Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stefnumótun lítur fram hjá mörgum veigamiklum atriðum sem skipta máli þegar lagt er mat á náttúruna.
Stefnumótun lítur fram hjá mörgum veigamiklum atriðum sem skipta máli þegar lagt er mat á náttúruna.
Mynd / Sigmund UTK
Fréttir 19. ágúst 2022

Hagnaðardrifnar stjórnsýsluákvarðanir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Yfir fimmtíu mælanlegar leiðir eru að því að meta umhverfið og þjónustu vistkerfa en aðferðir stefnumótunar stjórnvalda víða um heim nota eingöngu örfáar takmarkaðar aðferðir til þess arna.

Innleiða þarf fleiri viðurkenndar aðferðir sem leggja grunn að stjórnsýsluákvörðunum um náttúruna. Það er niðurstaða risa- samantektar (e. Mega-review) frá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og þjónustu vistkerfa (IPBES).

Stefnumótun lítur fram hjá mörgum veigamiklum atriðum sem skiptir máli þegar meta á náttúruna og nefnt er vægi náttúrunnar fyrir frumbyggjasamfélög. Sem dæmi, nefnir skýrslan, eru þarfir nærsamfélaga oft virtar að vettugi þegar ákvarðanir um vatnsaflsstíflur eru teknar og þarfir neytenda í þéttbýli settar fram fyrir, sem verður til þess að dreifbýl samfélög geta misst lífsviðurværi sitt og neyðst til að breyta lífsháttum sínum.

Haft er eftir Anne Larigauderie vistfræðingi, sem stýrir IPBES, að sá misbrestur sem felst í því að meta umhverfi og þjónustu vistkerfa á takmarkaðan hátt hafi í för með sér langtíma samdrátt og neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Geta náttúrunnar til að viðhalda sér hafi þannig minnkað verulega sl. 50 ár.

Sterkar vísbendingar eru um rýrnun á líffræðilegum fjölbreytileika ef vistkerfi og náttúra eru metin á grundvelli markaðsafla. Mörg önnur gildi, jafnvel sönnunargögn, séu hundsuð í þágu skammtímahagnaðar og hagvaxtar að sögn Unai Pascual, hagfræðings sem einnig vann að skýrslunni.

Þá skortir mikið á tengsl hags- munaaðila, vísindamanna og þeirra sem verða fyrir mestum áhrifum af stjórnsýsluákvörðunum. Flestar rannsóknir taka ekki til greina fjölmarga þætti sem hafa áhrif á umhverfið og jafnvel bæta það. Segir skýrslan að fáir vísindamenn ráðfæri sig við fólk sem býr og starfar á rannsóknarsvæðum þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki sé mikill. Í aðeins 2% tilfella þeirra rannsókna, sem teknar voru í ítarskoðun, töldu það með í rannsókninni.

Gert er ráð fyrir að matsskýrsla út frá samantektinni verði gefin út í heild sinni fyrir ráðstefnu þjóða sem eru aðilar að samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjöl- breytni, sem fer fram í Kanada í desember nk. að því er fram kemur í frétt Nature.

Skylt efni: utan úr heimi

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...