Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Geitaostar frá Finca Olivio gegna lykilhlutverki á veitingastaðnum El Olivio. Geitum er slátrað á búgarðinum og kjötið boðið til sölu á veitingastaðnum. Mynd / Sveinn Margeirsson.
Geitaostar frá Finca Olivio gegna lykilhlutverki á veitingastaðnum El Olivio. Geitum er slátrað á búgarðinum og kjötið boðið til sölu á veitingastaðnum. Mynd / Sveinn Margeirsson.
Skoðun 9. maí 2019

Heimaslátrun og bein markaðssetning kjötafurða á Kúbu

Höfundur: Sveinn Margeirsson.

Í kjölfar þess að starfsferli mínum hjá Matís lauk með skyndilegum hætti í desember sl., ákvað ég að fylgja eftir áherslum á aukna framlegð bænda af sölu lambakjöts, sem ég hafði verið mjög áfram um sem forstjóri Matís. Það er bjargföst trú mín (studd niðurstöðum rannsókna) að ein leið til þess sé að stuðla að því að neytendur og bændur geti átt í beinum viðskiptum sín á milli.

Bein markaðssetning matvæla eykst ár frá ári. Þar ræður m.a. mjög aukinn áhugi neytenda á að þekkja sögu matvæla, en jafnframt minna traust á dreifingu í gegnum hefðbundnar virðiskeðjur (sem enda alla jafna á stórverslunum), í kjölfar endurtekinna tilvika matarsvika og rangra merkinga. Má í því samhengi nefna iðnaðarsalt og hrossakjöt sem selt var í nautakjötslíki. Reynslan sýnir jafnframt að í hefðbundnum virðiskeðjum eru hagsmunir matvælaframleiðenda (bænda) stundum látnir sitja á hakanum, milliliðir taka til sín drjúgan hluta af framlegðinni, en skella svo skuld á frumframleiðendur þegar umræða um hátt matvælaverð fer af stað.

Íþyngjandi regluverk á Kúbu

Kúba er einn þeirra staða sem ég hef heimsótt síðustu mánuðina, en fjölskyldan ákvað að breyta til í kjölfar uppsagnar minnar hjá Matís og kanna nýjar slóðir, samhliða því að fyrrverandi forstjórinn gæti sinnt hugðarefnunum. Það verður að segjast eins og er, regluverkið á Kúbu er vægast sagt íþyngjandi. 

Einkaaðilar geta sig vart hreyft, ríkið á til dæmis öll hótel (ef ferðamenn vilja versla við einkaaðila þurfa þeir að vera í heimagistingu). Ríkið á rétt á að kaupa 90% af sumum landbúnaðarafurðum á hrakvirði og er eigandi stórs hluta landbúnaðarlands á Kúbu. Hagkerfið er í raun í heljargreipum ríkisins. Það er þó á einu sviði sem frjálsræði á Kúbu er mun meira en á Íslandi – bændur geta slátrað sjálfir heima.  Þeir selja kjöt af heimaslátruðu á mörkuðum og beint inn á veitingastaði með góðum árangri.

Góðir veitingastaðir á Kúbu virðast flestir hafa bein tengsl við bændur.  Þegar spurt er um uppruna afurðanna svara þjónarnir stoltir til um staðsetningu bænda sem veitingastaðurinn á í viðskiptum við og leggja áherslu á að samband veitingastaðarins og bændanna styðji starfsemi bændanna og þróun frjálsara hagkerfis á Kúbu (flestir betri veitingastaðir á Kúbu virðast vera í einkaeigu).

Bændur fá tækifæri til frumkvæðis

Einn þeirra veitingastaða sem fróðleiksfúsir Íslendingar hafa heimsótt á Kúbu heitir Olivio, í Vinales í vesturhluta Kúbu. Þar miðast matargerðin við framboð hráefna frá býlinu Finca Olivio og er gestum boðið að heimsækja býlið, sem er í um 3 km fjarlægð frá veitingastaðnum. Myndbönd á skjám sýna líf og störf á býli með lífræna ræktun; meðferð dýranna, ostagerð, grænmetisrækt o.fl.  Þetta er dæmi um markaðssetningu bænda á sérvöru. Bændur fá tækifæri til frumkvæðis, án þess að tuttugustu aldar hugsanagangur stórra eininga og ríkisafskipta hefti þá í að koma til móts við óskir neytenda nýrrar aldar um aukna þekkingu og gagnsæi í verslun með matvæli. 

Það var óneitanlega gaman að heimsækja Finca Olivio og þótt það sé ekki pláss hér til að lýsa öllu því sem þar má læra, finnst mér viðeigandi að vitna til Pedro Luiz Jiminez staðarhaldara:

„Það er alþjóðleg þróun að neytendur vilji vita hvaðan maturinn þeirra kemur. Vinales gerir út á ferðamennsku og Olivio hefur lagt sig fram um að koma til móts við þeirra óskir, með góðum árangri.“
Þetta er hægt á Kúbu. Vonandi getum við Íslendingar bráðum gert svipaða hluti!

Þetta er fyrsta af fyrirhuguðum fjórum greinum í greinaflokki Sveins og Ólafs Margeirssona um reglur og ríkisafskipti af landbúnaði víða um heim.

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...