Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eftir áramót verða sex minkabú eftir í landinu, þar af fimm á Suðurlandi og eitt í Mosfellsdal.
Eftir áramót verða sex minkabú eftir í landinu, þar af fimm á Suðurlandi og eitt í Mosfellsdal.
Mynd / smh
Fréttir 21. nóvember 2023

Helmingsfækkun minka

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stærsti minkabóndi landsins hættir búskap um áramótin. Hann segir átta ára taprekstur of langan tíma og framtíðarhorfur ekki góðar.

Einar Eðvald Einarsson, minkabóndi á Syðra­Skörðugili í Skagafirði og formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segist ekki geta haldið áfram búrekstri. Hann rekur jafnframt minkabúið í Héraðsdal í Skagafirði í samvinnu við danska bændur, en saman eru þessi bú með 6.400 læður, sem er 45 prósent stofnsins í landinu. „Þar með verður enginn minkur á öllu Norðurlandi, Austurlandi og Vesturlandi,“ segir Einar.

Eftir áramót verði því sex minkabú eftir í landinu, þar af fimm á Suðurlandi og eitt í Mosfellsdal. Einar segir loðdýradeild BÍ halda áfram störfum svo lengi sem búgreinin verði í landinu.

Kostnaður vaxi

„Ég væri ekki að hætta ef ég hefði einhverja trú á framtíðinni,“ segir Einar, sem reiknar ekki með að ástandið lagist í bráð. „Kostnaðurinn við þessa framleiðslu vex og vex. Kostnaðaraukningin hjá mér á milli áranna 2022 og 2023 var í kringum 39 prósent á skinn.“ Þetta gangi ekki til lengdar þegar verðið sem fæst á uppboðum sé nálægt helmingi af kostnaðarverði og ekki seljist allur lagerinn.

Frá 2007 til 2015 voru mjög góð ár í minkaræktinni, en Einar segist alltaf hafa búist við því að verðið færi niður, enda sögulega séð alltaf þriggja til fjögurra ára niðursveiflur á milli uppgangsára. „Svo eru þetta orðin átta ár og þrátt fyrir að maður hafi unnið algjörlega launalaust og hagrætt út yfir gröf og dauða, þá er það ekki hægt endalaust,“ segir Einar.

Fyrstu fimm árin hafi verið viðráðanleg, en með hækkandi kostnaði á öllum sviðum, sérstaklega undanfarið ár, hafi grundvöllurinn endanlega brostið. „Vissulega gæti verðið hækkað á næsta ári en það þarf bæði mikla hækkun og langan góðæriskafla til að vinna upp töpuð ár.“

Einar segist ekki geta svarað því hvað taki við á Syðra­Skörðugili og Héraðsdal eftir þetta. Fyrst þurfi að leysa úr ótal flækjum sem komi upp þegar rekstur sem þessi sé stöðvaður. „Vonandi tekst að koma húsunum aftur í einhverja notkun, hvort sem það verður framleiðsla á einhverju eða geymsla.“

Sunnlendingar halda áfram

Bjarni Stefánsson, minkabóndi í Túni í Flóa, segist ætla að halda sínum búskap áfram. Hann hefur ekki heyrt til þess að aðrir minkabændur á Suðurlandinu hyggist bregða búi. Nú snúist reksturinn um að lifa af, rétt eins og í öðrum búgreinum.

Ástæðan fyrir því að hann vill halda áfram sé sú að framleiðslan á minkaskinnum á heimsvísu sé orðin minni en það sem verið er að selja þessi misserin. Lögmálið um framboð og eftirspurn ætti því að gefa vonir um verðhækkanir. Þá búi minkabændur á Suðurlandi við lægra fóðurverð en á Norðurlandi vegna lægri flutningskostnaðar, sem þýði aðrar rekstrarforsendur.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f