Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Haldið verður upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Héraðsskólans á Skógum sunnudaginn 15. september frá kl. 15.00 til 18.00.
Haldið verður upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Héraðsskólans á Skógum sunnudaginn 15. september frá kl. 15.00 til 18.00.
Mynd / Andri Guðmundsson
Líf og starf 16. september 2019

Haldið upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Skógaskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sunnudagurinn 15. september verður stór dagur í Skógasafni undir Eyjafjöllum en þann dag frá 15.00 til 18.00 verður haldið upp á 70 ára afmæli safnsins, auk Skógaskóla. 
 
Hátíðin byrjar í Skógaskóla og síðan verður ný sýning opnuð um sögu þessara stofnana í safninu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað frá því að Skógasafn var fyrst opnað almenningi. Safnið er nú eitt það stærsta á landinu og  telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Safnið hefur notið mikilla vinsælda og árlega skiptir gestafjöldi safnsins tugum þúsunda.
 
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun setja hátíðina klukkan 15.00. Þá verða nokkur ávörp flutt og sönghópurinn Öðlingar úr Rangárvallasýslu mun syngja nokkur lög. Kaffiveitingar verða í Skógakaffi og Fornbílaklúbbur Íslands verður með fornbíla til sýnis. Allir eru velkomnir í afmælið.
 
Á safninu á Skógum kennir margra grasa. Mynd / HKr. 
 
Vegagerð hefur sinn sess á safninu. Mynd / HKr. 

Skylt efni: Skógasafn | Skógaskóli | Skógar

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...