Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hægt að losna að mestu við metangasmengun frá búfé
Mynd / HKr.
Fréttir 3. nóvember 2016

Hægt að losna að mestu við metangasmengun frá búfé

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Metangas CH4 er 20 sinnum verri gróðurhúsalofttegund en koltvíildi CO2, en búfé losar frá sér metangas í miklum mæli við meltingu. Nýjustu rannsóknir frá Ástralíu benda til að hægt sé að minnka gaslosun hjá jórturdýrum um 50–99% með því einu að blanda þangi í fóður skepnanna í litlu hlutfalli. 
 
Samkvæmt nýjustu búfjártölum Matvælastofnunar, MAST, þá eru tæplega 79 þúsund nautgripir á Íslandi, um 472 þúsund fjár, 67 þúsund hross og um 2.500 svín á Íslandi. Þessi dýr losa líklega um 14 til 20 þúsund tonn af metangasi út í andrúmsloftið árlega við meltingu fóðurs. Þá á eftir að reikna með losun frá loðdýrum, alifuglum og öðrum húsdýrum. Ekki má heldur gleyma íbúum landsins, sem áætlað er að losi um 40 tonn sem sennilega er þó mjög vanmetin tala.
  
Áhugaverðar rannsóknir 
 
Nýjar rannsóknir sem framkvæmdar voru í Norður-Queensland í Ástralíu sýna að hægt er að draga verulega úr metangasmengun frá dýraeldi, eða á bilinu 50–99%. Ekki síst frá nautgripum og öðrum jórturdýrum, með því einu að gefa þeim þang. Þar gaf rautt þang bestan árangur, en það nefnist „Asparagopsis taxiformis“. Þegar jórturdýr melta myndast töluvert af metani (CH4). Dýrin losa sig við metanið með vindgangi en þó aðallega með því að ropa.
 
Miklir möguleikar á Íslandi
 
Ísland gæti skapað sér mikla sérstöðu á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum. Hér á landi er verið að skera þang og vinna í stórum stíl og mikil reynsla og þekking hefur skapast hér á þessu sviði. Þang frá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum hefur í einhverjum mæli verið notað í fóður fyrir búfé, m.a. fyrir kindur og alifugla, en ekki er vitað til þess að virknin gagnvart gasmyndun hafi þar verið rannsökuð. Megnið af þara- og þangmjöli sem flutt er út héðan er selt sem lífrænt vottað mjöl í háum gæðastaðli. 
Finnur Árnason, framkvæmda­stjóri verksmiðjunnar, segir að þang- og þaramjöl frá Reykhólum sé helst notað við framleiðslu á lífrænt vottuðum matvörum. Samkvæmt lauslegri athugun Bændablaðsins finnst „Asparagopsis taxiformis“ ekki í sjónum hér við land. Væntanlega er þá verðugt verkefni vísindamanna að  rannsaka hvort aðrar tegundir finnist hér með viðlíka virkni gagnvart gasmyndun í meltingarfærum dýra.  
 
Á Íslandi hefur einnig þekkst um aldir að beita fé þar sem land liggur að sjó tímabundið á þara. Vitað er að vegna efnainnihalds þarans þá þolir sauðfé hér á landi ekki nema takmarkaða fjörubeit. Á Orkneyjum hefur sauðféð aftur á móti aðlagast sérstaklega fjörubeit að því er fram kom í viðtali við Sinclair Scott í Bændablaðinu 1. september 2014. 
 
Í tilraunum ástralskra vísinda­manna var með 2% hlutfalli rauðs þangs í fóður hægt að minnka metangasmyndun hjá sauðfé um 50–70% á einungis 72 dögum. Áhrifin voru enn meiri á kýr, eða allt að 99% minnkun á metangasmyndun. Haft er eftir Rocky De Nys, prófessor við James Cook-háskólann í Townsville í Ástralíu, að niðurstöðurnar hafi komið sér mjög á óvart. 
Íslendingar prumpa 40 tonnum 
 
Ef skoðuð er samsetning íslenska bústofnsins og áætluð metangaslosun frá honum og mannfólkinu að auki þá lítur sú tafla svona út:
  • Kýr losa samkvæmt íslenskum   viðmiðunum um 94 kg á ári. 79.000 kýr losa þá samtals 7.426 tonn.
  • Sauðfé losar 8 kg árlega svo 472.000 fjár losa þá  3.776 tonn.
  • Hross losa 50 kg (áætlað), og 67.000 hross losa þá  um 3.350. 
  • Svín losar 1,5 kg á ári eða 5,5 tonn samtals. Þarna er einungis átt við gyltur í eldi.
  • Maðurinn losar 0,12 kg á en væntanlega er það mjög persónubundið. Íslendingar voru 334.300 þann 1. janúar 2016 og losa því samtals um 40 tonn.
Samkvæmt vísindavef Háskóla Íslands nemur metangaslosunin af dýraeldi og frá mannfólki ríflega 17.000 tonnum á ári. Þar er reyndar farið mjög hóflega í áætlaða losun. Erlendis vísindamenn sem hafa reynt að meta metangaslosun hjá venjulegri kú sem notuð er til mjólkurframleiðslu, reikna út frá stærri grip en íslensku kúnni.Þar koma fram nokkuð mismunandi viðmið, allt frá 100 upp í 500 kg á ári. 
 
Vísindamenn Teagasc's Moorepark á Írlandi hafa reiknað út að 490 kg kýr losi 120 kg af metangasi á ári. Samkvæm skilum Íslands á tölum vegna loftslagssamnings 2014 var þó miðað við að mjólkurkýr skiluðu 94,16 kg á ári, en aðrir nautgripir að meðaltali 55,81 kg.  
 
Ef miðað er við að heildarfjöldi  nautgripa, sem mannkynið elur til matvælaframleiðslu, sé um 1,5 milljarðar, þá er ljóst að losun metans er mjög mikil, miðað við lægsta viðmið um metanlosun. Samkvæmt því er hún 180 milljónir tonna á ári. Ef mögulegt væri að draga úr þessari losun upp á 70% þá næmi það 126 milljónum tonna. Það er því greinilega til mjög mikils að vinna fyrir matvælaframleiðsluna og áframhaldandi veru okkar hér á jörðinni.  − Sjá nánar bls. 2−20 og 21 í blaði dagsins.
Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...