Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heklað utan um steina
Hannyrðahornið 20. maí 2015

Heklað utan um steina

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Að hekla utan um steina er skemmtileg leið til þess að lífga upp á umhverfið. Heklaðir steinar sóma sér vel sem skraut innan heimilisins, á útidýratröppunum, í garðinum og bústaðnum.
 
Garn: Heklgarn frá Garn.is.
Heklunál nr. 1,5-2.
 
Skammstafanir
L = lykkja, LL = loftlykkja, LL-bil = loftlykkjubil, KL = keðjulykkja, FP = fastapinni, ST = stuðull, TVÖFST = tvöfaldur stuðull, ÞREFST = þrefaldur stuðull, sl. = sleppa.
 
Uppskrift
Fitjið upp 6 LL eða gerið töfralykkju.
1. umf: Heklið 7 LL (telst sem 1 TVÖFST og 3 LL), *1 TVÖFST inn í hringinn, 3 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 4. LL af þeim 7 sem heklaðar voru í byrjun.
2. umf: Færið ykkur yfir í næsta LL-bil með KL, heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 3 ST í sama LL-bil, 2 LL, *4 ST í næsta LL-bil, 2 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun.
3. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 1 ST í næstu 2 L, 2 ST í næstu L, 3 LL, sl. 2 LL, *1 ST í næstu 3 L, 2 ST í næstu L, 3 LL, sl. 2 LL* endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun.
4. umf: Heklið 1 FP í fyrstu L, 4 LL, 1 ÞREFST í næstu L, 1 TVÖFST í næstu L, 1 ST í næstu L, 1 FP í næstu L, *5 LL, sl. 3 LL, 1 FP í næstu L, 4 LL, 1 ÞREFST í næstu L, 1 TVÖFST í næstu L,  1 ST í næstu L, 1 FP í næstu L* endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með því að hekla 2 LL og 1 ST í FP sem heklaður var í byrjun. (Umferðinni er lokað með þessum hætti svo næsta umferð byrji í miðju LL-bili).
5. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í LL-bilið þar sem umf byrjar, 8 LL, 1 FP í topp ÞREFST, 8 LL, *1 FP í næsta LL-bil, 8 LL, 1 FP í topp ÞREFST, 8 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun.
5. umf: Heklið 4 KL upp eftir LL til þess að komast að miðju LL-bilsins, 1 LL, 1 FP í LL-bilið, *10 LL, 1 FP í næsta LL-bil*, endurtakið frá * að * 10 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun.
6. umf: Heklið 5 KL upp eftir LL til þess að komast að miðju LL-bilsins, 1 LL, 1 FP í LL-bilið, *12 LL, 1 FP í næsta LL-bil*, endurtakið frá * að * 10 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun.
 
Sjötta umferð er endurtekin þar til stykkið nær utan um steininn þar sem hann er breiðastur. Þar sem enginn steinn er eins verður hver heklari að áætla sjálfur hvert framhaldið er héðan af. Til þess að festa stykkið utan um steininn eru nú heklaðar umferðir þar sem LL er fækkað, t.d. 12 LL verða að 6 LL, þetta er gert þar til víst er að stykkið renni ekki af steininum.
 
Slítið frá, gangið frá endum og njótið vel.
Fleiri myndir og upplýsingar er að finna á www.garn.is. 
 
Heklkveðjur, Elín Guðrúnardóttir.

3 myndir:

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...