Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Haustgleði
Hannyrðahornið 31. október 2017

Haustgleði

Þegar ég sá þessa uppskrift hjá Garnstudio.com ákvað ég strax að ömmustelpurnar mínar fengju svona. Þetta er hlýtt pils og á eftir að gleðja margar stelpur. Það er gaman að prjóna og pilsið tilvalið í leik og starf barnanna. 
 
Stærðir: 
2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára
Stærðir í sm: 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152 
 
Garn: DROPS MERINO EXTRA FINE sem fæst í Handverkskúnst
150-150-200-200-200-250 g, litur nr 30
Einnig hægt að nota Karisma og Lima 
Prjónar: Hringprjónn, 60 sm, nr 4 og 40 sm, nr 3,5 (fyrir stroff) – 
Prjónfesta: 21 lykkja og 28 umferðir með sléttu prjóni = 10x10 sm
Heklunál nr 3,5
 
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5.
 
ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúin brugðin, svo að ekki myndist gat. 
 
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
 
PILS:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður.
Fitjið upp 90-105-120-135-135-150 lykkjur á hringprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðin, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stykkið mælist 4-4-4-5-6-7 cm prjónið gataumferð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðin, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 8-9-9-11-13-15 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT Prjónið nú þannig: * 6 lykkjur brugðnar, A.1 (= 9 lykkjur) *, prjónið frá *-* út umferðina (= 6-7-8-9-9-10 mynstureiningar með A.1). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA
Haldið áfram með mynstur þannig: Prjónið A.1 1-1-1-1-2-2 sinnum á hæðina, A.2 1-1-1-1-1-1 sinni á hæðina, A.3 1-1-1-2-2-2 sinnum á hæðina, A.4 1-1-1-1-1-1 sinnum á hæðina og A.5 2-2-3-3-3-4 sinnum á hæðina. 
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju í byrjun hverrar brugðinnar einingar (= 6-7-8-9-9-10 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 1½-1½-2-2-2-2 cm millibili alls 10-9-9-9-10-11 sinnum, en aukið til skiptis út í lokin og í byrjun hverrar brugðinnar einingar (þ.e.a.s. í næsta skipti sem aukið er út, aukið út í lok hverrar brugðinnar einingar, síðan í byrjun á hverri brugðinni einingu o.s.frv). Þegar A.1 til A.5 hefur verið prjónað til loka eru 174-196-224-252-261-300 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.5 þar til stykkið mælist ca 17-17-21-24-26-29 cm frá prjónamerki (eða að óskuðu máli). Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan og fellið af með sléttum lykkjum. Allt pilsið mælist ca 26-27-31-36-40-45 cm frá uppfitjunarkanti og niður. 
 
SNÚRA:
Klippið 3 þræði Merino Extra Fine ca 3½ metra. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Byrjið við miðju að framan og þræðið snúruna upp og niður í gegnum gataumferðina. Hnýtið slaufu við miðju að framan. 
 
HEKLAÐUR KANTUR:
Heklið kant neðst niðri á pilsinu með Extra Fine með heklunál 3,5 þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, hoppið fram ca 1½ cm, heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með einni keðjulykkju í fyrstu fastalykkju.
 
 
 
 
Prjónakveðja,
mægðurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...