Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hægur vöxtur er í heimtöku á kjöti
Fréttir 21. nóvember 2016

Hægur vöxtur er í heimtöku á kjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svipað magn af lambakjöti fór í heimtöku á liðinni sláturvertíð og undanfarin ár. Forstöðumenn sláturhúsa eru sammála að hægur vöxtur hafi verið í heimtökunni undanfarin ár.

Forstöðumaður Sláturhússins á Hellu segir aukningu í heimtöku á nautakjöti vera talsverða.

Forstöðumenn sláturhúsanna á landinu segja heimtöku á lambakjöti vera svipaða eða lítillega meiri í ár en undanfarin ár. Flestir þeirra eru sammála um að aukning hafi verið í heimtökunni undanfarin ár og að hluti hennar tengist ferðamennsku og aukinni sölu á kjöti beint frá býli.

Viðmælendur Bændablaðsins segja að vegna lágs verðs á ærkjöti í ár hafi verið minna um að eldra fé væri sent til slátrunar á þessu ári en oftast áður. Minni heimtaka á lambakjöti en búast hefði mátt við skýrist því hugsanlega af aukningu í heimaslátrun.

Minna en búist var við hjá KS

Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir að hann hafi reiknað með að magnið af dilkum sem færu í heimtöku yrði meira en raunin varð á. Á síðasta ári var slátrað 99.888 fjár hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og af því fóru 3.686 skrokkar í heimtöku, eða 3,39%. Sláturfjöldinn í ár var 100.455 og af því tóku bændur heim 3.781 skrokk, eða 3,53%.

Andrés segir að þrátt fyrir minni aukningu en hann hafi átt von á sé greinileg stígandi í heimtökunni því hún hafi verið undir 3% árið 2013 en sé komin í rúm 3,5% á þessu ári.

Svipað magn hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga

Þórður Pálsson, skrifstofustjóri hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga, segir að heimtaka á lambakjöti frá þeim sé svipuð og undanfarin ár. „Hér er eitt býli í Möðrudal með ferðaþjónustu sem hefur tekið allt sitt kjöt heim í tuttugu ár og annað sem tekur hluta kjötsins auk þess sem bændur taka alltaf eitthvað til heimabrúks. Magnið er bilinu 160 og 170 skrokkar á ári og hefur verið svipað undanfarin ár.“

Að sögn Þórðar er lógað um þrjátíu þúsund lömdum á ári hjá Sláturfélagi Vopnafjarðar og heimtakan því ekki nema brot af magninu, milli 0,5 og 1%.
15 til 20 tonn hjá Fjallalambi

„Fjöldi heimtökuskrokka er svipaður í ár og það hefur verið á liðnum árum,“ segir Björn Víkingur Víkingsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. „Munurinn milli ára er að minnsta kosti ekki stór og magnið hefur verið 15 til 20 tonn á ári undanfarin ár en mest hefur það farið upp í um 30 tonn.

Heildarsláturmagn í skrokkum talið er um 500 tonn þannig að magnið sem fer í heimtöku er ekki nema lítið brot af því.

Aukning hjá SS

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að heimtaka á kjöti sé að aukast.

„Heimtakan á dilkum á þessu ári er rúm 7% og rúm 18% á fullorðnu fé en var 6,33% af dilkakjöti og 15% af fullorðnu á síðasta ári.

Heimtaka á kjöti hefur verið mjög svipuð í gegnum árin en í kjölfar umræðna um að bændur geti hugsanlega aukið tekjur sínar með því að selja kjötið sjálfir hafa fleiri reynt fyrir sér með það. Ég tel að áhugi og markaður fyrir kjöt beint frá býli sé til staðar en ég efast um að allir bændur geti selt sitt kjöt þannig. Salan er líka auðveldari fyrir bændur sem eru í ferðamennsku samhliða búskap og reka veitingasölu.“

Steinþór segir að SS sé hlynnt heimtöku bænda og að fyrirtækið hafi lagt talsvert á sig til að styðja við bakið á henni með því að bæta frágang á hráefninu og pakkningum. „Við lítum á sölu beint frá býli sem hluta af markaðinum þar sem fólk vill hafa samskipti við þá bændur sem ala lömbin og ekkert nema gott um það að segja.“

15% af heildarmagninu

Guðmar Tómasson, sláturhússtjóri hjá Sláturhúsinu á Hellu, segist finna fyrir aukningu í heimtöku á nautgripakjöti en í sláturhúsinu er eingöngu slátrað nautgripum og hrossum.

„Ég er ekki að tala um mikla aukningu milli ára en hún er talsverð og það hefur verið stígandi í heimtökunni undanfarin ár. Fljótt á litið myndi ég segja að heimtakan í ár sé um 15% af heildarmagninu af nautgripakjöti sem eru um 4.200 gripir á þessu ári.“

Skylt efni: sláturhús | heimtaka

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...