Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar, bauð forsetahjónunum upp á hið rómaða skógarkaffi.
Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar, bauð forsetahjónunum upp á hið rómaða skógarkaffi.
Líf og starf 22. ágúst 2016

Handverkshátíð og landbúnaðar- sýning að Hrafnagili

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Hátíðin  tókst afskaplega vel, veðrið lék við okkur alla dagana,“ segir Guðný Jóhannesdóttir, annar af tveimur framkvæmdastjórum Handverkshátíðar að Hrafnagili sem haldin var um liðna helgi. Jafnframt var efnt til veglegrar landbúnaðarsýningar sem vakti verðskuldaða athygli.  
 
Heimsóknir á hátíðina voru um 20 þúsund, en meðal gesta voru forsetahjónin, hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid sem nutu þess að ganga um sýninguna og kynna sér glæsilegt handverk og starfsemi íslensks landbúnaðar.
 
Árlega velur valnefnd Handverkshátíðar fallegasta sölubás ársins og handverksmann ársins. Handverksmaður ársins er Guðrún Kolbeins fyrir frábæra hönnun og handverk sem unnin er af fagmennsku, þar sem aldagömul vefnarðarhefð er færð til nútímans. Hildur H. List-hönnun hlaut verðlaun fyrir sölubás ársins og Kristján Guðlaugsson hjá Brak-handverk fékk hvatningarverðlaun hátíðarinnar, en skemmtileg nýting hans á rekavið kemur á óvart í frumlegum slaufum. 

14 myndir:

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur
Fréttir 5. nóvember 2025

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur

Mikið áfall hefur dunið yfir hjónin og bændurna hjá Landnámseggjum ehf. í Hrísey...

Harðasti nagli norðursins í vanda
Fréttir 31. október 2025

Harðasti nagli norðursins í vanda

Snjótittlingi hefur fækkað á bilinu tvö til fimm prósent árlega á sunnanverðu há...

Hjartað varð eftir
Fréttir 31. október 2025

Hjartað varð eftir

Út er komin ljóðabók eftir Ásu Þorsteinsdóttur frá Unaósi.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f