Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Heklað utan um steina
Hannyrðahornið 20. maí 2015

Heklað utan um steina

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Að hekla utan um steina er skemmtileg leið til þess að lífga upp á umhverfið. Heklaðir steinar sóma sér vel sem skraut innan heimilisins, á útidýratröppunum, í garðinum og bústaðnum.
 
Garn: Heklgarn frá Garn.is.
Heklunál nr. 1,5-2.
 
Skammstafanir
L = lykkja, LL = loftlykkja, LL-bil = loftlykkjubil, KL = keðjulykkja, FP = fastapinni, ST = stuðull, TVÖFST = tvöfaldur stuðull, ÞREFST = þrefaldur stuðull, sl. = sleppa.
 
Uppskrift
Fitjið upp 6 LL eða gerið töfralykkju.
1. umf: Heklið 7 LL (telst sem 1 TVÖFST og 3 LL), *1 TVÖFST inn í hringinn, 3 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 4. LL af þeim 7 sem heklaðar voru í byrjun.
2. umf: Færið ykkur yfir í næsta LL-bil með KL, heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 3 ST í sama LL-bil, 2 LL, *4 ST í næsta LL-bil, 2 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun.
3. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 1 ST í næstu 2 L, 2 ST í næstu L, 3 LL, sl. 2 LL, *1 ST í næstu 3 L, 2 ST í næstu L, 3 LL, sl. 2 LL* endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun.
4. umf: Heklið 1 FP í fyrstu L, 4 LL, 1 ÞREFST í næstu L, 1 TVÖFST í næstu L, 1 ST í næstu L, 1 FP í næstu L, *5 LL, sl. 3 LL, 1 FP í næstu L, 4 LL, 1 ÞREFST í næstu L, 1 TVÖFST í næstu L,  1 ST í næstu L, 1 FP í næstu L* endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með því að hekla 2 LL og 1 ST í FP sem heklaður var í byrjun. (Umferðinni er lokað með þessum hætti svo næsta umferð byrji í miðju LL-bili).
5. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í LL-bilið þar sem umf byrjar, 8 LL, 1 FP í topp ÞREFST, 8 LL, *1 FP í næsta LL-bil, 8 LL, 1 FP í topp ÞREFST, 8 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun.
5. umf: Heklið 4 KL upp eftir LL til þess að komast að miðju LL-bilsins, 1 LL, 1 FP í LL-bilið, *10 LL, 1 FP í næsta LL-bil*, endurtakið frá * að * 10 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun.
6. umf: Heklið 5 KL upp eftir LL til þess að komast að miðju LL-bilsins, 1 LL, 1 FP í LL-bilið, *12 LL, 1 FP í næsta LL-bil*, endurtakið frá * að * 10 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun.
 
Sjötta umferð er endurtekin þar til stykkið nær utan um steininn þar sem hann er breiðastur. Þar sem enginn steinn er eins verður hver heklari að áætla sjálfur hvert framhaldið er héðan af. Til þess að festa stykkið utan um steininn eru nú heklaðar umferðir þar sem LL er fækkað, t.d. 12 LL verða að 6 LL, þetta er gert þar til víst er að stykkið renni ekki af steininum.
 
Slítið frá, gangið frá endum og njótið vel.
Fleiri myndir og upplýsingar er að finna á www.garn.is. 
 
Heklkveðjur, Elín Guðrúnardóttir.

3 myndir:

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f