Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Heklað utan um steina
Hannyrðahornið 20. maí 2015

Heklað utan um steina

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Að hekla utan um steina er skemmtileg leið til þess að lífga upp á umhverfið. Heklaðir steinar sóma sér vel sem skraut innan heimilisins, á útidýratröppunum, í garðinum og bústaðnum.
 
Garn: Heklgarn frá Garn.is.
Heklunál nr. 1,5-2.
 
Skammstafanir
L = lykkja, LL = loftlykkja, LL-bil = loftlykkjubil, KL = keðjulykkja, FP = fastapinni, ST = stuðull, TVÖFST = tvöfaldur stuðull, ÞREFST = þrefaldur stuðull, sl. = sleppa.
 
Uppskrift
Fitjið upp 6 LL eða gerið töfralykkju.
1. umf: Heklið 7 LL (telst sem 1 TVÖFST og 3 LL), *1 TVÖFST inn í hringinn, 3 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 4. LL af þeim 7 sem heklaðar voru í byrjun.
2. umf: Færið ykkur yfir í næsta LL-bil með KL, heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 3 ST í sama LL-bil, 2 LL, *4 ST í næsta LL-bil, 2 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun.
3. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 1 ST í næstu 2 L, 2 ST í næstu L, 3 LL, sl. 2 LL, *1 ST í næstu 3 L, 2 ST í næstu L, 3 LL, sl. 2 LL* endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun.
4. umf: Heklið 1 FP í fyrstu L, 4 LL, 1 ÞREFST í næstu L, 1 TVÖFST í næstu L, 1 ST í næstu L, 1 FP í næstu L, *5 LL, sl. 3 LL, 1 FP í næstu L, 4 LL, 1 ÞREFST í næstu L, 1 TVÖFST í næstu L,  1 ST í næstu L, 1 FP í næstu L* endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með því að hekla 2 LL og 1 ST í FP sem heklaður var í byrjun. (Umferðinni er lokað með þessum hætti svo næsta umferð byrji í miðju LL-bili).
5. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í LL-bilið þar sem umf byrjar, 8 LL, 1 FP í topp ÞREFST, 8 LL, *1 FP í næsta LL-bil, 8 LL, 1 FP í topp ÞREFST, 8 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun.
5. umf: Heklið 4 KL upp eftir LL til þess að komast að miðju LL-bilsins, 1 LL, 1 FP í LL-bilið, *10 LL, 1 FP í næsta LL-bil*, endurtakið frá * að * 10 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun.
6. umf: Heklið 5 KL upp eftir LL til þess að komast að miðju LL-bilsins, 1 LL, 1 FP í LL-bilið, *12 LL, 1 FP í næsta LL-bil*, endurtakið frá * að * 10 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun.
 
Sjötta umferð er endurtekin þar til stykkið nær utan um steininn þar sem hann er breiðastur. Þar sem enginn steinn er eins verður hver heklari að áætla sjálfur hvert framhaldið er héðan af. Til þess að festa stykkið utan um steininn eru nú heklaðar umferðir þar sem LL er fækkað, t.d. 12 LL verða að 6 LL, þetta er gert þar til víst er að stykkið renni ekki af steininum.
 
Slítið frá, gangið frá endum og njótið vel.
Fleiri myndir og upplýsingar er að finna á www.garn.is. 
 
Heklkveðjur, Elín Guðrúnardóttir.

3 myndir:

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...