Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Haldið verður upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Héraðsskólans á Skógum sunnudaginn 15. september frá kl. 15.00 til 18.00.
Haldið verður upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Héraðsskólans á Skógum sunnudaginn 15. september frá kl. 15.00 til 18.00.
Mynd / Andri Guðmundsson
Líf og starf 16. september 2019

Haldið upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Skógaskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sunnudagurinn 15. september verður stór dagur í Skógasafni undir Eyjafjöllum en þann dag frá 15.00 til 18.00 verður haldið upp á 70 ára afmæli safnsins, auk Skógaskóla. 
 
Hátíðin byrjar í Skógaskóla og síðan verður ný sýning opnuð um sögu þessara stofnana í safninu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað frá því að Skógasafn var fyrst opnað almenningi. Safnið er nú eitt það stærsta á landinu og  telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Safnið hefur notið mikilla vinsælda og árlega skiptir gestafjöldi safnsins tugum þúsunda.
 
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun setja hátíðina klukkan 15.00. Þá verða nokkur ávörp flutt og sönghópurinn Öðlingar úr Rangárvallasýslu mun syngja nokkur lög. Kaffiveitingar verða í Skógakaffi og Fornbílaklúbbur Íslands verður með fornbíla til sýnis. Allir eru velkomnir í afmælið.
 
Á safninu á Skógum kennir margra grasa. Mynd / HKr. 
 
Vegagerð hefur sinn sess á safninu. Mynd / HKr. 

Skylt efni: Skógasafn | Skógaskóli | Skógar

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...