Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hátíð Sturlu Þórðarsonar
Fólk 25. júlí 2014

Hátíð Sturlu Þórðarsonar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í tilefni þess að í ár eru liðin 800 ár frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og skálds er íbúum Dalabyggðar og gestum þeirra hér með boðið til Sturluhátíðar.

Hátíðin fer fram í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ sunnudaginn 27. júlí og hefst kl. 13:30.  Í lok hátíðarinnar, um kl. 15:30, verður haldið að Staðarhóli þar sem Sturla bjó um árabil og er jarðsettur.

Heiðursgestur hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands.

Samkoman hefst klukkan 13.30 með setningarávarpi Sveins Pálssonar sveitarstjóra Dalabyggðar.  Forsetar Alþingis Einar K. Guðfinnson og norska stórþingsins Olemic Tommessen munu flytja ávörp.  Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar flytur erindi um arfleifð Sturlu Þórðarsonar og Einar Kárason rithöfundur flytur efni um Sturlu sem hann kallar „Hann vissi ég alvitrastan og hófsamastan.“ 

Elísabet Haraldsdóttir menningarráðunautur fjallar um Sturluþing barna sem efnt verður til í samvinnu við barnaskóla á Vesturlandi næsta vetur. Þá gera Halla Steinólfsdóttir bóndi og Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur grein fyrir efninu: Dalirnir og Sturla, framtíðarsýn.

Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson flytja rímur.

Samkomunni í Tjarnarlundi lýkur upp úr klukkan þrjú með lokaorðum Sigurðar Þórólfssonar bónda í Innri-Fagradal.

Eftir samkomuna í Tjarnarlundi verður farið að Staðarhóli þar sem Sturla bjó og þar fjallar Magnús A. Sigurðsson fornleifafræðingur um hugsanlegar rannsóknir á Staðarhóli.

Upplýsingar um gistimöguleika í Dölum má finna á vefsíðunni VisitDalir.is eða á upplýsingamiðstöð Dalabyggðar í síma 434 1441.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni http://sturla800.wix.com/sturlathordarsoneða hjá Svavari Gestssyni gestsson.svavar@gmail.com- Þórunni Maríu Örnólfsdóttur tho27@hi.is  gsm. 845 6676 – eða á skrifstofu Dalabyggðar.
 

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...