Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Haustgleði
Hannyrðahornið 31. október 2017

Haustgleði

Þegar ég sá þessa uppskrift hjá Garnstudio.com ákvað ég strax að ömmustelpurnar mínar fengju svona. Þetta er hlýtt pils og á eftir að gleðja margar stelpur. Það er gaman að prjóna og pilsið tilvalið í leik og starf barnanna. 
 
Stærðir: 
2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára
Stærðir í sm: 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152 
 
Garn: DROPS MERINO EXTRA FINE sem fæst í Handverkskúnst
150-150-200-200-200-250 g, litur nr 30
Einnig hægt að nota Karisma og Lima 
Prjónar: Hringprjónn, 60 sm, nr 4 og 40 sm, nr 3,5 (fyrir stroff) – 
Prjónfesta: 21 lykkja og 28 umferðir með sléttu prjóni = 10x10 sm
Heklunál nr 3,5
 
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5.
 
ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúin brugðin, svo að ekki myndist gat. 
 
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
 
PILS:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður.
Fitjið upp 90-105-120-135-135-150 lykkjur á hringprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðin, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stykkið mælist 4-4-4-5-6-7 cm prjónið gataumferð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðin, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 8-9-9-11-13-15 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT Prjónið nú þannig: * 6 lykkjur brugðnar, A.1 (= 9 lykkjur) *, prjónið frá *-* út umferðina (= 6-7-8-9-9-10 mynstureiningar með A.1). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA
Haldið áfram með mynstur þannig: Prjónið A.1 1-1-1-1-2-2 sinnum á hæðina, A.2 1-1-1-1-1-1 sinni á hæðina, A.3 1-1-1-2-2-2 sinnum á hæðina, A.4 1-1-1-1-1-1 sinnum á hæðina og A.5 2-2-3-3-3-4 sinnum á hæðina. 
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju í byrjun hverrar brugðinnar einingar (= 6-7-8-9-9-10 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 1½-1½-2-2-2-2 cm millibili alls 10-9-9-9-10-11 sinnum, en aukið til skiptis út í lokin og í byrjun hverrar brugðinnar einingar (þ.e.a.s. í næsta skipti sem aukið er út, aukið út í lok hverrar brugðinnar einingar, síðan í byrjun á hverri brugðinni einingu o.s.frv). Þegar A.1 til A.5 hefur verið prjónað til loka eru 174-196-224-252-261-300 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.5 þar til stykkið mælist ca 17-17-21-24-26-29 cm frá prjónamerki (eða að óskuðu máli). Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan og fellið af með sléttum lykkjum. Allt pilsið mælist ca 26-27-31-36-40-45 cm frá uppfitjunarkanti og niður. 
 
SNÚRA:
Klippið 3 þræði Merino Extra Fine ca 3½ metra. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Byrjið við miðju að framan og þræðið snúruna upp og niður í gegnum gataumferðina. Hnýtið slaufu við miðju að framan. 
 
HEKLAÐUR KANTUR:
Heklið kant neðst niðri á pilsinu með Extra Fine með heklunál 3,5 þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, hoppið fram ca 1½ cm, heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með einni keðjulykkju í fyrstu fastalykkju.
 
 
 
 
Prjónakveðja,
mægðurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...