Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hans konunglega hátign Karl  Bretaprins.
Hans konunglega hátign Karl Bretaprins.
Fréttir 2. janúar 2018

Gróðureyðingin á hásléttunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Karl Bretaprins hefur skorað á fyrirtæki heims að undirrita Cerrado stefnuyfirlýsinguna sem felur í sér vilja til að vernda náttúrulega mikilvæg svæði á heimsvísu.

Eyðing regnskóga Amason­svæðisins er kunnuglegt stef sem hefur verið umfjöllunarefni náttúruverndunarsinna síðustu þrjá áratugi. Í dag er þorri almennings meðvitaður um hætturnar sem skógareyðingin veldur.

Ein ástæða þess að dregið hefur úr skógareyðingu í Brasilíu er að sú að hluti þeirra fyrirtækja sem áður stóðu fyrir skógareyðingunni hafa flutt starfsemi sína yfir á graslendi og sléttur landsins. 

Áhyggju umverfisverndunarsinna í dag beinast að þeirri staðreynd að til að draga úr eyðingu regnskóganna vegna framleiðslu á soja og nautakjöti hafa framleiðendurnir flutt sig yfir á minna nýtt náttúrulegt graslendi. Talið er að náttúrulegt graslendi í Brasilíu þeki um tvo milljón ferkílómetra lands.
Prinsinn af Wales ítrekaði fyrir skömmu að alvarleika málsins og benti á að náttúrulegum gresjum um allan stafaði hætta af aukinni ræktun og þyrfti á aukinni vernd að halda.

Þrátt fyrir að vistkerfi gresja hafi ekki verið jafn mikið í umræðunni og vistkerfi regnskóganna undanfarin ár er það engu minna mikilvægt. Fjölbreytni dýra og plantna á gresjum er mikil og þær eru ekki síst mikilvægar fyrir það hversu vel þær binda koltvísýring.

Í dag hafa 23 stórfyrirtæki skrifað undir Cerrado yfirlýsinguna. Þar á meðal eru Walmart, Marks & Spencer, Sainsbury’s, Carrefour, McDonald’s, Nando’s, Nestle og L’Oreal.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...