Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Harðorð bókun í bæjarstjórn Akureyrar um hráakjötsfrumvarpið
Fréttir 8. mars 2019

Harðorð bókun í bæjarstjórn Akureyrar um hráakjötsfrumvarpið

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi B-lista í bæjarstjórn Akureyrar lagði fram bókun á fundi s.l.  þriðjudag um frumvarpið sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytinga á lögum um dýrasjúkdóma, matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Í frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir heimildum til innflutnings á hráu ófrosnu kjöti og ógerilsneiddum eggjum, en í bókunninni sem fulltrúar V-lista og M-lista tóku undir segir:

„Bæjarfulltrúar B-lista hvetja íslensk stjórnvöld til að kanna hvort endurskoða megi ákvæði innan EES samningsins með það að markmiði að hægt verði að tryggja áframhaldandi sérstöðu Íslands hvað varðar heilbrigði búfjárstofna og lága tíðni sýkinga af völdum fjölónæmra baktería. Matvælaöryggi og lýðheilsa eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir.

Áhyggjuefni er hversu skammt á veg undirbúningur fyrirhugaðra mótvægisaðgerða er kominn. Aðgerðaráætlunin kemur inn á mikilvæg atriði en dugir ekki ein og sér, auk þess sem gefinn er afar knappur tími til innleiðingar.

Verði frumvarpið að veruleika mun það hafa neikvæð áhrif á starfsumhverfi landbúnaðarins.  Á Akureyri má áætla að á fjórðahundrað störf séu beint afleidd af landbúnaði, þar af 220 í kjötvinnslu.  Landbúnaður er ein meginundirstaða atvinnu á landsbyggðinni.  Óábyrgt væri af stjórnvöldum að samþykkja frumvarp sem hefur slíkar afleiðingar án þess að tryggja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar, endurskoða tollasamninga og móta framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina.“

Gríðarlega stórt mál fyrir Akureyri og nærsveitir

Í ræðu sem Ingibjörg flutti í aðdraganda bókunarinnar sagði hún m.a.:

„Þetta er gríðarlega stórt mál og mikilvægt málefni fyrir íbúa Akureyrar og sveitarfélaganna í kring.

Á Eyjafjarðarsvæðinu hefur matvælaframleiðsla lengi verið ein af mikilvægustu atvinnugreinunum. Akureyri er stór þéttbýlisstaður í miðju matvælaframleiðsluhéraði með langa hefð fyrir úrvinnslu og annarri virðisaukandi starfsemi tengdri landbúnaði. Svo við setjum þetta í tölulegt samhengi þá eru um 300 manns sem starfa við úrvinnslu á landbúnaðarafurðum kjöti, eggjum og mjólk. Í þjónustu tengdri landbúnað þá erum við að tala um fóður, áburð, eldsneyti, flutninga, vélasölu og viðgerðir, og önnur aðföng til landbúnaðar. Þar starfa um 60 -70 manns. Þá eru ótalin öll afleidd störf.

Í gegnum tíðina hefur Akureyri byggt afkomu sína að hluta á þjónustu við þá aðila sem byggja afkomu sína á landbúnaði. Í skýrslu sem AFE vann í samstarfi allra atvinnuþróunarfélaganna og landshlutasamtaka kom fram að heildarvelta landbúnaðar er 73 milljarðar, 16% þeirra tekna verða til á Norðurlandi eystra.“

Ingibjörg vísaði einnig í atvinnustefnu Akureyrarbæjar um að bærinn verði þekktur sem miðstöð rannsókna og þróunar í íslenskum matvælaiðnaði og skapi þannig fjölda nýrra starfa bæði á sviði hátækni og framleiðslu í greininni. Síðan sagði hún:

„Íslenskir bændur eru að ég best veit óhræddir við samkeppnina sé hún byggð á sambærilegum og sanngjörnum samkeppnisgrundvelli.  Kröfur um aðbúnað dýra og sýklalyfjanotkun er allt önnur en gengur og gerist í löndum m.a. innan EES.  Staðreyndin er sú að við erum að keppa við framleiðslu þar sem sýklalyfjanotkun í landbúnaði er allt að 80 föld m.v. það sem er hérlendis og hormónagjöf er hluti af daglegum rekstri. Launakostnaður er mun lægri erlendis en hér heima auk þess sem reglur um aðbúnað og dýravelferð ganga mun lengra en víðast annarsstaðar.“

Veldur mögulega miklu tapi

Ingibjörg benti einnig á að í greinargerð með frumvarpinu væri talað um mikinn ávinning verði frjáls innflutningur á hráu kjöti leyfður.  Allt annað komi þó fram í útreikningum Deloitte. Þar sé er það metið sem svo að tekjutap kjötframleiðenda getið numið nær tveim miljörðum króna.

Verið að fórna gríðarlegum langtímahagsmunum

Það er alveg ljóst að þegar kemur að heilnæmi og sýklalyfjanotkun er íslenski búfjárstofninn í algjörri sérstöðu á heimsvísu.  Það er sorglegt ef við fórnum gríðarlegum langtímahagsmunum og sérstöðu fyrir minni skammtímahagsmuni örfárra einstaklinga.

Sérstaða okkar byggir m.a. á hreinleika búfjárstofna okkar, við þurfum að verjast þeirri ógn  sem blasir við vegna hugsanlegs sýklalyfjaónæmis.  Auk þess sem það er ófyrirséð hvaða áhrif þetta mun á eina stærstu atvinnugrein þjóðarinnar verði frumvarpið að veruleika. Frumvarpið eins og það er lagt fram í dag tekur ekki nægilega á þessum þáttum,“ sagði Ingibjörg Isaksen. 

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...