir því sem þörf er á.“
Jæja og já, þeir voru búnir að segja þetta, eru ekki allir vel hirtir og hreinir gripir klipptir? [Athugasemd KG.]
 
„Gripaflutningamenn skulu alla jafna ekki koma inn í rými þar sem gripir eru haldnir þegar afhending gripa fer fram. Í fjósum byggðum eftir gildistöku reglugerðar þessarar skulu aðstæður vera þannig að við afhendingu gripa þurfi gripaflutningamenn ekki að koma inn í rými þar sem gripir eru haldnir.“
 -Þetta er algjört klúður og getur verið lífshættulegt, gripabílstjórinn verður í flestum tilfellum að geta stigið fæti inn í afhendingarstíu því oft er um fullorðin naut að ræða sem bóndinn einn og jafnvel með annan með sér ræður ekki við og þetta er því oftar 3 manna tak en 2 manna. [Athugasemd. KG.]
 
„Í stíum með sérstöku legusvæði skal legusvæðið samsvara 1 m2 á hver 100 kg heildarlífþunga gripa í stíunni.“
-Ja, hérna fullorðin kýr gæti þurft 5m2!.... já einmitt 5m2. þarna kæmist Geirmundur með alla hljómsveit sína leikandi með á legusvæðið öllum til skemmtunar. Sæll Geirmundur! [Athugasemd. KG.]
 
Svo kemur þessi:
„Allir gripir skulu komast samtímis að fóðri!“ - En á öðrum stað rétt við: „Ef tryggt er að ferskt fóður sé aðgengilegt allan sólarhringinn og stærð og hönnun stíunnar er með þeim hætti að sterkari gripir geti ekki einokað átplássið, er nægjanlegt að þriðjungur gripa geti étið samtímis.“Ansi munar nú mikið um plássið til áts eða er þetta uppeldið þ.e. kurteisi eldri kúa? [Athugasemd KG.]
 
Síðan þessi:
„Átsvæði skal vera að minnsta kosti 10 cm hærra en það gólf sem gripirnir standa á. (Í lausagöngufjósi)  en 5 cm í gömlu básafjósi.“
-Jamm og jæja, kýrnar í gömlu fjósunum eru örugglega miklu betri í hjánum en sparikýrnar í nýju fjósunum, eða hvað? [Athugasemd KG.]
 
Sem sé, ég sem er örugglega með svona meðalgreind, er ekki alveg að ná þessu en finnst ýmis atriði samt fín. Önnur eru lakari eða fikt aðila sem allir vilja setja nafn sitt á listaverkið, líklega ekki alltaf skiljandi tilganginn eða boðskapinn. Svipað og þegar sá mikli húmoristi og snillingur, Stefán Þengilsson, sem flestir Norðlendingar þekkja, var að selja málverk eftir sjálfan sig og einn kaupenda sagði:
„Heyrðu Stefán, ég ætla að kaupa þessa mynd en það vantar nafnið þitt á hana, viltu merkja hana fyrir mig?“ - Og vinur okkar, Stefán Þengilsson, leit á listaverkið, hallaði ögn undir flatt og svaraði eftir smá vangaveltur: - „Ekkert mál, hvernig ætlarðu að snúa henni?“                              
                  
Það skal skýrt tekið fram að ES-reglurnar sem aðbúnaðarreglugerðin byggist á eru ekki yfirdýralækni, héraðsdýralæknum eða eftir­litsdýralæknum hérlendis um að kenna eða þakka, og fá þessir aðilar í fangið það vandasama verk að reyna að gera gott brauð úr misjöfnu hráefni. Það er ekki fyrir hvern sem er að landa því verkefni án árekstra við bændur.
 
Þá vil ég biðja þá sem eru viðkvæmir fyrir reglugerðar­breytingum afsökunar hafi ég móðgað einhvern með léttúðlegu flandri um nýju reglugerðina, það er nú einu sinni svo að stundum verður að taka breytingum með léttu geði, þá taka menn frekar gleði sína á ný.
 
Ekki meira að sinni, en í næsta pistli tek ég tali miðaldra harðdugleg hjón sem eru að gjörbreyta búskaparháttum sínum úr venjulegu fjósi og mjöltum í nýjustu tækni, auðvitað með tilheyrandi skuldaaukningu. – Hvað kemur til ákvörðunar svo viðamikilli ákvörðun? Eru þau að spila rassinn úr buxunum eða hvað? Þau tóku meðal annars 500 m2 hlöðu og breyttu henni í tæknifjós með bestu fáanlegu tækni sem til er. Af hverju?  Við spyrjum þau og fáum hreinskilin svör.
 
Kristján Gunnarsson  ráðgjafi hjá Bústólpa ehf.

2 myndir:

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...