Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Við háþrýstiþvott þyrlast alls kyns efni og bakteríur út í andrúmsloftið sem í sumum tilfellum geta verið hættuleg mönnum og dýrum.
Við háþrýstiþvott þyrlast alls kyns efni og bakteríur út í andrúmsloftið sem í sumum tilfellum geta verið hættuleg mönnum og dýrum.
Fréttaskýring 4. september 2019

Háþrýstiþvottur sögð ein af smitleiðunum í Efstadal II

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun telur að há­þrýsti­þvottur í umhverfi naut­gripa hafi verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II fyrr í sumar. Há­þrýstiþvottur á kálfastíu hefur líklega dreift smitefnum með andrúmslofti í nærumhverfið,  á yfirborðsfleti borða og stóla og jafnvel á ís og þannig orsakað smit.

Sigurborg Daðadóttir yfirdýra­læknir segir að nauðsynlegt sé að gera bændum grein fyrir því að það sé tvennt ólíkt að nota háþrýstiþvott á ytra byrði á húsi eða inni í gripahúsi þar sem er búfjárskítur með tilheyrandi bakteríum og smitefnum nánast úti um allt. Í flestum tilfellum er svona þvottur ekki hættulegur fólki eða dýrum þar sem yfirleitt eru í húsum bara bakteríur sem eru að jafnaði í umhverfinu. Í sumum tilfellum geta þó verið á staðnum smitefni sem eru hættuleg fyrir menn og eða dýr.“

Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.

Að sögn Sigurborgar er það mat Matvælastofnunar í dag að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II í fólk fyrr í sumar.

„Í Efstadal II var baktería, sem er hættuleg mönnum, í skít nautgripanna og líklegt að þær hafi þyrlast út í loftið þegar kálfastían var þrifin með háþrýstibúnaði. Við háþrýstiþvott er starfsmaðurinn sem er að þvo ataður í skít og bakterían berst á hann og næsta umhverfi, auk þess myndast úði sem dreifist með minnsta andblæ.

Eins og háttar til í Efstadal II eru borð og stólar skammt fyrir utan kálfastíuna og örstutt inn í ísbúðina, í því ljósi að kálfarnir eru smitaðir er aukin hætta á dreifingu smits við háþrýstiþvott. Auk þess sem snertismit getur átt sér stað þegar gestir snerta kálfana, borðin og stólana eftir að úðinn hefur sest.
Einnig getur orðið smit ef fólk andar að sér bakteríum sem eru í andrúmsloftinu eftir slíkan þvott. Bakteríurnar geta einnig borist með gegnumtrekk eða með fólki í ísbúðina og á ísinn. Ekki síst á góðviðrisdegi þegar mörg hundruð manns koma í heimsókn og hurðum kannski ekki alltaf lokað.“

Háþrýstiþvottur eykur líkur á smiti

„Mín skoðun er, og ég vil leggja á það áherslu, að bændur hætti að nota háþrýstitæki til þvotta á þeim stöðum þar sem hættulegar bakteríur eða annað smitefni geta verið, í raun þar sem er búfjárskítur, og leiti annarra leiða til þrifa,“ segir Sigurborg

Eins og kemur fram í frétt Matvælastofnunar hefur lágþrýstiþvottur, 20–22 bör, þá kosti umfram háþrýstiþvott, um og yfir 100 bör, að hvorki myndast úði né dreifast óhreinindi eins mikið. Lágþrýstiþvottur er því betri kostur til þvotta í landbúnaði þar sem óhjákvæmilega eru smitefni sem geta verið hættuleg heilsu manna og dýra.

„Í öllu falli ætti ekki að nota háþrýstiþvott þar sem nálægð er mikil milli dýra og manna og eða matvæla, því úðinn fer víða. Aldrei skal þvo gripahús með háþrýstingi þegar dýr eru inni og nota skal grímur til að verjast úðasmiti.“

Sýktist í kjölfar háþrýstiþvotts

Sigurborg segir að það að starfsmaður sem vann við háþrýstiþvott á kálfastíunni hafi verið einn þeirra sem  smitaðist vegna E. coli sýkingarinnar í Efstadal, ýti enn frekari stoðum undir þá kenningu að sýkingarnar tengist háþrýstiþvottinum.

„Sýking af völdum sníkjudýrsins Cryptosporidium parvum meðal dýralæknanema í Danmörku árið 2012 er gott dæmi um hvað getur gerst við háþrýstiþvott í smituðu umhverfi. Við frágang eftir verklega kennslu með kálfa sem voru með niðurgang var kennslurýmið háþrýstiþvegið og allir sem voru þar inni veiktust, alls 24 manns. Smitið barst að öllum líkindum með úðanum sem myndaðist við þvottinn, sem viðstaddir önduðu að sér.“

Sigurborg starfaði sem dýralæknir hjá alifuglafyrirtæki um og eftir síðustu aldamót. Hún segir að strax þá, fyrir 19 árum, hafi fyrirtækið losað sig við öll tæki til háþrýstiþvotta og tekið inn lágþrýstitæki í staðinn. Mikil ánægja hafi verið með þau skipti þá og notar fyrirtækið enn lágþrýstiþvott.

Nauðsynlegt að endurskoða starfsvenjur

Á heimasíðu Mast segir að víða á Íslandi sé hefð fyrir því að nota háþrýstiþvott í landbúnaði. Í úðanum sem myndast við háþrýstiþvott geta verið sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, til dæmis með því að anda úðanum að sér. Auk þess leggst úðinn á yfirborðsfleti og mengar þá. Smit getur þá orðið við snertingu. Fólk í landbúnaði þarf að gera sér grein fyrir þessu og endurskoða starfsvenjur sínar þannig að komið verði í veg fyrir óþarfa dreifingu smits. Það sama getur átt við í matvælaiðnaði.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...