Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Haldið verður upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Héraðsskólans á Skógum sunnudaginn 15. september frá kl. 15.00 til 18.00.
Haldið verður upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Héraðsskólans á Skógum sunnudaginn 15. september frá kl. 15.00 til 18.00.
Mynd / Andri Guðmundsson
Líf og starf 16. september 2019

Haldið upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Skógaskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sunnudagurinn 15. september verður stór dagur í Skógasafni undir Eyjafjöllum en þann dag frá 15.00 til 18.00 verður haldið upp á 70 ára afmæli safnsins, auk Skógaskóla. 
 
Hátíðin byrjar í Skógaskóla og síðan verður ný sýning opnuð um sögu þessara stofnana í safninu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað frá því að Skógasafn var fyrst opnað almenningi. Safnið er nú eitt það stærsta á landinu og  telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Safnið hefur notið mikilla vinsælda og árlega skiptir gestafjöldi safnsins tugum þúsunda.
 
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun setja hátíðina klukkan 15.00. Þá verða nokkur ávörp flutt og sönghópurinn Öðlingar úr Rangárvallasýslu mun syngja nokkur lög. Kaffiveitingar verða í Skógakaffi og Fornbílaklúbbur Íslands verður með fornbíla til sýnis. Allir eru velkomnir í afmælið.
 
Á safninu á Skógum kennir margra grasa. Mynd / HKr. 
 
Vegagerð hefur sinn sess á safninu. Mynd / HKr. 

Skylt efni: Skógasafn | Skógaskóli | Skógar

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...