Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigríður Sigurðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir klára síðustu vaktina í Bændahöllinni.
Sigríður Sigurðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir klára síðustu vaktina í Bændahöllinni.
Fólk 13. janúar 2016

Heiðurskonur kveðja Bændahöllina

Heiðurskonurnar og handboltahetjurnar Sigríður Sigurðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir létu af störfum sem ræstitæknar Bændasamtaka Íslands (BÍ) um síðustu mánaðamót, eftir áratuga störf fyrir samtökin. 
 
Þær stöllur voru formlega kvaddar í jólaboði Bændasamtakanna í hádeginu síðastliðinn þriðjudag og þakkað vel unnin störf. Sigríður sagði í samtali við tíðindamann Bændablaðsins að hennar starfsferill hjá BÍ, sem þá hét Búnaðarfélag Íslands, hafi byrjað árið 1969, í tíð Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra, eða fyrir 46 árum. Ingibjörg hóf störf sex árum seinna, eða 1975, og þá var Halldór enn við stjórnvölinn.
Sigríður segir að henni hafi boðist þetta starf eftir að Bændasamtökin fluttu úr Tjarnargötunni í Bændahöllina sem þá var nýlega byggð. Báðar tala þær um hvað þetta sé búið að vera ánægjulegt, sérstaklega að umgangast allt það skemmtilega fólk sem starfað hefur hjá Bændasamtökunum í gegnum tíðina.  
 
Skemmtilegt lið
 
„Þetta var svo skemmtilegt lið,“ segir Ingibjörg. „Þarna voru m.a. í upphafi bræðurnir Hannes Pálsson og Halldór Pálsson, Gísli gamli Kristjáns, Guðmundur Jósafats, Ólafur Stefánsson á Álftanesi og margir fleiri.“ Mikið hafi síðan breyst á löngum tíma, nema andinn í Bændahöllinni, hann sé alltaf góður. 
 
Hafa upplifað miklar breytingar á starfstímanum
 
Þegar þær Sigríður og Ingibjörg hófu störf voru tvær stofnanir bænda með starfsemi sína í Bændahöllinni. Það var Búnaðarfélag Íslands og Stéttarsamband bænda. Búnaðar­félag Íslands var lagt niður og sameinað Stéttarsambandi bænda með lögum árið 1994. Var það síðan formgert með stofnun Bændasamtaka Íslands árið 1995 sem eru í dag heildarsamtök íslenskra bænda. Þau eru samtök 13 búnaðarsambanda og 12 búgreinasambanda.
 
Sigríður og Ingibjörg eru því búnar að upplifa miklar breytingar á samtökum bænda og einnig á húsnæðinu sem starfsemin hefur verið í. Það hafa þær þrifið af mikilli samviskusemi alla tíð, eða þar til þær létu af störfum nú í lok nóvember. 
 
Handboltahetjur Íslands
 
Sigríður er í hugum margra ein af helstu handboltahetjum Íslendinga. Hún er Valsari út í gegn og lagði skóna á hilluna, eins og sagt er, 1969, eða sama ár og hún hóf störf hjá Búnaðarfélaginu.
„Ég lauk ferlinum með því að vinna Íslandsmótið með sigri uppi á Skaga. Við vorum líka búnar að vinna Fram og þetta var orðið ágætt,“ segir Sigga og hlær.
 
Ingibjörg, sem er mágkona Sigríðar, var líka mikil keppnismanneskja í handboltanum, en hún spilaði með Fram. Hún segir að þær hafi ósjaldan keppt á móti hvor annarri og tekist á af mikilli hörku. Stundum háttaði þannig til að þær voru báðar í kvöldmat hjá foreldrum hennar, en eftir mat fóru þær svo að keppa í handbolta, en báðar voru fyrirliðar sinna liða. Þótt rígur væri á milli félaganna skyggði það samt aldrei á vináttu þeirra. 
 
Sigríður segir að umhverfið og aðbúnaðurinn í handboltanum hafi gjörbreyst. Áður voru þær að keppa utanhúss, stundum á grasvöllum, en líka oft á malarvöllum. Geta má nærri að eftir keppni á malarvöllum hafi verið ansi mikið um skrámur.
 
Innilegar þakkir
 
Starfsfólk Bændablaðsins þakkar þeim Sigríði og Ingibjörgu fyrir alla þeirra eljusemi og sérlega notaleg kynni í gegnum tíðina. Er þeim óskað alls hins besta á komandi árum./HKr.

2 myndir:

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...