Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar, bauð forsetahjónunum upp á hið rómaða skógarkaffi.
Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar, bauð forsetahjónunum upp á hið rómaða skógarkaffi.
Líf og starf 22. ágúst 2016

Handverkshátíð og landbúnaðar- sýning að Hrafnagili

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Hátíðin  tókst afskaplega vel, veðrið lék við okkur alla dagana,“ segir Guðný Jóhannesdóttir, annar af tveimur framkvæmdastjórum Handverkshátíðar að Hrafnagili sem haldin var um liðna helgi. Jafnframt var efnt til veglegrar landbúnaðarsýningar sem vakti verðskuldaða athygli.  
 
Heimsóknir á hátíðina voru um 20 þúsund, en meðal gesta voru forsetahjónin, hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid sem nutu þess að ganga um sýninguna og kynna sér glæsilegt handverk og starfsemi íslensks landbúnaðar.
 
Árlega velur valnefnd Handverkshátíðar fallegasta sölubás ársins og handverksmann ársins. Handverksmaður ársins er Guðrún Kolbeins fyrir frábæra hönnun og handverk sem unnin er af fagmennsku, þar sem aldagömul vefnarðarhefð er færð til nútímans. Hildur H. List-hönnun hlaut verðlaun fyrir sölubás ársins og Kristján Guðlaugsson hjá Brak-handverk fékk hvatningarverðlaun hátíðarinnar, en skemmtileg nýting hans á rekavið kemur á óvart í frumlegum slaufum. 

14 myndir:

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...